Færslur

Sýnir færslur frá desember, 2008

Gleðilegt ár

Fávitarnir ykkar.

Bókadómur - Ódáðahraun eftir Stefán Mána

Frábær bók, mjög skemmtileg. Takk... (hver gaf mér hana aftur?)

Bókadómur - 10 ráð (osfrv) eftir Hallgrím Helgason

Þessi var fljótlesin og bráðskemmtileg. Sniðugt að blanda saman stríðsviðbjóðnum frá Júgóslavíu, kauðslegum íslenskum krimmum og Eurovision. Las hana í einni striklotu og leiddist aldrei. Fín bók, takk, tengdapabbi.

Bókadómur - Konur eftir Steinar Braga

Skuggalega scary bók. Skiptist í tvo hluta. Sá fyrri er ágætur, maður dregst hægt og rólega inní fléttuna og þegar honum lýkur hefur maður ákveðnar væntingar um seinni hlutann. Fyrri hlutinn fylgir aðalpersónunni niður í vonleysið og maður heldur að seinni hlutinn fjalli um leiðina upp aftur. En nei. Nei onei. Sagan súrnar allsvakalega og verður svo martraðarkenndari með hverri blaðsíðunni sem líður. Maður veit ekki hvort konan er að ímynda sér þetta allt, hvort vondi kallinn sé svona voðalega skipulagður í að pína hana eða hvað er í gangi. Svo endar þetta á þann eina hátt sem hægt er úr því sem komið er. Gat varla lagt hana frá mér. Frábær bók. Takk, Helga frænka.

Harold Pinter RIP

RUTH: Eddie. TEDDY turns. Pause. Don't become a stranger. TEDDY goes, shuts the front door. Silence. The three men stand. RUTH sits relaxed on her chair. SAM lies still. JOEY walks slowly across the room. He kneels at her chair. She touches his head, lightly. He puts his head in her lap. MAX begins to move above them, backwards and forwards. LENNY stands still. MAX turns to LENNY. MAX: I'm too old, I suppose. She thinks I'm an old man. Pause. I'm not such an old man. Pause. (To RUTH.) You think I'm too old for you? Pause. Listen. You think you're just going to get that big slag all the time? You think you're just going to have him . . . you're going to just have him all the time? You're going to have to work! You'll have to take them on, you understand? Pause. Does she realize that? Pause. Lenny, do you think she understands . . . He begins to stammer. What . . . what . . . what . . . we're getting at? What . . . we've got in mind? Do y...

Jólin jólin allstaðar...

Mynd
Feitibjörn óskar landsmönnum öllum, nær og fjær (sérstaklega fjær) gleðilegra jóla og hagvaxtar á komandi ári. Maðurinn á myndinni hannaði úrið sem ég fékk í jólagjöf frá mömmu. Annars fékk ég geðveikan frakka frá Rósu og alinþykkan stafla af bókum, jibbí. Byrjaði á Hallgrími Helgasyni strax í nótt og hún fór vel af stað. Sérstaklega þetta komment strax á bls. 1: "Það skvettist smá blóð í glasið hennar Munitu. Ég var ekkert að segja henni frá því. Hún var með rautt hvort sem er." Anyways... gleðileg jól og takk fyrir gömlu!

Allt búið

Var á Grand Rokk í dag, hafði beðið leikhópinn að mæta snemma og gera klárt fyrir sýningar sem áttu að vera í kvöld. Þegar ég kom á staðinn var allt búið. Óskaði liðinu góðs gengis og lét mig hverfa. Fór á Steak and Play að hitta tvo vitleysinga (nei, þrjá) og horfa á fótboltaleik sem ku hafa verið spennandi þangað til ég kom. En eftir að ég mætti var allt búið. Ljómandi leiðinlegur leikur. Fór á barinn og pantaði jólabjór. Allt búið. Ekkert til nema Túborg eða Gull. Oj, sagði ég, hvað áttu til á flösku? Stelpan (sem er örugglega strippari á kvöldin) glotti flírulega og sagði: Premíer og Læt. Hljómar eins og herrafataverslun. Kaupið jólafötin hjá premíer og læt. Sem betur fer var ein Guiness-dæla enn í lagi á innri barnum. Leiksýningnarnar? Veit ekki. Það var hringt í mig rétt áður en fyrri sýningin byrjaði, til að spyrja mig hvort ég hefði ekki örugglega munað að panta pizzur handa liðinu. Enginn hringdi eftir sýningarnar, hvort það þýðir að allt hafi farið til fjandans eða að allt ha...

Skammdegi

Í gær liðu 4 klst og 7 mínútur milli sólarupprásar og sólseturs. Í dag verða það 4 klst og 8 mínútur. Bjart framundan.

Roxie Hart

Chicago á NRK. Það er ekki á hverju kvöldi sem maður horfir á Renee Zellweger og hugsar: "Þetta gerði ég nú betur en þú lilla mín..."

Jólin á Íslandi

Við eyðum peningum sem við eigum ekki... ...að kaupa handa fólki sem við þolum ekki... ...drasl sem það vill ekki.

Er Mánagatan að seljast? 8. kafli

Kerlingin dró tilboðið sitt til baka. Vill skoða fleiri íbúðir og fá samanburð. Verði henni að því. Annar kaupandi kom og skoðaði áðan, sjáum til... Watch this space!

Nýr ritstjóri DV

Mynd
Ákveðið hefur verið að Reynir Traustason taki við starfi sem seðlabankastjóri í kjölfar þess að Björgólfur Guðmundsson var skipaður biskup yfir Íslandi. Nýr ritstjóri DV sem tekur við af Reyni mætti til starfa í dag og lét taka af sér þessa passamynd.

Er Mánagatan að seljast? 7. kafli

Nei, því miður, hann féll á greiðslumati, sagði fasteignasalinn stúrinn í gær. Um leið og ég lagði á var hringt frá annarri fasteignasölu. Tilboð komið og það milljón hærra en hitt. Tilboðið er gert með fyrirvara um skoðun á íbúðinni og við förum og sýnum hana í kvöld. Watch this space!

RIP

Mynd

Forgangsröðun

Þá er þessi elska, hann Halli Ríkissjóðs, kominn á kreik aftur. Meðal framkvæmda sem slá verður á frest vegna kreppunnar eru Sundabraut, Hátæknisjúkrahús og... viðbygging við Litla-Hraun. Þeir gera sem sagt ekki ráð fyrir að senda marga gamblera í fangelsi þegar "rannsókn" "óháðra" aðila á bankahruninu lýkur. Samt var sú rannsókn rétt að byrja og strax búið að finna einn jólasvein sem hélt að hann kæmist upp með að millifæra á sjálfan sig hundrað millur daginn eftir þjóðnýtingu. Hvað gerist þegar þeir fara að finna þá sem höfðu fyrir því að hylja spor sín?

Botninum náð?

Þegar maður hélt að vitleysan gæti ekki orðið vitlausari... ...fréttir maður að Jónína Ben sé gengin í framsóknarflokkinn.

Ó-ó-ógæfufólk

Frétt í hinum skítasneplinum gjaldþrota í dag, greinilega skrifuð aftan á bjórmottu af fullum blaðamanni að tala við fullan bassaleikara. Skítt með það. Maður er orðinn vanur lélegum vinnubrögðum fjölmiðlungsmanna á Íslandi og það á ekki bara við um þá sem eru nógu ofarlega í valdastiganum til að mega taka með silkihönskum á geðbiluðum fyrrverandi aðalritara kommúnistaflokksins eða ráðlausum ráðherrum. Onei, þessir sem skrifa um ómerkilegt stöff eins og leiksýningar og tónleika er auðvitað enn verri. En svo hringir tónlistarstjóri leiksýningarinnar í mig, alveg brjálaður. Kann ekki við það að vera kallaður ógæfumaður. Og honum var svo heitt í hamsi að hann gleymdi að hringja collect!

RIP

Mynd

Forsíðufrétt

Mynd
ÞÁ MUN ÉG SNÚA AFTUR! Stendur á forsíðu skítasnepilsins gjaldþrota í dag. Haft eftir Davíð Oddsyni í því samhengi að ef hann fái ekki að ráða því sjálfur hvenær hann hætti sem Seðlabankastjóri þá megi íslensk stjórnmál sko passa sig, því hann komi bara aftur. Af hverju er verið að eyða prentsvertu í að birta þetta bull? Þetta geðbilaða karlhró gæti eins sagt við mann sem miðar á hann byssu: "Þú skalt ekki dirfast að drepa mig því þá geng ég bara aftur!" Endalok mannsins verða eins og í skrímslamynd. Davíð Oddsson leysist rólega upp í sýrubaði og öskrar: "Þetta getur ekki verið! ÉG ER ÓSIGRANDI!!!" Svo er allt kyrrt í smástund, þar til beinaber hönd skýst upp úr sýrunni með hnefann krepptan um valdasprota.

Koyaanisqatsi - frh.

Er Mánagatan að seljast? 6. kafli (eða var það 5. kafli?)

Fór upp í Faxafen í dag með yfirlýsingu húsfélags, sem mér hafði verið sagt að ég þyrfti nauðsynlega að skila af mér sem fyrst svo kaupin gætu gengið í gegn. Kom að læstum dyrum hjá Remax Skeifunni. Hringdi í gaurinn: "Hva! er búið að loka sjoppunni?" - "Já, það er búið að loka sjoppunni.... nei, ég meina, við erum að hagræða í rekstri og sameina söluskrifstofur..." Watch this space!

Frægur í korter

Dr Gunni vitnar í sjálfan Feitabjörn í dag. Tilefnið er stórsnjöll tilllaga um nafn að nýja monstrúminu við hafnarbakkann. SPILABORGIN.