11 desember 2008

Forgangsröðun

Þá er þessi elska, hann Halli Ríkissjóðs, kominn á kreik aftur.

Meðal framkvæmda sem slá verður á frest vegna kreppunnar eru Sundabraut, Hátæknisjúkrahús og... viðbygging við Litla-Hraun.

Þeir gera sem sagt ekki ráð fyrir að senda marga gamblera í fangelsi þegar "rannsókn" "óháðra" aðila á bankahruninu lýkur.

Samt var sú rannsókn rétt að byrja og strax búið að finna einn jólasvein sem hélt að hann kæmist upp með að millifæra á sjálfan sig hundrað millur daginn eftir þjóðnýtingu.

Hvað gerist þegar þeir fara að finna þá sem höfðu fyrir því að hylja spor sín?

1 ummæli:

Sigurður Snæberg sagði...

Verst að þeir eru svo vitlausir að þeir fatta ekki að bjóða Halla velkominn við þessar aðstæður!