Bókadómur - Konur eftir Steinar Braga

Skuggalega scary bók. Skiptist í tvo hluta. Sá fyrri er ágætur, maður dregst hægt og rólega inní fléttuna og þegar honum lýkur hefur maður ákveðnar væntingar um seinni hlutann. Fyrri hlutinn fylgir aðalpersónunni niður í vonleysið og maður heldur að seinni hlutinn fjalli um leiðina upp aftur. En nei. Nei onei. Sagan súrnar allsvakalega og verður svo martraðarkenndari með hverri blaðsíðunni sem líður. Maður veit ekki hvort konan er að ímynda sér þetta allt, hvort vondi kallinn sé svona voðalega skipulagður í að pína hana eða hvað er í gangi. Svo endar þetta á þann eina hátt sem hægt er úr því sem komið er.

Gat varla lagt hana frá mér. Frábær bók. Takk, Helga frænka.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2021

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2022

Feitibjörn tekur pásu