Færslur

Sýnir færslur frá mars, 2005
Mynd
í staðinn fyrir sniðmyndina kemur hér "an artists impression" af því hvað er í gangi inni í hausnum á mér... 

Birtingu myndar af heilanum í mér aflýst

Það er sko þannig að ég þarf að fara í smávægilega aðgerð í næstu viku. Ákveðnir aðilar hafa bitið það í sig að ég sé að fara í sáðrásarrof, en það myndi ég aldrei gera. Frekar færi ég í gamaldags geldingu þar sem litlu kúlurnar eru hreinlega marðar í klessu með hamri. Það er alvöru. Eitthvað svo kellingarlegt að láta klippa í sundur eitt lítið rör. En allavega, ég er að fara í nef-aðgerð (samt ekki nose-job, það er fegrunaraðgerð, og maður með mitt útlit þarf auðvitað ekki fegrunaraðgerð), og til þess að læknirinn fjarlægi nú ekkert sem hann á ekki að fjarlægja, þá er ég sendur í sniðmyndatöku. Gegt gaman, maður er látinn á færibandi inn í stórt rör og lasergeisli rennur upp og niður hausinn á manni. Mjög futuristic. Kostar 5278 kr. og fæ ég afrit af myndinni? (Það væri nebbla mjög svalt að setja mynd hér á síðuna þar sem sést hvað er í gangi inni í hausnum á mér. Which is ultimately the aim of this page.) En nei, ég fékk bara afsakandi bros frá hjúkkunni (eða lækninum, ég ...

Back to work...

Þetta páskafrí var ekki lengi að líða. Enda var maður með sveittan skallann allan tímann að puða í íbúðinni. Mála, hefla, spartsla, pússa, fúga, bora, tengja, saga. Ég er búinn að vera svo duglegur að ég er viss um að ég er búinn að saga til næsta bæjar. Og við erum flutt inn, endanlega. Búin að taka einn dag í að ganga frá gamla húsinu og sér ekki högg á vatni. (Högg á vatni? Maður sér fyrir sér Tinky Winky, Dispy, Laa Laa og Po úti á miðju Þingvallavatni: Big högg...) Það er alveg ótrúlegt hvað maður sankar að sér miklu drasli. Hrúgan sem á að fara í Sorpu er orðin mannhæðarhá og álíka breið og bakhlutinn á konunni minni. Enda ætlum við að reyna að fá vörubíl lánaðan undir draslið. Annars eru ýmsir miklir kostir við nýja húsið. Til dæmis er styttra þaðan, nánast til allra staða í heiminum. Nema í fiskbúðina Dunhaga. Við erum með Vitabar í göngufjarlægð (góðir borgarar, slappur bjór), apótek á næsta horni, tvær sjoppur innan við 100metra í burtu og þannig mætti lengi telj...

Einar Farestveit? Bah!! Einar not so fucking great, more like!

Stundum er það þannig að brúðkaupsgjafir segja mikið um mann sjálfan, og um það hvað fólk heldur um mann. Til dæmis fengum við Rósa heila 4 blendera í brúðkaupsgjöf. Sem segir manni að margir halda að við gerum ekkert annað en að blanda Mojito og milkshake. Nema hvað. Við skiptum þeim náttúrulega (svona skrifar maður nottla krakkar!) út fyrir annað dót, og einn þeirra, sem var keyptur hjá Einari Farestveit, fékk að koma til okkar sem örbylgju- og blásturs0fn (og við borguðum 7.500 kr á milli). Nema við höfum ekki átt gripinn nema í 4 mánuði þegar böstast í honum peran. Peran sem lýsir hann upp að innan og leyfir manni að sjá hvað er að gerast inní ofninum. Og svo var líka eitt panel framaná honum, (hann er geðveikt (gegt) flottur, úr burstuðu stáli) sem var alltaf að losna af. Anyways. Loksins þegar við flytjum ætlum við með helvítið í viðgerð. Svo ég hringi í EF og spyr hvort maður þurfi að koma með gripinn til að skipta um peru. Það getur aðeins Dröfn skorið úr um, er mér...

Móðan mikla

Það er afar freistandi akkúrat núna að labba fram í anddyri skólans þar sem börnin bíða eftir að rútan komi til að keyra þau heim í fjörutíusekúndumetraaustnorðaustanbáli og öskra: ÞIÐ MUNUÐ ÖLL, ÞIÐ MUNUÐ ÖLL, ÞIÐ MUNUÐ ÖLL DEYJA!!!! Það er nebbla búin að vera létt panik í gangi því í morgun fauk upp gluggi í eldhúsi skólans og fór í spón. Svo tók sig til eitt stykki tréborð sem staðið hefur á skólalóðinni frá landnámsöld og telst til friðaðra fornminja, og fauk beint á rúðu skrifstofunnar. Og fór í mél. Og rúðan fór í spað. Og nemendur fóru í klessu. Sumir grétu, aðrir hlógu, sumir voru soldið eins og Beavis þegar hann sér eld. Ein hringdi í fréttaskot DV, Fréttablaðið, og var að tala við fréttastjóra mbl.is þegar síminn var rifinn af henni af bálvondum kennara. 10 mínútum seinna var komin frétt á mbl.is og hálftíma seinna kom blaðamaður frá DV og yfirheyrði Snorra skólastjóra. Svo fauk stóll á svölunum á eina rúðuna á efri hæð. Stóllinn slapp ómeiddur en rúðan fór í mask. ...
Mynd
before... 
Mynd
...and after! 

Wardrobe malfunction

...var hugtakið sem Janet Jackson og Justin Timberlake bjuggu til þegar hann sýndi óvart á henni part af brjósti, sem fór svo fyrir brjóstið á Amríkönum (því Amrískar sómakærar konur eru auðvitað ekki með brjóst, a.m.k. ekki frá náttúrunnar hendi) að þeir ætluðu að fara í skaðabótamál við sjónvarpsstöðina. Skiljanlega, því ef þú ætlar að horfa á Super Bowl þá viltu ekki sjá hálfnakta kvenlíkama. Þessvegna fer amríski bolurinn fram í eldhús og nær í bjór (eða það sem amrískir karlmenn kalla bjór, og við hinir köllum pilsner) meðan klappstýrurnar hrista brjóstin framan í myndavélarnar. Enda vilja amrískir karlmenn ekki sjá klappstýrur hrista brjóstin framan í myndavélar meðan á fótboltaleik (eða því sem amrískir karlmenn kalla fótbolta, og við hinir köllum "ruðning", svona eins og maður sé að troða sér framfyrir í röðinni á Sirkus) stendur. Þegar amrískir karlmenn (eða það sem þeir kalla karlmenn, og við hinir köllum tsjöllingar) vilja sjá klappstýrur hrista brjóstin framan...
Mynd
nokkrar myndir frá New York, þessi er af íkorna sem er andlega skyldur Robert de Niro - "You lookin' at me!?" 
Mynd
þessi finnst mér með þeim flottari 
Mynd
...hér stóð bær með burstir fjórar, hér stóð bær með burstir tvær, hér stóð bær með... eina burst... hér hefur aldrei staðið bær 

Fyrsta nóttin í nýja húsinu!

Nei, því miður, það eru ekki myndir :-p enda er helgin búin að vera þannig hjá mér að það hefði hvortsemer bara verið mynd af mér hrjótandi með kött í hárinu. (Better a pussy in your hair than a hair in your pussy?) Ég er nebbla búinn að ferðast milli Reykjavíkur og Reykjavíkur (smá Grundarhverfis-húmor, það er sko partur af Reykjavík þó að maður þurfi að ferðast um 4 sýslur til að komast á milli) oftar en nokkur annar þessa helgi. Ástæðan: LAN í skólanum. Og þó ég hefði auðvitað getað gist bara alla helgina með krökkunum hefðu þau aldrei fílað það, og sennilega ég ekki heldur. Enda eru þau (flest) þannig að það þarf ekki að sitja yfir þeim eins og smábörnum. En ég fór í 4 eða 5 skipti þangað uppeftir, bara til að tékka á stöðunni. Kom rétt fyrir hádegið í dag (sun) og þá voru bara flestir farnir og búið að taka til og allt. Magnað. Ég verð að muna að hrósa þeim á morgun. NOOOOOT!!!! :-b Maður verður samt eiginlega að fara að setja nýjar myndir frá Mánagötu hingað inn, það er...

Það getur verið erfitt að vera vinsæll

Í Klébergsskóla er nú nýlokið svokallaðri vinaviku. Þar voru nöfn allra starfsmanna sett í hatt, og hver dró sér sinn leynivin. Taskið var svo að koma leynivininum á óvart með orðsendingum, smágjöfum oþh. Ég varð ekkert smá ánægður þegar ég leit í hólfið mitt fyrsta daginn og þar voru heil sex páskaegg. Að vísu afar lítil, en þetta byrjaði vel. Svo fór gamanið að kárna. Daginn eftir var hólfið mitt eins tómt og legið í Lizu Minelli. Og sama var uppi á teningnum næsta dag, og ég fór að láta í mér heyra. (Þið vitið sjálfsagt flest að ég sit ekki á skoðunum mínum.) En kvartanir mínar báru engan árangur, því á þriðja degi beið mín ekkert nema vonbrigði, sorg og einmanaleiki. Ég var miður mín, því ég var búinn að splæsa tveimur páskaeggjum (öðru nokkuð stóru), pakka af harðfiski, piparpúkum og wine gums á minn leynivin. Nema á fjórða deginum skein loksins sól í lífi litla drengsins. Ég kíkti í hólfið mitt, milli vonar og ótta. Og það var sem ég heyrði englasöng þegar við mér bl...

Við erum á undan áætlun með að verða á eftir áætlun

Það átti svoleiðis að taka á því um helgina, við vorum með plön um að klára eldhúsið og baðið, bara smá frágangur eftir á flísunum þar þó að reyndar ætlum við að hamast aðeins meira í eldhúsinu... allavegana þá varð lítið úr verki vegna forfalla þeirra sem ætluðu að hjálpa okkur. Við höldum samt áfram í dag (kvöld) og erum enn að stefna á að sofa fyrstu nóttina á morgun. Mér tókst að brjóta einn glugga af einskærri snilld, og fína loftljósið í holinu hrundi niður í gær, hékk bara á rafmagnsvírnum. Svo kemur Chris kallinn til okkar í kvöld og vonandi klárar hann meirihlutann af gólflistum. Þá er ekkert til fyrirstöðu að fara að moka inn húsgögnum. Ég var að fatta hvað þessi póstur hlýtur að vera BORING fyrir alla aðra en mig. Þannig að ég er hættur.

Framkvæmdirnar fara vel af stað

Við höfum nebbla ákveðið að skipta ekki um eldhússkápa, heldur leysa upp þessa ógó ljótu rauðu málningu sem er á þeim og setja einhverja aðra ógó flotta málningu í staðinn. Þá ætti eldhúsið bara að vera nokkuð sætt. Reyndar fyrir utan einn skáp sem virðist vera frá landnámsöld og verður að fara, þó það þurfi sjálfsagt dína-múdd-múdd, búng-búgg! til að hann fari. En við byrjuðum semsagt að klína lakkeyði á skáphurðir í gærkveldi. Ég veit ekki hvort það voru heilafrumudrepandi áhrif af leysiefninu eða hvort ég var orðinn eitthvað friskí, en meðan við biðum eftir að efnið virkaði fórum við úr eldhúsinu og inn í svefnherbergið að chilla. Og til að útiloka eiturgufurnar lokaði ég hurðinni. Og fattaði um leið og Rósa orgaði, að það er enginn hurðarhúnn á helvítis hurðinni. Herbergið var galtómt. Við vorum tómhent. Og Rósa er með innilokunarkennd frá helvíti. Tuttugu mínútum (og sirka fjórum hlátursköstum) síðar var ég búinn að skrúfa einhverja festingu af glugganum, troða henni í gati...
Mynd
Vegna fjölda áskorana er hér mynd af Pjakki. Það skal tekið fram að hann hefur aldrei lent í slysi og hefur ekki verið misþyrmt. Hann fæddist hreinlega eineygður. Og hefur verið það allar götur síðan. Virðist ekkert ætla að skána hjá honum greyinu. 
Mynd
Faithless tónleikar í Köben. Ljósashowið var alveg geggjað. 
Mynd
Faithless tónleikar í Köbenhavn. Gud er en DJ mand, jeg kan da slet ikke sove! 

Myndir frá Mánagötu!

Mynd
Welcome to my humble home. 
Mynd
...og svo verðum við með skáp á þessum vegg... 
Mynd
Byrjuð að raða húsgögnum í stofuna (í huganum) 
Mynd
Rósa í eldhúsinu. Takið eftir svipnum, ég var að segja henni að við fengjum uppþvottavél. 
Mynd
Baðherbergið. Þarf aðeins að laga það til.