Birtingu myndar af heilanum í mér aflýst
Það er sko þannig að ég þarf að fara í smávægilega aðgerð í næstu viku. Ákveðnir aðilar hafa bitið það í sig að ég sé að fara í sáðrásarrof, en það myndi ég aldrei gera. Frekar færi ég í gamaldags geldingu þar sem litlu kúlurnar eru hreinlega marðar í klessu með hamri. Það er alvöru. Eitthvað svo kellingarlegt að láta klippa í sundur eitt lítið rör. En allavega, ég er að fara í nef-aðgerð (samt ekki nose-job, það er fegrunaraðgerð, og maður með mitt útlit þarf auðvitað ekki fegrunaraðgerð), og til þess að læknirinn fjarlægi nú ekkert sem hann á ekki að fjarlægja, þá er ég sendur í sniðmyndatöku. Gegt gaman, maður er látinn á færibandi inn í stórt rör og lasergeisli rennur upp og niður hausinn á manni. Mjög futuristic. Kostar 5278 kr. og fæ ég afrit af myndinni? (Það væri nebbla mjög svalt að setja mynd hér á síðuna þar sem sést hvað er í gangi inni í hausnum á mér. Which is ultimately the aim of this page.) En nei, ég fékk bara afsakandi bros frá hjúkkunni (eða lækninum, ég kalla þetta bara hjúkku af því það er kvenkyns) og eitthvað bull um að myndin væri bara "inni í tölvunni" -- eins og ég væri háaldraður maður sem kann ekkert á tölvur! Nei, bíddu, ég er það víst... anyways, ég fæ enga mynd af innviðum höfuðsins á mér, og því gildir enn hið fornkveðna:
Who knows the mysteries of that black magic box?
Who knows the mysteries of that black magic box?
Ummæli