Wardrobe malfunction

...var hugtakið sem Janet Jackson og Justin Timberlake bjuggu til þegar hann sýndi óvart á henni part af brjósti, sem fór svo fyrir brjóstið á Amríkönum (því Amrískar sómakærar konur eru auðvitað ekki með brjóst, a.m.k. ekki frá náttúrunnar hendi) að þeir ætluðu að fara í skaðabótamál við sjónvarpsstöðina. Skiljanlega, því ef þú ætlar að horfa á Super Bowl þá viltu ekki sjá hálfnakta kvenlíkama. Þessvegna fer amríski bolurinn fram í eldhús og nær í bjór (eða það sem amrískir karlmenn kalla bjór, og við hinir köllum pilsner) meðan klappstýrurnar hrista brjóstin framan í myndavélarnar. Enda vilja amrískir karlmenn ekki sjá klappstýrur hrista brjóstin framan í myndavélar meðan á fótboltaleik (eða því sem amrískir karlmenn kalla fótbolta, og við hinir köllum "ruðning", svona eins og maður sé að troða sér framfyrir í röðinni á Sirkus) stendur. Þegar amrískir karlmenn (eða það sem þeir kalla karlmenn, og við hinir köllum tsjöllingar) vilja sjá klappstýrur hrista brjóstin framan í myndavélar þá fara þeir á klámsíður á netinu.

Þetta varð aðeins lengra en ég ætlaði, ég hef greinilega sterkari skoðanir á amrískum karlmönnum en ég hélt. En ástæðan fyrir fyrirsögninni er sú að við hjónin lentum í "wardrobe malfunction" í gær. En nei, ef þið haldið að ég hafi rifið hana óvart úr bolnum meðan við horfðum á MUTV þá var það ekki þannig. Við vorum nebbla að kaupa okkur fataskáp (e. wardrobe) sem kom sendur til okkar í skutlu (ekki samt klappstýruskutlu) og þegar við opnuðum pakkann og ætluðum að fara að setja saman húsgagnið kom í ljós að það var brotið. Þannig að nú þarf minns að fara aftur upp í Garðabæ (og ég þoli ekki Garðabæ, alveg síðan ég bjó þar í bílskúr fyrir mörgum árum síðan) og sækja varahluti í skápinn. Pældíðí ef Justin hefði þurft að fara upp í Garðabæ til að sækja varahluti í brjóstin hennar Janetar.

En ég ætla að reyna að muna að taka myndavél með mér á Mánagötu í kvöld (ath. við erum semsagt ekki flutt full time, heldur var nóttin um daginn bara svona tilraun) svo ég geti sýnt hvað er búið og hvað er enn óklárað, svo maður fái svona before and after fíling.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2021

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2022

Feitibjörn tekur pásu