Framkvæmdirnar fara vel af stað

Við höfum nebbla ákveðið að skipta ekki um eldhússkápa, heldur leysa upp þessa ógó ljótu rauðu málningu sem er á þeim og setja einhverja aðra ógó flotta málningu í staðinn. Þá ætti eldhúsið bara að vera nokkuð sætt. Reyndar fyrir utan einn skáp sem virðist vera frá landnámsöld og verður að fara, þó það þurfi sjálfsagt dína-múdd-múdd, búng-búgg! til að hann fari.

En við byrjuðum semsagt að klína lakkeyði á skáphurðir í gærkveldi. Ég veit ekki hvort það voru heilafrumudrepandi áhrif af leysiefninu eða hvort ég var orðinn eitthvað friskí, en meðan við biðum eftir að efnið virkaði fórum við úr eldhúsinu og inn í svefnherbergið að chilla. Og til að útiloka eiturgufurnar lokaði ég hurðinni. Og fattaði um leið og Rósa orgaði, að það er enginn hurðarhúnn á helvítis hurðinni. Herbergið var galtómt. Við vorum tómhent. Og Rósa er með innilokunarkennd frá helvíti.

Tuttugu mínútum (og sirka fjórum hlátursköstum) síðar var ég búinn að skrúfa einhverja festingu af glugganum, troða henni í gatið þar sem hurðarhúnninn átti að vera og opna dyrnar. Við fórum þá aftur inn í eldhús og sáum að það var rétt að byrja að flæða upp úr eldhúsvaskinum þar sem við vorum að kæla bjórinn. (Ekki kominn ísskápur ennþá.) En það slapp nú.

Næst tek ég Leathermanninn með.

Ummæli

Mannsi sagði…
Til lukku með nýja húsið - ég er pínuruglaður í þessu, kem inn í miðja sögu ef svo má segja: hver er Rósa (hélt það væri kötturinn á myndinni, en það er Pjakkur?) - var við að ég er mjög ótryggur blogglesari og bloggari, en hef gaman að kíkka á þetta stundum, bendi þér á mig: mannsinn.blogspot.com (afar lítið og sjaldan, en það er þarna... ) og enn frekar solborg.blogspot.com þar sem fylgjast má með æstispennandi ævintýrum Sólborgar í Víetnam!

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2021

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2022

Feitibjörn tekur pásu