Við erum á undan áætlun með að verða á eftir áætlun
Það átti svoleiðis að taka á því um helgina, við vorum með plön um að klára eldhúsið og baðið, bara smá frágangur eftir á flísunum þar þó að reyndar ætlum við að hamast aðeins meira í eldhúsinu... allavegana þá varð lítið úr verki vegna forfalla þeirra sem ætluðu að hjálpa okkur. Við höldum samt áfram í dag (kvöld) og erum enn að stefna á að sofa fyrstu nóttina á morgun. Mér tókst að brjóta einn glugga af einskærri snilld, og fína loftljósið í holinu hrundi niður í gær, hékk bara á rafmagnsvírnum. Svo kemur Chris kallinn til okkar í kvöld og vonandi klárar hann meirihlutann af gólflistum. Þá er ekkert til fyrirstöðu að fara að moka inn húsgögnum.
Ég var að fatta hvað þessi póstur hlýtur að vera BORING fyrir alla aðra en mig. Þannig að ég er hættur.
Ég var að fatta hvað þessi póstur hlýtur að vera BORING fyrir alla aðra en mig. Þannig að ég er hættur.
Ummæli