Einar Farestveit? Bah!! Einar not so fucking great, more like!

Stundum er það þannig að brúðkaupsgjafir segja mikið um mann sjálfan, og um það hvað fólk heldur um mann. Til dæmis fengum við Rósa heila 4 blendera í brúðkaupsgjöf. Sem segir manni að margir halda að við gerum ekkert annað en að blanda Mojito og milkshake. Nema hvað. Við skiptum þeim náttúrulega (svona skrifar maður nottla krakkar!) út fyrir annað dót, og einn þeirra, sem var keyptur hjá Einari Farestveit, fékk að koma til okkar sem örbylgju- og blásturs0fn (og við borguðum 7.500 kr á milli). Nema við höfum ekki átt gripinn nema í 4 mánuði þegar böstast í honum peran. Peran sem lýsir hann upp að innan og leyfir manni að sjá hvað er að gerast inní ofninum. Og svo var líka eitt panel framaná honum, (hann er geðveikt (gegt) flottur, úr burstuðu stáli) sem var alltaf að losna af. Anyways. Loksins þegar við flytjum ætlum við með helvítið í viðgerð. Svo ég hringi í EF og spyr hvort maður þurfi að koma með gripinn til að skipta um peru. Það getur aðeins Dröfn skorið úr um, er mér sagt, og hún er í fríi í dag. Hringdu aftur á morgun. Svo ég hringi aftur á morgun. Nei, hún Dröfn kemur ekki fyrren á hádegi í dag, er mér sagt. Svo ég hringi eftir kl. 12. Ekkert svar. Greinilega lunch break. Og ég reyni aftur eftir kl. 13, en þá er mér sagt að Dröfn sé upptekin með kúnna. (Insert rude joke here, if you're that way inclined.) Svo ég bið um skilaboð, að hún hringi í mig þegar hún sé laus. Kl. 4 gefst ég upp og hringi aftur. Fæ sambandi við Dröfn. Æ já, ég var víst með nafnið þitt hér á miða, segir hún. Ekki koma með ofninn, skrúfaðu hann bara sundur, taktu peruna úr og þú færð nýja. Svo ég sendi Rósu með peruna. Hún segist vera með ónýta peru úr nýlegum ofni sem sé í ábyrgð. ÞÚ VEIST AÐ PERAN ER EKKI Í ÁBYRGÐ!!! öskra kerlingar á hana. Nújá. En hvað, eru einhverjir varahlutir í ábyrgð? Spyr hún. Og hvað með þennan panel sem er alltaf að detta af? Spyr hún. Ja, límdu hann bara á með dobbúlteipi, segja kerlingarnar. (Jájá, ef örbylgjuelementið fer, á maður þá að laga það með kennaratyggjói!!!???) Anyways, við fengum að borga 350 krónur fyrir peruna. Meðan Rósa beið, kom ungt par inn, já, við erum að spá í að kaupa ísskáp. Já, má bjóða ykkur kaffi? (Alveg eins og þegar við komum og vorum að kaupa, þá vorum við trítuð eins og royalty, en þegar draslið bilar og maður vill fá þjónustu, þá fær maður stærsta fokkjú síðan Davíð Oddsson gaf Bobby Fischer ríkisborgararétt og skolað þar með út öllum Bush-tippaostinum.)

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2021

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2022

Feitibjörn tekur pásu