17 mars 2005

Móðan mikla

Það er afar freistandi akkúrat núna að labba fram í anddyri skólans þar sem börnin bíða eftir að rútan komi til að keyra þau heim í fjörutíusekúndumetraaustnorðaustanbáli og öskra: ÞIÐ MUNUÐ ÖLL, ÞIÐ MUNUÐ ÖLL, ÞIÐ MUNUÐ ÖLL DEYJA!!!!

Það er nebbla búin að vera létt panik í gangi því í morgun fauk upp gluggi í eldhúsi skólans og fór í spón. Svo tók sig til eitt stykki tréborð sem staðið hefur á skólalóðinni frá landnámsöld og telst til friðaðra fornminja, og fauk beint á rúðu skrifstofunnar. Og fór í mél. Og rúðan fór í spað. Og nemendur fóru í klessu. Sumir grétu, aðrir hlógu, sumir voru soldið eins og Beavis þegar hann sér eld. Ein hringdi í fréttaskot DV, Fréttablaðið, og var að tala við fréttastjóra mbl.is þegar síminn var rifinn af henni af bálvondum kennara. 10 mínútum seinna var komin frétt á mbl.is og hálftíma seinna kom blaðamaður frá DV og yfirheyrði Snorra skólastjóra. Svo fauk stóll á svölunum á eina rúðuna á efri hæð. Stóllinn slapp ómeiddur en rúðan fór í mask. Og til að bæta gráu oná svart, þá var ein beygla sem var fúl yfir því að kennsla væri ekki felld niður að hún setti brunaviðvörunarkerfið í gang. Og þá fylltust gangar skólans af organdi sexárabekkingum sem voru sannfærðir um að dómsdagur væri í nánd. Ég gat nú ekki annað en flissað. Og dáðst að útsjónarsemi dömunnar litlu (hún er 169,5).

Núna horfi ég út um gluggann og þar sem ég er vanur að sjá Reykjavík hinumegin við sjóinn þá er núna eins og ég sé að horfa yfir móðuna miklu. Vindurinn feykir vatninu svo hratt að þetta lítur út eins og á, ekki haf. Og saltfokið er svo mikið að "áin" breytist í ský on the far side.

Ég og Chris vinur minn fórum hamförum í eldhúsinu mínu í gær, eins og sjá má á myndum hér að neðan.

1 ummæli:

Anna sagði...

svona er að vinna uppí sveit - maður veit aldrei hverju maður á von á !!! :o)