Færslur

Sýnir færslur frá júní, 2006

Tek allt aftur!

Ég er semsagt alls ekki getspakur. Ég spáði því að Argentína ynni Þýskaland í vítakeppni, og hið gagnstæða gerðist. Þannig að hér með endurskoða ég allar mínar spár. Úkraína vinnur Ítalíu 2-0. England tapar fyrir Portúgal, 0-1. Og Frakkar vinna Brasilíu e=mc2-2.

Átta lið eftir á HM

Mynd
Sjaldan hef ég talist getspakur maður. Vísa á fyrri póst um það hversu mikið ég hef lagt á mig á meðan á HM stendur, og bendi á að með hverjum bjór fær maður miða þar sem maður getur tippað á úrslit leikja. Ólíkt landafræðigetrauninni á bátnum til Amsterdam forðum þá hef ég ekki giskað rétt í eitt einasta skipti. Pamela Anderson virðist vera miklu klárari í þessu en ég (Sjáið bara!) því hún giskaði á 6 rétta af átta í síðustu umferð, og var reyndar bara með einn leik rangan því hún treysti sér ekki til að dæma um leik Hollands og Portúgal. Frekar en Valentin Ivanov. Fyrir ykkur sem vitið ekkert er hér mynd af Valentin. Hann er dómari. Dæmir fótboltaleiki. Illa. Til dæmis umræddan leik milli Hollands og Portúgals þar sem rauðu spjöldin voru fjórum sinnum fleiri en mörkin, og gulu spjöldin fjórum sinnum fleiri en rauðu spjöldin. Það kallast að bugast undir pressu. Þess má og geta að sami dómari dæmdi mikilvægan leik Íslendinga og Þjóðverja og stóðst ekki álagið þar heldur, því hann dæmd...

Queen of the Mountain 2 - Dragzilla goes down

Mynd
Eins og sumir muna kannski fórum við Georg upp á Esju í fyrrasumar og bjuggum til stuttmyndina "Drag-zilla, queen of the mountain" sem var notuð til að kynna Dragkeppni Íslands. Rökrétt framhald: Paragliding! Sjáið afraksturinn á Gauknum 9. ágúst.

Glerbrot í Paradís

Ég hef sennilega verið svona sjö ára þegar Össi í næsta húsi leyfði mér að heyra plötu með hljómsveitinni Paradís. Þetta voru Pétur Kristjáns, Bjöggi Gísla, Ásgeir Óskars og fleiri. Höfðu áður verið saman í hljómsveitinni Pelican, svo Paradís og upp úr henni var stofnuð Póker. Sautjánda júní áttu að vera tónleikar með Póker á skólalóð Melaskóla. Ég heimtaði að fara og sjá hetjurnar mínar. Pabbi og mamma samþykktu og keyrðu mig þangað. Um leið og ég steig út úr bílnum mætti mér ógnvekjandi sýn: mörg hundruð manns á rassgatinu, syngjandi Jibbí jei og ráfandi fram og tilbaka um skólalóðina þar sem ég var vanur að leika mér. Glerbrot á malbikuðum leikvellinum, bókstaflega út um allt. Fljótlega vildi ég komast heim. Þegar svo næsta skólaár byrjaði tók ég eftir því að örfín glerbrot höfðu þrýstst ofaní malbikið, og í minningunni voru þessi glerbrot alltaf þarna á skólalóðinni, alveg þangað til ég lauk sjötta bekk.
Mynd

Things to do when you're bored....

Mynd
Maður spyr sig..................

Sársauki

Gott fólk. Ég hef fótbrotnað. Ég hef dottið niður um hæð og rifið í sundur á mér handarkrikann. Ég hef handleggsbrotnað. Á báðum. Samtímis. Ég hef farið í klamydíuprufu með gömlu aðferðinni. Ég hef hlustað á Nylon. En ekkert. EKKERT. Kemst í líkingu við síðastliðna nótt. Ég hafði farið til tannlæknis fyrr um daginn. Í fyrsta sinn í sex ár. Síðasti tannlæknir var asni, segi ekki meir um það. En ég lét skipta um fyllingu í jaxli því hún var brotin og illa farin. Þegar ég kom heim, enn útúrdeyfður, varð mér á að bíta fast á jaxlinn. Og heyrði háan brest. Þegar svo deyfingin hvarf, tveimur tímum síðar, byrjaði að stigmagnast einhver svakalegasta tannpína veraldarsögunnar. Og hún stigmagnaðist ekki hægt. Samt lengi. Þannig að hún fór úr því að vera slæm í að eiga heima í Jobsbók. Ég kallaði til hjálpar og bæði mamma og tengdapabbi léðu Parkódín. Mér líður enn illa í lifrinni því ég tók svo mikið. Og upplifði hálftíma eða svo þar sem ég fann ekkert nema sársauka. Ég gat ekki talað, gat ekki ...

Þegar auglýsingateiknarar reyna að vera fyndnir

Mynd

Ekki er öllum gefið að.... reka fyrirtæki

Konan mín, til dæmis. Hún var verktaki hjá frænku sinni á snyrtistofu. Frænkan arðrændi hana í þrjú ár með því að hirða helming af allri innkomu sem Rósa skaffaði, en lét hana borga allan vaskinn. Sem þýddi að Rósa fékk 30 krónur af hverjum hundraðkalli sem hún vann sér inn. Svo var henni reiknaður tekjuskattur af heildinni þannig að eftir þrjú ár sat hún uppi með skuld við Tollstjóra upp á hálfa milljón. Og áttum okkur á einu: eigandi snyrtistofunnar lagði hart að Rósu að gera við mig kaupmála áður en hún giftist mér, svo ég gæti ekki hirt af henni peninga. Veltu því aðeins fyrir þér. En svo kemur að því að skattmann fer að rukka og Rósa gerir við hann samning. Samkvæmt honum á bakaríið sem Rósa var þá að vinna í að draga af henni extra tíuþúsundkall á mánuði sem á að ganga upp í skuldina. Hún er alveg einstaklega heppin með vinnuveitendur þessi kona. Eftir tíu mánuði kemur í ljós að bakaríið hefur fimm sinnum dregið af Rósu án þess að borga skattinum. Hin fimm skiptin var ekkert veri...

Ég var að lesa bók

eftir Andra Snæ. Þið vitið hvaða bók það er. Sjaldan sem maður les bók sem lætur mann hlæja, gráta og verða alveg ofsalega reiðan. Áður en ég las bókina leit ég á Framsóknarflokkinn sem aumkunarverðan og pirrandi. Nú langar mig að drepa alla í honum. Láttu bara rannsaka það að fólk langi til að drepa þig, Valgerður. Passaðu bara að spyrja ekki sjálfa þig AF HVERJU? En fyrir þá sem vilja skemmtilega sumarlesningu má smella hérna og komast í gott skap. Góði hirðirinn í fjármálaráðuneytinu segir að allt verði í fínasta lagi, bara ef við hættum að kaupa í matinn. Skemmtilegar hrókeringar í ríkisstjórninni alltaf. Valgerður fer úr iðnaðarráðuneyti í utanríkisráðuneyti, sem sagt hættir að hórast utan í evil fjölþjóðafyrirtækjum og fer í staðinn að hórast utan í evil herveldum. Samt er henni ekki treyst fyrir samræðum við kanann um varnarsamninginn, sennilega vegna þess að enginn treystir sér til að tékka á því hvort hún láti taka sig í rassgatið. Eins og það sjáist ekki á svipnum á henni la...

Pamela og Jessica komnar á móðurmálið

Linkur hér hægra megin. Góða skemmtun.

Gaman í kvöld

Mynd

KR vann og ég er ekki svekktur.

Blikar gerðu ekki árangursríka ferð á Skipaskaga í kvöld. Sem var ánægjulegt. Um daginn unnu Þjóðverjar Pólska með marki á lokasekúndum. Sem var svekkjandi. Í kvöld stóðu skítabjórkallarnir hans Immagaddusar í Skeljungshórunum fram í rauðan dauðann. En í lokin skoraði KR og Víkingur tapaði. He. He. He. He. He. He. Það er ekki oft sem maður fagnar KR-sigri. En Víkingur tapaði. He. He. He. He. He. He.

Þolir lifrin mín þrjár vikur í viðbót af HM?

Dagarnir hjá mér eru svona: Vakna kl. hálfsjö. Já, ég veit, ég er í sumarfríi og ætti að sofa út en það skýrist ef þú lest áfram. Les um leiki gærdagsins á netinu þangað til frúin vaknar. Helli upp á kaffi. Er furðu lítið timbraður miðað við. Skoða hvort Man Júnæted séu búnir að kaupa einhvern leikmann... bara einhvern, ég meina það. Spjalla við frúna og við snæðum morgunverð (oftast), svo fer hún í vinnuna um hálftíu. Sit áfram við tölvuna og vinn í leiklistarhátíð á Akureyri sem ég verð að vinna við í júlí. Fæ mér hádegismat. Gái til veðurs og ákveð hvort ég ætli að hjóla, labba eða taka strætó á Grand Rokk. Mæti á Grand Rokk kl. eitt. Opna efri hæðina, kveiki á skjávarpanum og fæ mér bjór. (Maður þarf að gera allt sjálfur á þessum fjandans stað, en það fyrirgefst því þarna er besti skjávarpinn í bænum. ) Hálfleikur. Pissa. Annan bjór. Staulast út undir bert loft um kl. þrjú, fer í ríkið og matarbúð ef með þarf, fer heim með pokana, gái til veðurs og ákveð hvort ég ætli að hjóla, lab...

Frelsi til sölu

Mynd
Al-Zarqawi er dauður. Kananum finnst mikilvægt að allir viti það og því var þessi mynd birt í heimspressunni. USA. Land of the free, home of the brave. Hvar væri mannkynið statt án þeirra? In other news, Iran lost to Mexico 3-1.

HM so far

Jæja, þá eru tveir dagar búnir af HM. Þetta er það sem mér hefur fundist só far... Þýskaland - betri en ég átti von á en ömurlegir í vörninni. Hingað til hefur mér alltaf hrútleiðst að horfa á Þjóðverja spila það sem þeir kalla knattspyrnu. Ef góður fótboltaleikur er eins og Charlie and the Chocolate Factory (litríkur, fullur af óvæntum uppákomum og skemmtilegum karakterum) þá er leikur með þýska landsliðinu eins og Schindler's List (langdreginn, svart-hvítur og veitir manni innsýn í grimmúðlegustu hliðar mannskepnunnar.) Með þessu áframhaldi verða skoruð mörg mörk í leikjum Þjóðverja en meirihluti þeirra munu koma frá andstæðingunum. Heppnir ef þeir komast í 8 liða úrslit. Costa Rica - hræðilega lélegir og munu varla fá stig. Skoruðu tvö gegn Þýskalandi sem segir meira um Þjóðverja en þessa Miðameríkubúa sem ég man að voru helvíti góðir á HM 1990. Pólland - aumingja Bogdan, Alicia, Mirek og allir hinir Pólverjarnir í Ferskum Kjötvörum. Tapa 2-0 fyrir Ecuador. Ég sá ekki leikinn, e...

Hættur að kenna... í bili

Jamm, í gær var síðasti dagurinn minn í vinnunni. Á miðvikudeginum hafði ég útskrifað tíunda bekkinn minn við hátíðlega athöfn. Samt soldið skrítið að ég var ekki beðinn um að segja nokkur orð við umsjónarbekkinn. Í staðinn töluðu bæði skólastjóri og aðstoðarskólastjóri en sá síðarnefndi kenndi víst þessum bekk (eða hluta hans) fyrir sex árum síðan og hélt því fram að flestir töluðu enn um bekkinn sem "bekkinn hans Snorra" -- nokkuð sem aldrei heyrðist ef einhver afskipti þurfti að hafa af bekknum í vetur. Þá var hann sko bekkurinn minn. En jæja, hvað um það. Það var í raun ekkert nema skemmtilegt að útskrifa þessa krakka. Flest hef ég þekkt síðan í áttunda bekk og það er frábært að sjá hvað þau hafa þroskast og fullorðnast á þessum árum. Tja, fyrir utan strákana sem hafa aðallega stækkað. Hólmar er auðvitað undantekningin þar, maður býst við að hann verði orðinn inspector scholae eftir nokkur ár. Og það eru fleiri upprennandi snillingar í hópnum: tvíburarnir, Adda, Nína, Se...

Þetta er bull-blogg. Skrolla niður, það er eitt mjög mikilvægt hér fyrir neðan!!!

Roger Ebert hefur búið til lista yfir 102 myndir sem enginn má missa af. Svo ég fór að gá. Myndir sem ég hef séð eru feitletraðar . Skemmtileg tilviljun: ég hef séð akkúrat helminginn, eða 51 mynd. Þær sem mér fannst góðar eru skáletraðar líka . Skemmtileg tilviljun: af 51 mynd sem ég hef séð finnst mér varið í helminginn, eða 25 (eflaust er ein sem mér fannst hálf-góð). Þetta segir mér: það er rétt stefna hjá mér að fara sjaldan í bíó. "2001: A Space Odyssey" (1968) Stanley Kubrick "The 400 Blows" (1959) Francois Truffaut "8 1/2" (1963) Federico Fellini "Aguirre, the Wrath of God" (1972) Werner Herzog "Alien" (1979) Ridley Scott "All About Eve" (1950) Joseph L. Mankiewicz "Annie Hall" (1977) Woody Allen "Apocalypse Now" (1979) Francis Ford Coppola* "Bambi" (1942) Disney "The Battleship Potemkin" (1925) Sergei Eisenstein "The Best Years of Our Lives" (1946) William Wyler "...

Hver vill bjarga lífi mínu?

Mynd
Ég heiti Keli. Ég fæddist á Bakka á Kjalarnesi og er bróðir Rasmusar heitins sem Bjössi og Rósa áttu en varð undir bíl á Suðurgötunni. Ég er 2ja ára gamall og afskaplega blíður og kelinn. Kannski er ég þess vegna kallaður Keli. Veit allavega ekki til þess að ég sé skráður í þjóðskrá sem Þorkell eða Hrafnkell. Anyways. Eigandinn minn, sem er vinkona Bjössa, getur ekki haft mig lengur af óviðráðanlegum ástæðum. Það eru grimmileg örlög, sem oft verða katta en sjaldan fólks. Ég átti pantaðan tíma í svæfingu í morgun en var bjargað á síðustu stundu í þeirri von að einhver myndi vilja taka mig að sér. Vonandi svarar einhver, annars enda ég í gasklefanum. Immagaddus hefur löglega afsökun. En ef einhver les þetta og langar í kött, eða þekkir einhvern sem langar í kött, þá lifi ég.

Síðasta vorferðin mín

Fór með 10. bekknum mínum í geggjaða vorferð nú í vikunni. 3 dagar á suðausturlandi, Jökulsárlón, Ingólfshöfði, klettaklifur og fleira skemmtilegt. Bara gaman en alveg eins og í fyrra, þegar við fórum á Snæfellsnesið, þá kem ég sárlasinn til baka. Ég er greinilega ekki hannaður fyrir vosbúð. Í þetta sinn var ég samt voða vel klæddur og búinn, en allt kom fyrir ekki. Sennilega hefur útslagið verið gert í göngunni um Ingólfshöfða. Það var frábært að koma þangað en veðrið var í einu orði sagt: algerlega fokking ömurlegt. Ókei þetta voru þrjú orð. Þannig að ég mæti ekki í vinnu í dag. Ætla að nota daginn að vinna í mínum málum fyrir næsta vetur. Er þegar búinn að fá inngöngu í félagsvísindadeild HÍ og verð í 30 eininga kennsluréttindanámi næsta vetur en mér finnst það ekki nóg. Maður er svo agalega dúlegur! Þannig að ég ætla að skrá mig í ensku í hugvísindadeild líka. Bara að velta fyrir mér hvort ég eigi að fara í diplómanám sem heitir "hagnýt enska fyrir atvinnulífið" (sem væri...