02 júní 2006

Síðasta vorferðin mín

Fór með 10. bekknum mínum í geggjaða vorferð nú í vikunni. 3 dagar á suðausturlandi, Jökulsárlón, Ingólfshöfði, klettaklifur og fleira skemmtilegt. Bara gaman en alveg eins og í fyrra, þegar við fórum á Snæfellsnesið, þá kem ég sárlasinn til baka. Ég er greinilega ekki hannaður fyrir vosbúð. Í þetta sinn var ég samt voða vel klæddur og búinn, en allt kom fyrir ekki. Sennilega hefur útslagið verið gert í göngunni um Ingólfshöfða. Það var frábært að koma þangað en veðrið var í einu orði sagt: algerlega fokking ömurlegt. Ókei þetta voru þrjú orð.

Þannig að ég mæti ekki í vinnu í dag. Ætla að nota daginn að vinna í mínum málum fyrir næsta vetur. Er þegar búinn að fá inngöngu í félagsvísindadeild HÍ og verð í 30 eininga kennsluréttindanámi næsta vetur en mér finnst það ekki nóg. Maður er svo agalega dúlegur! Þannig að ég ætla að skrá mig í ensku í hugvísindadeild líka. Bara að velta fyrir mér hvort ég eigi að fara í diplómanám sem heitir "hagnýt enska fyrir atvinnulífið" (sem væri létt og löðurmannlegt, og ég er löðumaður eins og allir vita) eða hvort ég eigi að vera extra dúlegur og fara í M.Paed-nám.

Læt vita þegar ég er búinn að ákveða mig.

Feitibjörn er slappur í dag.

Engin ummæli: