Ég var að lesa bók

eftir Andra Snæ. Þið vitið hvaða bók það er. Sjaldan sem maður les bók sem lætur mann hlæja, gráta og verða alveg ofsalega reiðan. Áður en ég las bókina leit ég á Framsóknarflokkinn sem aumkunarverðan og pirrandi. Nú langar mig að drepa alla í honum. Láttu bara rannsaka það að fólk langi til að drepa þig, Valgerður. Passaðu bara að spyrja ekki sjálfa þig AF HVERJU?

En fyrir þá sem vilja skemmtilega sumarlesningu má smella hérna og komast í gott skap. Góði hirðirinn í fjármálaráðuneytinu segir að allt verði í fínasta lagi, bara ef við hættum að kaupa í matinn.

Skemmtilegar hrókeringar í ríkisstjórninni alltaf. Valgerður fer úr iðnaðarráðuneyti í utanríkisráðuneyti, sem sagt hættir að hórast utan í evil fjölþjóðafyrirtækjum og fer í staðinn að hórast utan í evil herveldum. Samt er henni ekki treyst fyrir samræðum við kanann um varnarsamninginn, sennilega vegna þess að enginn treystir sér til að tékka á því hvort hún láti taka sig í rassgatið. Eins og það sjáist ekki á svipnum á henni langar leiðir að hún lætur taka sig í rassgatið.

Í staðinn fyrir hana kemur maður sem skv. frétt í gær er með prófgráðu frá bandarískum háskóla sem hægt er að lesa um hér að var bréfaskóli þar sem menn voru prófaðir í síma, og virkar svona álíka traustvekjandi og e-mailin sem maður fær stundum frá Nígerískum svindlurum sem lofa gulli og grænum skógum í skiptum fyrir kreditkortanúmer. Alltílagi með það, segir nýi ráðherrann, ég hef aldrei notað þessar gráður til þess að fá neina stöðu. Sem þýðir að stúdentsprófið nægir til að verða fyrst Seðlabankastjóri og svo ráðherra. Right.

Svo var þriðji umhverfisráðherrann að taka við, sú sem kom á milli hennar og Sivjar stoppaði svo stutt við og gerði svo lítið að ráðuneytisstjórinn man ekki hver hún var, og þá enn síður ég. En Siv blessunin er komin í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið. Hætt að níðast á landinu og tekin til við að níðast á öldruðum og sjúkum. Flott.

Feitibjörn er fullur af réttlátri reiði í dag.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2021

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2022

Feitibjörn tekur pásu