Glerbrot í Paradís
Ég hef sennilega verið svona sjö ára þegar Össi í næsta húsi leyfði mér að heyra plötu með hljómsveitinni Paradís. Þetta voru Pétur Kristjáns, Bjöggi Gísla, Ásgeir Óskars og fleiri. Höfðu áður verið saman í hljómsveitinni Pelican, svo Paradís og upp úr henni var stofnuð Póker.
Sautjánda júní áttu að vera tónleikar með Póker á skólalóð Melaskóla. Ég heimtaði að fara og sjá hetjurnar mínar.
Pabbi og mamma samþykktu og keyrðu mig þangað. Um leið og ég steig út úr bílnum mætti mér ógnvekjandi sýn: mörg hundruð manns á rassgatinu, syngjandi Jibbí jei og ráfandi fram og tilbaka um skólalóðina þar sem ég var vanur að leika mér.
Glerbrot á malbikuðum leikvellinum, bókstaflega út um allt.
Fljótlega vildi ég komast heim.
Þegar svo næsta skólaár byrjaði tók ég eftir því að örfín glerbrot höfðu þrýstst ofaní malbikið, og í minningunni voru þessi glerbrot alltaf þarna á skólalóðinni, alveg þangað til ég lauk sjötta bekk.
Sautjánda júní áttu að vera tónleikar með Póker á skólalóð Melaskóla. Ég heimtaði að fara og sjá hetjurnar mínar.
Pabbi og mamma samþykktu og keyrðu mig þangað. Um leið og ég steig út úr bílnum mætti mér ógnvekjandi sýn: mörg hundruð manns á rassgatinu, syngjandi Jibbí jei og ráfandi fram og tilbaka um skólalóðina þar sem ég var vanur að leika mér.
Glerbrot á malbikuðum leikvellinum, bókstaflega út um allt.
Fljótlega vildi ég komast heim.
Þegar svo næsta skólaár byrjaði tók ég eftir því að örfín glerbrot höfðu þrýstst ofaní malbikið, og í minningunni voru þessi glerbrot alltaf þarna á skólalóðinni, alveg þangað til ég lauk sjötta bekk.
Ummæli