02 júní 2006

Hver vill bjarga lífi mínu?


Ég heiti Keli. Ég fæddist á Bakka á Kjalarnesi og er bróðir Rasmusar heitins sem Bjössi og Rósa áttu en varð undir bíl á Suðurgötunni. Ég er 2ja ára gamall og afskaplega blíður og kelinn. Kannski er ég þess vegna kallaður Keli. Veit allavega ekki til þess að ég sé skráður í þjóðskrá sem Þorkell eða Hrafnkell. Anyways. Eigandinn minn, sem er vinkona Bjössa, getur ekki haft mig lengur af óviðráðanlegum ástæðum. Það eru grimmileg örlög, sem oft verða katta en sjaldan fólks. Ég átti pantaðan tíma í svæfingu í morgun en var bjargað á síðustu stundu í þeirri von að einhver myndi vilja taka mig að sér. Vonandi svarar einhver, annars enda ég í gasklefanum.

Immagaddus hefur löglega afsökun.

En ef einhver les þetta og langar í kött, eða þekkir einhvern sem langar í kött, þá lifi ég.

Engin ummæli: