Ferlegt slys
Aumingja mamma. Hún var að taka úr uppþvottavélinni um daginn, snéri sér við með fangið fullt af skálum, steig ofan í kattardall og rann til. Skálarnar þeyttust um allt gólf, en brotnuðu ekki. En hún rak síðuna harkalega í borðplötuna. Og var hjá sjúkraþjálfa í dag (útaf hálshnykknum þegar var keyrt á hana um daginn) sem sagði að hún væri rifbeinsbrotin. Sjálfur var ég hjá lækni í dag. Er nebbla búinn að vera frá vinnu vegna veikinda í 10 daga. Hann sagði að ég væri með sýkingu í nasaholum, sem ég þarf að fara í aðgerð út af í janúar. Auk þess að sýklalyfið sem ég hef verið að taka sé ekki að virka og lét mig fá nýtt. Vottorð frá vinnu fram yfir helgi takk fyrir. Tvær manneskjur í sitthvorri íbúðinni stinga nálum í dúkkur. Feitibjörn spáir: endalokin nálgst