Færslur

Sýnir færslur frá júní, 2005

Dragkeppnin

Dragkeppni Íslands 2005 Skráning er hafin í Dragkeppni Íslands 2005 og er hægt að senda skráningu á netfangið dragkeppni@visir.is fram til 15. júlí. Eins og alltaf er nýjung á ferðinni í ár. Nú gefst stelpunum kostur á að vera með – semsagt DRAGDROTTNINGAR gegn DRAGKÓNGUM!!! Í ár mun Dragkeppni Íslands kick-starta Hinsegin Dögum, og verður hún haldin á Gauki á Stöng miðvikudaginn 3. ágúst. ATH: það er semsagt strax eftir Verslunarmannahelgi! Við ítrekum að skráning er hafin og hvetjum stelpurnar sérstaklega til að láta til sín taka!

Nokkrar myndir frá Spáni

Mynd
...af því að nú er ég loksins kominn með ADSL og það tekur ekki lengur þrjár vikur að öpplóda einni helvítis mynd... :-p

Svona fer fyrir þeim sem sofna í sólbaði...

Mynd
Sjá meðfylgjandi mynd.

Romm í Karabíska

Það rifjaðist upp fyrir mér enn ein ferðasagan meðan ég dvaldi á Spáni. Það var reyndar fínt á Spáni, því miður ekki nóg hægt að djamma akkúrat þar sem við vorum þannig að það var mest slappað af, drukkið skítbillegt (og drulluvont) léttvín og dormað í sólbaði. En það er nú ekki efni í mikla sögu þannig að hér kemur ein betri. Í fyrri brúðkaupsferðinni minni... já, ég hef semsagt verið giftur áður, ég er ekki að meina að ég og Rósa höfum farið í fleiri en eina brúðkaupsferð... eyddi ég tveim mjög lærdómsríkum vikum á eyjunni Saint Lucia sem er suðaustarlega í Karabíska hafinu, ekki mjög langt frá ströndum S-Ameríku og svo nálægt Atlantshafinu að veðrátta á eyjunni (sem er á stærð við Grímsey) er gjörólík eftir því hvorumegin þú ert: sólarströnd vestan megin en rokrassgat frá helvíti á þeirri hlið sem snýr að úthafinu. Í þessari ferð lærði ég heilmikið, t.d. um nýju eiginkonuna mína (kannski ekki seinna vænna) og fjölskyldu hennar, sem hafði víst verið gefin þessi eyja af Louis XVI og b...

Kominn í edik!

Ein paeling: (eg er ad skrifa i utlondum) allsstadar er haegt ad finna leidbeiningar um hvernig a ad segja einfoldustu og algengustu setningar a spaensku. Takk, hvad kostar?, einn bjor takk, osfrv. EN HVERGI FINNST HVERNIG A AD SEGJA NEI TAKK!!! madur er ad verda vitlaus a ollum gotusolunum sem reyna ad selja manni glingur og drasl, allt annad en madur vill fa ad kaupa hja gotusolum....

Enn ein ferðasaga í veganesti, svo er ég farinn til Spánar að sækja efni í fleiri ferðasögur

Þegar ég kom til Eistlands árið 1994 hafði strax mikið breyst. Eistar voru farnir að fatta að það var hægt að græða á ferðamönnum, þannig að flestir voru búnir að læra ensku, en það var ekki eins og allir væru búnir að fara í þjónaskóla. Maður gekk inn á restaurant og fann greinilega að maður var að trufla þjóninn. Og á einum bar varð mér það á að biðja um bjór. Hafði lært fyrr sama dag á einhverri outdoors tónlistarhátíð (þar sem flestar hljómsveitirnar voru lókal og aðalhljóðfærið var ennþá harmonikkan) að panta bjór á Eistnesku og ætlaði að monta mig. Palaún ölú? spurði ég barþjóninn (ef ég hefði viljað tvo bjóra hefði ég sagt Palaún kaks ölú, því Eistneska er skyld finnsku), en barþjónninn horfði á mig og sagði það sama og hollenska stelpan í Grolsch auglýsingunni: no cerveza! Auðvitað ekki á spænsku, en þar sem ég er málamaður mikill gat ég skilið að Nje ölú þýddi að það var engann bjór að fá. Í staðinn bauðst vodka. Í 3dl glasi. Án klaka. Án blands. Og kostaði innan við...

Hollendingurinn með marblettina

Enn ein ferðasagan, reyndar bara brot af annarri miklu lengri ferðasögu. Steig frá borði á lestarstöðinni í Riga, Lettlandi. Gekk upp að mér ungur maður allkrambúleraður og spurði hvort ég talaði ensku, en það gerðu þá mjög fáir í Lettlandi. Sagðist vera á leið heim til Hollands eftir árs veru í Moskvu. Hafði stoppað í Eistlandi daginn áður, og látið nokkra durga lokka sig inn í húsasund, þar sem þeir börðu hann í klessu og stálu: peningunum, kreditkortunum, myndavélinni og CD-spilaranum. Hafði þessi Hollendingur (sem hét eitthvað frekar asnalegt, Joakim van Fahrvergnugen minnir mig) staulast út úr húsasundinu, og gengið beint á hóp manna, og beðið um hjálp. Jújú, við skulum hjálpa sögðu þeir, komdu með okkur hér inn í húsasundið. Og þar börðu þeir hann í klessu (aftur) og stálu: póstkortunum hans, ljósmyndunum frá Moskvu, exemlyfjunum, frímerkjunum, sólgleraugunum og skónum. Ég get vottað að þessi gaur var svo leiðinlegur að eftir korter var ég komin á fremsta hlunn með að lokk...

Maggi var á undan mér!

blessaåur, mun koma til iceland 3-11 júlí en verå meå börn og buru svo ég býst ekki viå aå geta kikkaå á thig, en amsterdam, var thad ekki einhvernvegin svona ----- Allt byrjadi á ad Bjössi hringdi... Á þeim tímum bjó Bjössi í Stokkhólmi, en ég í Gautaborg, vid áttum til lesta yfir Svítjód til hvors annars í blautlegar helgarferdir. Núnú, Bjössi hafdi rekist á auglýsingu um sérlega billegar dagsferdir frá Gautaborg till Amsterdamn og eftir mikla yfirtalningu og útlýsingar um ágaeti amsturdamns þá gerdist ég tilkippilegur, Mig minnir ad vid höfum hafid ferd daginn fyrir yfirlýstan ferdatíma med drykkju, og ad vid höfum verid eitþvad hálfgegnsæir þegar átti ad manna bátinn, vid vorum svona í seinna laginu, komnir nidur á centralstation þegar Bjössi spyr mig hvar ég sé med vegabréfid. Vegabréf? omg ekki hafði ég paelt í því... Við tökum leigubíl heim til mín, hefjum daudaleit á vegbréfinu, finnum það að lokum, leigubíll tekinn ad bátnum, sem er náttúrlega við það að fara frá landi. Segi...

Upphitun fyrir Amsterdamsöguna

Hér kemur stutt saga sem ég var orðinn of uppgefinn til að bæta aftan við þessa löngu löngu. Hún gerist í Amríku eins og sú fyrri, og tengist bíltúr. Í þetta sinn var förinni heitið til Boston, þar sem vinur minn Danny var við nám. Bíltúrinn var alls ekki eins langur og sá til Florida, en lengri en ég átti von á þrátt fyrir það. Ég lagði af stað uppúr hádegi og hélt að ég yrði kominn um kvöldmat en það var sko aldeilis ekki. Leiðin lá frá Pittsburgh, eftir hrikalegum vegi sem kallast Pennsylvania Turnpike, og var byggður held ég sem aðal samgönguæð þeirra í fylkinu frá austri til vesturs. Helvítið er ekki malbikað, heldur steypt, sem gerir að verkum að maður er kominn með syngjandi hausverk strax eftir hálftíma. Og alls ók ég eftir þessum ófögðnuði í eina fjóra klukkutíma með litlum pásum. Rétt áður en komið er til Philadelphiu beygir maður til vinstri (í norðurátt) og stefnir á New York. En í stað þess að fara inn í og í gegnum þá frábæru borg þá heldur maður áfram í norður, þ...

Önnur ferðasaga tengd lögreglunni...

Það vill svo til að ég á nokkuð margar ferðasögur, sem kannski fá að rata hér inn. Svo vill þannig til að í flestum mínum ferðasögum koma laganna verðir við sögu. Ég er meiraðsegja að muna eftir einni helvíti góðri núna, sem er ekki sú sem ég ætlaði upphaflega að setja inn. Byrjum á þeirri sem ég hafði fyrst í huga, svo sé ég til hvort ég nenni hinni eða kem með hana seinna. Báðar gerast í Bandaríkjunum, þegar ég var þar við nám á árunum 1989-91. Amerískir háskólar eiga sér til hefð sem kallast Spring Break. Sem byggist upp á því að allir háskólanemar landsins a) fara til Florida, b) drekka sig fulla og c) láta ríða sér. Það líður sjaldnast langur tími á milli a) og b) en þar sem kanar eru miklar teprur þarf oft mjög mikið af b) áður en c) kemur til skjalanna. Mitt fyrsta (og eina) Spring Break hófst þannig að vinir mínir tveir, Sila (frá Samoa) og Marquet (frá Fiji) sögðu mér að þeir ætluðu að fljúga til West Palm Beach í Florida til að kíkja á stelpurnar. Ég lét mér fátt um f...

Ferðasögur og fleira...

Komiði sæl! Nú er ég búinn að liggja í flensu í tvo sólarhringa, eftir allsvakalega útskriftarferð með 10. bekk sem gekk bara allbærilega. Smá ferðasaga. Við lögðum í hann á mánudagsmorgun eftir dúk og disk. Ég og Þorsteinn að skipuleggja, þannig að það var aldrei von um að það yrði farið á mínútunni, þetta var meira svona: já, þá er held ég allt komið, best að fá sér einn kaffibolla... svo meðan við drukkum kaffið: heyrðu, væri nú ekki gaman að hafa með sér (eitthvað)... og svo var náð í það eitthvað og svo annar kaffibolli... við lögðum samt af stað fyrir hádegi sem mér fannst bara nokkuð vel af sér vikið miðað við tvo moðhausa eins og okkur. Það var byrjað á því að fara að Deildartunguhver. Hann er vatnsmesti hver á Íslandi. Hver? Já. Nei, hver? Já, ég sagði það, hver. Hver er vatnsmestur?... osfrv. þetta er hætt að vera fyndið. En það keyptum við tómata. Sem var ágætt því ég hafði gleymt að taka með mér nesti og torgaði einum 30, eða réttara sagt 29 því ég gaf Þorsteini...