Dragkeppnin
Dragkeppni Íslands 2005 Skráning er hafin í Dragkeppni Íslands 2005 og er hægt að senda skráningu á netfangið dragkeppni@visir.is fram til 15. júlí. Eins og alltaf er nýjung á ferðinni í ár. Nú gefst stelpunum kostur á að vera með – semsagt DRAGDROTTNINGAR gegn DRAGKÓNGUM!!! Í ár mun Dragkeppni Íslands kick-starta Hinsegin Dögum, og verður hún haldin á Gauki á Stöng miðvikudaginn 3. ágúst. ATH: það er semsagt strax eftir Verslunarmannahelgi! Við ítrekum að skráning er hafin og hvetjum stelpurnar sérstaklega til að láta til sín taka!