Romm í Karabíska
Það rifjaðist upp fyrir mér enn ein ferðasagan meðan ég dvaldi á Spáni. Það var reyndar fínt á Spáni, því miður ekki nóg hægt að djamma akkúrat þar sem við vorum þannig að það var mest slappað af, drukkið skítbillegt (og drulluvont) léttvín og dormað í sólbaði. En það er nú ekki efni í mikla sögu þannig að hér kemur ein betri.
Í fyrri brúðkaupsferðinni minni... já, ég hef semsagt verið giftur áður, ég er ekki að meina að ég og Rósa höfum farið í fleiri en eina brúðkaupsferð... eyddi ég tveim mjög lærdómsríkum vikum á eyjunni Saint Lucia sem er suðaustarlega í Karabíska hafinu, ekki mjög langt frá ströndum S-Ameríku og svo nálægt Atlantshafinu að veðrátta á eyjunni (sem er á stærð við Grímsey) er gjörólík eftir því hvorumegin þú ert: sólarströnd vestan megin en rokrassgat frá helvíti á þeirri hlið sem snýr að úthafinu.
Í þessari ferð lærði ég heilmikið, t.d. um nýju eiginkonuna mína (kannski ekki seinna vænna) og fjölskyldu hennar, sem hafði víst verið gefin þessi eyja af Louis XVI og búið þar alla tíð síðan. Eina hvíta fjölskyldan á eynni í 200 ár, þó vissulega hafi eitthvað verið blandað blóði við svörtu frumbyggjana. Sem olli ættgengri geðveiki. Þetta voru semsagt ekki bara slæmir túrverkir.
Afi konunnar minnar (sorrý ég fæ mig enn í dag varla til að nefna hana á nafn) hafði látist vofeiflega í útreiðartúr til dæmis. Hann reið fram á stóran klett, og þegar hann komst ekki framhjá honum brjálaðist hann og réðist á Grettistakið með þeim afleiðingum að hann reif í sér miltað og dó af innvortis blæðingum.
Ferðin var samt ekki alslæm. Við gerðum mikið af því að stelast gegnum skógarkjarr inn á prívat baðströnd á hóteli við hliðina á ættarsetrinu þar sem við bjuggum, gefa þar upp feik herbergisnúmer og sturta í okkur ómældum fríum Banana Daiquirium. Sem ég mæli eindregið með við öll tækifæri, nema þá helst ef geðsjúkur kvenmaður er í för.
Og eitt skiptið fórum við í ævintýraferð á lókal götupartí sem kallast á þessum stað "jump up". Minnti töluvert á Þjóðhátíð, nema það var talsvert heitara. Og heimamenn allir svartir. En Vestmannaeyjingar eru nú einu sinni negrar Íslands. Þar gaf sig á tal við okkur náungi sem krafðist þess að mega sýna okkur gestrisni sína og bjóða okkur í glas. Við vorum dregin inn í tjald þar sem var fullbúinn bar en ekkert í boði nema heimabruggað romm. 80% proof. Það rann fljótlega upp fyrir mér að hér átti að ræna okkur. Og hugsanlega að drepa mig og nauðga kellingunni. Eftir á að hyggja hefðu það reyndar ekki verið svo slæm býtti fyrir mig, en at the time var ég ekki til í slíkt. Og því kom upp í mér íslenski alkavíkingurinn. Ég skellti í mig glasi eftir glasi af romminu en þráaðist við að missa meðvitund eins og gestgjafarnir voru greinilega að bíða eftir.
Þegar flaskan var orðin tóm fóru að renna fleiri en tvær grímur á veisluhaldarana. Nú fóru að heyrast háværar raddir um greiðslu fyrir drykkina (sem höfðu átt að vera í boði hússins... eða tjaldsins) og menn orðnir frekar æstir í pening. Ég sá að það voru einna helst tveir möguleikar í stöðunni. Annað hvort að taka sénsinn að hlaupa (sem var fellt fljótlega, enda rommið góða ekki alveg óáfengt) eða það sem ég á endanum gerði. Ég útskýrði að við værum ekki með peninga á okkur, þeir væru allir á gististað okkar, en við ættum nóg af þeim og værum alveg til í að skreppa að ná í þá. Þeir voru því miður ekki alveg svo vitlausir.
Einn þeirra fékk þá hugmynd. Vinur hans væri leigubílstjóri, hann gæti skutlað okkur þangað. Ef við værum til í að borga fyrir aksturinn líka! Og á hvaða hóteli værum við eiginlega. Ég sagði eins og var, að við gistum ekki á hóteli, heldur á gistiheimili ömmu konu minnar, og vegna skyldleika værum við á allsérstökum díl, og hefðum gistiheimilið alveg fyrir okkur sjálf. Nú lyftust margar dökkar brúnir samtímis, og skyndilega var það orðin besta hugmyndin að allir hrúguðust saman í bílinn og kæmu með okkur.
Þegar við komum að læstu hliði við innganginn að lóð gistiheimilisins datt mér snjallræði í hug. Ég sagði við konuna að lykillinn að hliðinu hefði gleymst inni í húsi. Hún yrði bara að klifra yfir grindverkið og ná í lykilinn svo við gætum hleypt "vinum" okkar innfyrir. Sem betur fer skildi hún hvað ég var að meina, prílaði yfir hliðið og hvarf út í myrkrið. Ég kveikti mér í sígarettu og beið.
Þegar kortér var liðið var bandíttunum farið að leiðast mjög, og spurðu mig í þaula hvar frúin væri eiginlega. "Women, you know!" svaraði ég, "I'll find out." Og vatt mér yfir hliðið, og hljóp eins hratt og ég gat í átt að húsinu. En í stað þess að fara að dyrunum stakk ég mér á bak við húsið þar sem sólpallurinn var, og viti menn, þar stóðu opnar dyr og inni var allt slökkt. Ég skaust innfyrir dyrnar, læsti þeim, og við eyddum næsta hálftímanum í að sötra romm og kók (40% að þessu sinni) til að róa okkur niður, og flissa meðan við horfðum á þessa misheppnuðu ræningja vafra kringum bílinn sinn og svipast um eftir mannaferðum. Að lokum gáfust þeir upp og óku á brott.
Í fyrri brúðkaupsferðinni minni... já, ég hef semsagt verið giftur áður, ég er ekki að meina að ég og Rósa höfum farið í fleiri en eina brúðkaupsferð... eyddi ég tveim mjög lærdómsríkum vikum á eyjunni Saint Lucia sem er suðaustarlega í Karabíska hafinu, ekki mjög langt frá ströndum S-Ameríku og svo nálægt Atlantshafinu að veðrátta á eyjunni (sem er á stærð við Grímsey) er gjörólík eftir því hvorumegin þú ert: sólarströnd vestan megin en rokrassgat frá helvíti á þeirri hlið sem snýr að úthafinu.
Í þessari ferð lærði ég heilmikið, t.d. um nýju eiginkonuna mína (kannski ekki seinna vænna) og fjölskyldu hennar, sem hafði víst verið gefin þessi eyja af Louis XVI og búið þar alla tíð síðan. Eina hvíta fjölskyldan á eynni í 200 ár, þó vissulega hafi eitthvað verið blandað blóði við svörtu frumbyggjana. Sem olli ættgengri geðveiki. Þetta voru semsagt ekki bara slæmir túrverkir.
Afi konunnar minnar (sorrý ég fæ mig enn í dag varla til að nefna hana á nafn) hafði látist vofeiflega í útreiðartúr til dæmis. Hann reið fram á stóran klett, og þegar hann komst ekki framhjá honum brjálaðist hann og réðist á Grettistakið með þeim afleiðingum að hann reif í sér miltað og dó af innvortis blæðingum.
Ferðin var samt ekki alslæm. Við gerðum mikið af því að stelast gegnum skógarkjarr inn á prívat baðströnd á hóteli við hliðina á ættarsetrinu þar sem við bjuggum, gefa þar upp feik herbergisnúmer og sturta í okkur ómældum fríum Banana Daiquirium. Sem ég mæli eindregið með við öll tækifæri, nema þá helst ef geðsjúkur kvenmaður er í för.
Og eitt skiptið fórum við í ævintýraferð á lókal götupartí sem kallast á þessum stað "jump up". Minnti töluvert á Þjóðhátíð, nema það var talsvert heitara. Og heimamenn allir svartir. En Vestmannaeyjingar eru nú einu sinni negrar Íslands. Þar gaf sig á tal við okkur náungi sem krafðist þess að mega sýna okkur gestrisni sína og bjóða okkur í glas. Við vorum dregin inn í tjald þar sem var fullbúinn bar en ekkert í boði nema heimabruggað romm. 80% proof. Það rann fljótlega upp fyrir mér að hér átti að ræna okkur. Og hugsanlega að drepa mig og nauðga kellingunni. Eftir á að hyggja hefðu það reyndar ekki verið svo slæm býtti fyrir mig, en at the time var ég ekki til í slíkt. Og því kom upp í mér íslenski alkavíkingurinn. Ég skellti í mig glasi eftir glasi af romminu en þráaðist við að missa meðvitund eins og gestgjafarnir voru greinilega að bíða eftir.
Þegar flaskan var orðin tóm fóru að renna fleiri en tvær grímur á veisluhaldarana. Nú fóru að heyrast háværar raddir um greiðslu fyrir drykkina (sem höfðu átt að vera í boði hússins... eða tjaldsins) og menn orðnir frekar æstir í pening. Ég sá að það voru einna helst tveir möguleikar í stöðunni. Annað hvort að taka sénsinn að hlaupa (sem var fellt fljótlega, enda rommið góða ekki alveg óáfengt) eða það sem ég á endanum gerði. Ég útskýrði að við værum ekki með peninga á okkur, þeir væru allir á gististað okkar, en við ættum nóg af þeim og værum alveg til í að skreppa að ná í þá. Þeir voru því miður ekki alveg svo vitlausir.
Einn þeirra fékk þá hugmynd. Vinur hans væri leigubílstjóri, hann gæti skutlað okkur þangað. Ef við værum til í að borga fyrir aksturinn líka! Og á hvaða hóteli værum við eiginlega. Ég sagði eins og var, að við gistum ekki á hóteli, heldur á gistiheimili ömmu konu minnar, og vegna skyldleika værum við á allsérstökum díl, og hefðum gistiheimilið alveg fyrir okkur sjálf. Nú lyftust margar dökkar brúnir samtímis, og skyndilega var það orðin besta hugmyndin að allir hrúguðust saman í bílinn og kæmu með okkur.
Þegar við komum að læstu hliði við innganginn að lóð gistiheimilisins datt mér snjallræði í hug. Ég sagði við konuna að lykillinn að hliðinu hefði gleymst inni í húsi. Hún yrði bara að klifra yfir grindverkið og ná í lykilinn svo við gætum hleypt "vinum" okkar innfyrir. Sem betur fer skildi hún hvað ég var að meina, prílaði yfir hliðið og hvarf út í myrkrið. Ég kveikti mér í sígarettu og beið.
Þegar kortér var liðið var bandíttunum farið að leiðast mjög, og spurðu mig í þaula hvar frúin væri eiginlega. "Women, you know!" svaraði ég, "I'll find out." Og vatt mér yfir hliðið, og hljóp eins hratt og ég gat í átt að húsinu. En í stað þess að fara að dyrunum stakk ég mér á bak við húsið þar sem sólpallurinn var, og viti menn, þar stóðu opnar dyr og inni var allt slökkt. Ég skaust innfyrir dyrnar, læsti þeim, og við eyddum næsta hálftímanum í að sötra romm og kók (40% að þessu sinni) til að róa okkur niður, og flissa meðan við horfðum á þessa misheppnuðu ræningja vafra kringum bílinn sinn og svipast um eftir mannaferðum. Að lokum gáfust þeir upp og óku á brott.
Ummæli