Hollendingurinn með marblettina

Enn ein ferðasagan, reyndar bara brot af annarri miklu lengri ferðasögu. Steig frá borði á lestarstöðinni í Riga, Lettlandi. Gekk upp að mér ungur maður allkrambúleraður og spurði hvort ég talaði ensku, en það gerðu þá mjög fáir í Lettlandi. Sagðist vera á leið heim til Hollands eftir árs veru í Moskvu. Hafði stoppað í Eistlandi daginn áður, og látið nokkra durga lokka sig inn í húsasund, þar sem þeir börðu hann í klessu og stálu: peningunum, kreditkortunum, myndavélinni og CD-spilaranum. Hafði þessi Hollendingur (sem hét eitthvað frekar asnalegt, Joakim van Fahrvergnugen minnir mig) staulast út úr húsasundinu, og gengið beint á hóp manna, og beðið um hjálp. Jújú, við skulum hjálpa sögðu þeir, komdu með okkur hér inn í húsasundið. Og þar börðu þeir hann í klessu (aftur) og stálu: póstkortunum hans, ljósmyndunum frá Moskvu, exemlyfjunum, frímerkjunum, sólgleraugunum og skónum.

Ég get vottað að þessi gaur var svo leiðinlegur að eftir korter var ég komin á fremsta hlunn með að lokka hann inn í húsasund, berja hann í klessu og stela af honum eyrunum.

Ummæli

Immagaddus sagði…
Ég skil.
Vinn með svona fólki.

Immagaddus segir.........

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2021

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2022

Feitibjörn tekur pásu