Önnur ferðasaga tengd lögreglunni...
Það vill svo til að ég á nokkuð margar ferðasögur, sem kannski fá að rata hér inn. Svo vill þannig til að í flestum mínum ferðasögum koma laganna verðir við sögu. Ég er meiraðsegja að muna eftir einni helvíti góðri núna, sem er ekki sú sem ég ætlaði upphaflega að setja inn. Byrjum á þeirri sem ég hafði fyrst í huga, svo sé ég til hvort ég nenni hinni eða kem með hana seinna. Báðar gerast í Bandaríkjunum, þegar ég var þar við nám á árunum 1989-91.
Amerískir háskólar eiga sér til hefð sem kallast Spring Break. Sem byggist upp á því að allir háskólanemar landsins a) fara til Florida, b) drekka sig fulla og c) láta ríða sér. Það líður sjaldnast langur tími á milli a) og b) en þar sem kanar eru miklar teprur þarf oft mjög mikið af b) áður en c) kemur til skjalanna. Mitt fyrsta (og eina) Spring Break hófst þannig að vinir mínir tveir, Sila (frá Samoa) og Marquet (frá Fiji) sögðu mér að þeir ætluðu að fljúga til West Palm Beach í Florida til að kíkja á stelpurnar. Ég lét mér fátt um finnast. En svo sagði Jessica, sem var svona "kærasta" at the time -- hún var sko kærasta á amerískan mælikvarða, en á íslenskan hefði hún varla talist meira en vinkona -- að hún væri á leið til... West Palm Beach. Og nú fóru hjólin að snúast. Ég hringdi í karl föður minn, tjáði honum að framundan væru leiðindatímar því 10 daga frí væri í skólanum og ekkert að gera því allir væru farnir til Florida. Hvort honum væri ekki sama þótt ég notaði kreditkortið hans til að leigja Pontiac Firebird og keyra suður? Hann hélt það nú, enda réttsýnn maður.
Og svo lagði ég af stað. Frá Pittsburgh, sem reyndist vera 2ja daga stífur akstur. Ég var rétt kominn yfir state line til West Virginia (mountain mama) þegar ég var böstaður fyrir of hraðan akstur og sektaður um $50 auk þess sem ég mátti þola ýmsar athugasemdir um bleika ökuskírteinið mitt. Svo tók við North Carolina, síðan South Carolina (þar sem ég gisti á móteli), Georgia og loks Florida. Hálfnað verk þá hafið er því Interstate 95 liggur niður eftir öllum Floridaskaganum og ég átti enn langa keyrslu fyrir höndum. Sem betur fer er vegurinn beinn og breiður svo ég gat sett bílinn á cruise control, læst stýrinu og sett lappirnar út um gluggann og slakað á. Ekki var það svo gott að ég fengi mér bjór, því ég var í fyrsta lagi nýböstaður af löggunni í West Virginia; í öðru lagi enn á fúkkalyfjum vegna sýkingar sem ég hafði fengið skömmu áður; og í þriðja lagi voru engar vegasjoppur sem seldu bjór.
En þegar kvölda tók kom ég að borginni West Palm Beach og fann staðinn þar sem við eyjaskeggjarnir höfðum ákveðið að hittast. Fann þá, lagði bílnum og við fórum beint og keyptum kassa af bjór. Sem fór í skottið á bílnum, við fylltum alla vasa af bjór og löbbuðum af stað niður á strönd. Opnuðum sína dósina hver, en nánast um leið sá ég dvergvaxinn lögregluþjón nálgast hinumegin við götuna. Nú þarf að koma skýring. Í Ameríku er lögbrot að drekka á almannafæri. Það má skjóta ókunnuga, giftast systur sinni og dreifa dvergaklámi (svo lengi sem það er kristilegs eðlis) en það má ekki drekka bjór úti á götu. Ekki heldur á Spring Break, sem er svona eins og Þjóðhátíð í Eyjum, nema það er hlýrra, og það eru aðeins fleiri stelpur á bikini. Þar að auki þarf maður að vera 21 árs til að drekka in the first place. Þú mátt kjósa þegar þú ert 18, keyra bíl 16, og skjóta allan bekkinn þinn með AK47 þegar þú ert 14 ára, en 21 árs skaltu vera áður en þú bragðar hið stórhættulega skynvilluefni Schlitz-beer. Sila (frá Samoa) var 23ja ára. Ég (frá Æsland) var 22ja. En Marquet (frá Fiji, en samt kani) var 19.
Lögga! hvíslaði ég, og Marquet brást snöggt við eins og ég og dömpaði bjórnum sínum í nærliggjandi runna. En Sila heyrði ekki í mér, og áður en varði var löggimann mættur. Hann náði okkur rétt uppfyrir nafla, en æsti sig bara þeim mun meira. Hefði kannski átt að slaka aðeins á því hans fyrsta verk var að rífa dósina af Sila og hella henni niður. Sakaði okkur svo alla um lögbrot, þrátt fyrir að hann hefði aðeins sönnunargagn um einn okkar, og það sönnunargagn væri nú tómt. En hann lét það sko ekki á sig fá. Sagði okkur að við mættum allir eiga von á handtöku, og heimtaði að sjá skilríki. Og nú vandaðist málið. Sila varð fyrstur til að svara, og sagði réttilega að hann væri ekki með nein skilríki á sér. Þyngdist þá brún okkar allra, löggunnar líka. Ég benti þó á að maðurinn væri 23ja ára og bæri það utan á sér (enda leit hann út fyrir að vera nær þrítugu). Þá fékk ég að vera næstur, "wise guy", ert þú með skilríki. Og upp kom bleika íslenska ökuskírteinið. "What the fuck is this?" sagði löggan. "Where's the date of birth?" Og ég benti honum á hvar fæðingardagurinn væri. Og þegar ég hafði bent honum á hvar fæðingardagurinn væri, þá spurði hann mig hver væri fæðingardagurinn minn. Eins og ég hefði haft fyrir því að búa til bleikt falsað ökuskírteini án þess að leggja fæðingardaginn á minnið. En ég svaraði strax, 3. febrúar 1969. "What?! You write the dates backwards or something?" lagði löggan til málanna á þann hátt að vitsmunir hans blöstu við öllum nærstöddum. "Yes, I guess so. Day, month, year. I guess that's backwards" sagði ég. Lét sá stutti gott heita. Þá var það Marquet. Sem var langt undir aldri, en bjó að því að eiga falsað New Jersey ökuskírteini sem hafði oft dugað ágætlega á börunum í háskólahverfinu í Pittsburgh. Löggi rýndi í það góða stund, og skellti svo upp úr. "Jersey? You stupid or something?" Sem þýddi, ótrúlegt nokk, að teinið var tekið gott og gilt.
Þá var það afgreitt, að við vorum ekki "underage drinkers" eins og hann hafði haldið, og var eins og það sljákkað soldið í honum við það. En hann sagðist samt ætla að draga okkur alla niður á stöð og sekta okkur fyrir drykkju á almannafæri. Ég benti þá á þá staðreynd að ég hefði ekki verið að drekka á almannafæri, og spurði hvort ég mætti fara. Nei, kallinn minn, sagði hann. Þú ert með alla vasa fulla af bjór, og þið eruð það allir. Ég er nú samt ekki að drekka þá, og Marquet var ekki heldur að drekka, megum við ekki fara? Nú var Sila farinn að svitna. Þessi gaur var að drekka, það er á hreinu, sagði löggimann. Nú, spurði ég, ertu með drykkinn hans? Ég þykist viss um að hann hafi bara verið með tóma dós í hendinni, er nokkur bjór í dósinni sem þú tókst af honum? Það er alveg sama, sagði löggan, ég get léttilega tekið ykkur alla niður á stöð og látið sekta ykkur um $50, en ég er samt til í að sleppa ykkur við það... ef þið hellið niður öllum bjórunum sem þið eruð með. Og nú glotti löggan, og þóttist hafa unnið titilinn ræðumaður kvöldsins.
Við litum hver á annan. "Let's do it," sagði Marquet. "It's only an $16 case of beer," sagði Sila. En ég hvessti augun á lögregluþjóninn (þurfti aðeins að beygja mig í hnjánum), þagði smástund, en spurði síðan: "Why?"
Löng þögn, amk. fannst okkur það. Svo gafst hann upp. "Get out of here!", eins og hann væri að gera okkur stórgreiða. Og við héldum áfram á okkar leið. Fórum niður á strönd í partí, drukkum alla bjórana á almannafæri og skemmtum okkur konunglega. Þegar bjórinn var svo búinn ákváðum við að kíkja inn á hótel eitt við ströndina og tékka á diskóteki sem þar var í gangi. En þar var ansi löng röð. Ekki svo slæmt því hún gekk hratt, en þegar við vorum næstir inn þurfti dyravörðurinn að bregða sér frá. Við stóðum andartak eins og fífl, en föttuðum svo að við gátum bara labbað beint inn. Sem við gerðum, og fórum beint á barinn og fengum okkur bjór. Varla var búinn þriðji sopinn þegar það er kippt harkalega í okkur alla og við dregnir aftur fram í anddyri hótelsins. Þið svindluðuð ykkur inn án þess að borga, var sagt, við höfum hringt í lögregluna, bíðið hér. Og enn var dyravörðurinn á bak og burt. Við stóðum aftur eins og þvörur, horfðum á bjórana okkar, sem gaurinnn hafði tekið og sett á borð við innganginn. Eins gott að fá sér sopa meðan maður bíður eftir löggunni, sagði ég, og við létum slag standa. Skelltum bjórunum í okkur, en um leið kom dyravörðurinn aftur í lögreglufylgd. Og trompaðist gersamlega.
Auðvitað var þetta sami hobbitinn og áður, og það sást strax að hann var jafn svekktur að sjá okkur og við vorum að sjá hann. En þá fór diplómatinn í mér af stað. Útskýrði að við hefðum verið búnir að borga bjórinn, værum allir með aldur eins og hann hlyti að muna frá fundi okkar fyrr um kvöldið, og að við skildum ekki bofs í því hvað vandamálið væri. Og sem betur fer nennti sá stutti ekki að díla við okkur, og endurtók sín fyrri skilaboð: "Get out of here!" með þeim eftirmála að ef við létum sjá okkur innan veggja hótelsins aftur yrðum við handteknir fyrir "trespassing."
En það kom vel á vondan áður en ferðin var úti. Ég minntist áðan á fúkkalyf sem ég var á. Það sem ég vissi ekki var að fúkkalyf gera mann ansi hreint viðkvæman fyrir sólarljósi. Og því er það sem ein setning mun alltaf lifa í minni mér. Eina nóttina í þessari ferð, þegar ég var viðþolslaus af sólbruna og fór í 24-hour búð einhversstaðar til að kaupa einhvern áburð, þá sat gamall kúreki við afgreiðsluborðið, og mælti þessi ódauðlegu orð: "You need vinegar, boy!"
Kemur á daginn að edik er það besta sem til er við sólbruna. Svo ég keypti 2ja lítra brúsa af ediki, ók beint heim á mótelið og æddi inn í sturtuklefann. Hellti yfir mig ógeðinu og skreið svo inn í rúm. Vaknaði morguninn eftir, og allur bruni á bak og burt. En lyktin, kaupmaður! Ég hef líka aldrei getað þolað edik eftir þetta.
Amerískir háskólar eiga sér til hefð sem kallast Spring Break. Sem byggist upp á því að allir háskólanemar landsins a) fara til Florida, b) drekka sig fulla og c) láta ríða sér. Það líður sjaldnast langur tími á milli a) og b) en þar sem kanar eru miklar teprur þarf oft mjög mikið af b) áður en c) kemur til skjalanna. Mitt fyrsta (og eina) Spring Break hófst þannig að vinir mínir tveir, Sila (frá Samoa) og Marquet (frá Fiji) sögðu mér að þeir ætluðu að fljúga til West Palm Beach í Florida til að kíkja á stelpurnar. Ég lét mér fátt um finnast. En svo sagði Jessica, sem var svona "kærasta" at the time -- hún var sko kærasta á amerískan mælikvarða, en á íslenskan hefði hún varla talist meira en vinkona -- að hún væri á leið til... West Palm Beach. Og nú fóru hjólin að snúast. Ég hringdi í karl föður minn, tjáði honum að framundan væru leiðindatímar því 10 daga frí væri í skólanum og ekkert að gera því allir væru farnir til Florida. Hvort honum væri ekki sama þótt ég notaði kreditkortið hans til að leigja Pontiac Firebird og keyra suður? Hann hélt það nú, enda réttsýnn maður.
Og svo lagði ég af stað. Frá Pittsburgh, sem reyndist vera 2ja daga stífur akstur. Ég var rétt kominn yfir state line til West Virginia (mountain mama) þegar ég var böstaður fyrir of hraðan akstur og sektaður um $50 auk þess sem ég mátti þola ýmsar athugasemdir um bleika ökuskírteinið mitt. Svo tók við North Carolina, síðan South Carolina (þar sem ég gisti á móteli), Georgia og loks Florida. Hálfnað verk þá hafið er því Interstate 95 liggur niður eftir öllum Floridaskaganum og ég átti enn langa keyrslu fyrir höndum. Sem betur fer er vegurinn beinn og breiður svo ég gat sett bílinn á cruise control, læst stýrinu og sett lappirnar út um gluggann og slakað á. Ekki var það svo gott að ég fengi mér bjór, því ég var í fyrsta lagi nýböstaður af löggunni í West Virginia; í öðru lagi enn á fúkkalyfjum vegna sýkingar sem ég hafði fengið skömmu áður; og í þriðja lagi voru engar vegasjoppur sem seldu bjór.
En þegar kvölda tók kom ég að borginni West Palm Beach og fann staðinn þar sem við eyjaskeggjarnir höfðum ákveðið að hittast. Fann þá, lagði bílnum og við fórum beint og keyptum kassa af bjór. Sem fór í skottið á bílnum, við fylltum alla vasa af bjór og löbbuðum af stað niður á strönd. Opnuðum sína dósina hver, en nánast um leið sá ég dvergvaxinn lögregluþjón nálgast hinumegin við götuna. Nú þarf að koma skýring. Í Ameríku er lögbrot að drekka á almannafæri. Það má skjóta ókunnuga, giftast systur sinni og dreifa dvergaklámi (svo lengi sem það er kristilegs eðlis) en það má ekki drekka bjór úti á götu. Ekki heldur á Spring Break, sem er svona eins og Þjóðhátíð í Eyjum, nema það er hlýrra, og það eru aðeins fleiri stelpur á bikini. Þar að auki þarf maður að vera 21 árs til að drekka in the first place. Þú mátt kjósa þegar þú ert 18, keyra bíl 16, og skjóta allan bekkinn þinn með AK47 þegar þú ert 14 ára, en 21 árs skaltu vera áður en þú bragðar hið stórhættulega skynvilluefni Schlitz-beer. Sila (frá Samoa) var 23ja ára. Ég (frá Æsland) var 22ja. En Marquet (frá Fiji, en samt kani) var 19.
Lögga! hvíslaði ég, og Marquet brást snöggt við eins og ég og dömpaði bjórnum sínum í nærliggjandi runna. En Sila heyrði ekki í mér, og áður en varði var löggimann mættur. Hann náði okkur rétt uppfyrir nafla, en æsti sig bara þeim mun meira. Hefði kannski átt að slaka aðeins á því hans fyrsta verk var að rífa dósina af Sila og hella henni niður. Sakaði okkur svo alla um lögbrot, þrátt fyrir að hann hefði aðeins sönnunargagn um einn okkar, og það sönnunargagn væri nú tómt. En hann lét það sko ekki á sig fá. Sagði okkur að við mættum allir eiga von á handtöku, og heimtaði að sjá skilríki. Og nú vandaðist málið. Sila varð fyrstur til að svara, og sagði réttilega að hann væri ekki með nein skilríki á sér. Þyngdist þá brún okkar allra, löggunnar líka. Ég benti þó á að maðurinn væri 23ja ára og bæri það utan á sér (enda leit hann út fyrir að vera nær þrítugu). Þá fékk ég að vera næstur, "wise guy", ert þú með skilríki. Og upp kom bleika íslenska ökuskírteinið. "What the fuck is this?" sagði löggan. "Where's the date of birth?" Og ég benti honum á hvar fæðingardagurinn væri. Og þegar ég hafði bent honum á hvar fæðingardagurinn væri, þá spurði hann mig hver væri fæðingardagurinn minn. Eins og ég hefði haft fyrir því að búa til bleikt falsað ökuskírteini án þess að leggja fæðingardaginn á minnið. En ég svaraði strax, 3. febrúar 1969. "What?! You write the dates backwards or something?" lagði löggan til málanna á þann hátt að vitsmunir hans blöstu við öllum nærstöddum. "Yes, I guess so. Day, month, year. I guess that's backwards" sagði ég. Lét sá stutti gott heita. Þá var það Marquet. Sem var langt undir aldri, en bjó að því að eiga falsað New Jersey ökuskírteini sem hafði oft dugað ágætlega á börunum í háskólahverfinu í Pittsburgh. Löggi rýndi í það góða stund, og skellti svo upp úr. "Jersey? You stupid or something?" Sem þýddi, ótrúlegt nokk, að teinið var tekið gott og gilt.
Þá var það afgreitt, að við vorum ekki "underage drinkers" eins og hann hafði haldið, og var eins og það sljákkað soldið í honum við það. En hann sagðist samt ætla að draga okkur alla niður á stöð og sekta okkur fyrir drykkju á almannafæri. Ég benti þá á þá staðreynd að ég hefði ekki verið að drekka á almannafæri, og spurði hvort ég mætti fara. Nei, kallinn minn, sagði hann. Þú ert með alla vasa fulla af bjór, og þið eruð það allir. Ég er nú samt ekki að drekka þá, og Marquet var ekki heldur að drekka, megum við ekki fara? Nú var Sila farinn að svitna. Þessi gaur var að drekka, það er á hreinu, sagði löggimann. Nú, spurði ég, ertu með drykkinn hans? Ég þykist viss um að hann hafi bara verið með tóma dós í hendinni, er nokkur bjór í dósinni sem þú tókst af honum? Það er alveg sama, sagði löggan, ég get léttilega tekið ykkur alla niður á stöð og látið sekta ykkur um $50, en ég er samt til í að sleppa ykkur við það... ef þið hellið niður öllum bjórunum sem þið eruð með. Og nú glotti löggan, og þóttist hafa unnið titilinn ræðumaður kvöldsins.
Við litum hver á annan. "Let's do it," sagði Marquet. "It's only an $16 case of beer," sagði Sila. En ég hvessti augun á lögregluþjóninn (þurfti aðeins að beygja mig í hnjánum), þagði smástund, en spurði síðan: "Why?"
Löng þögn, amk. fannst okkur það. Svo gafst hann upp. "Get out of here!", eins og hann væri að gera okkur stórgreiða. Og við héldum áfram á okkar leið. Fórum niður á strönd í partí, drukkum alla bjórana á almannafæri og skemmtum okkur konunglega. Þegar bjórinn var svo búinn ákváðum við að kíkja inn á hótel eitt við ströndina og tékka á diskóteki sem þar var í gangi. En þar var ansi löng röð. Ekki svo slæmt því hún gekk hratt, en þegar við vorum næstir inn þurfti dyravörðurinn að bregða sér frá. Við stóðum andartak eins og fífl, en föttuðum svo að við gátum bara labbað beint inn. Sem við gerðum, og fórum beint á barinn og fengum okkur bjór. Varla var búinn þriðji sopinn þegar það er kippt harkalega í okkur alla og við dregnir aftur fram í anddyri hótelsins. Þið svindluðuð ykkur inn án þess að borga, var sagt, við höfum hringt í lögregluna, bíðið hér. Og enn var dyravörðurinn á bak og burt. Við stóðum aftur eins og þvörur, horfðum á bjórana okkar, sem gaurinnn hafði tekið og sett á borð við innganginn. Eins gott að fá sér sopa meðan maður bíður eftir löggunni, sagði ég, og við létum slag standa. Skelltum bjórunum í okkur, en um leið kom dyravörðurinn aftur í lögreglufylgd. Og trompaðist gersamlega.
Auðvitað var þetta sami hobbitinn og áður, og það sást strax að hann var jafn svekktur að sjá okkur og við vorum að sjá hann. En þá fór diplómatinn í mér af stað. Útskýrði að við hefðum verið búnir að borga bjórinn, værum allir með aldur eins og hann hlyti að muna frá fundi okkar fyrr um kvöldið, og að við skildum ekki bofs í því hvað vandamálið væri. Og sem betur fer nennti sá stutti ekki að díla við okkur, og endurtók sín fyrri skilaboð: "Get out of here!" með þeim eftirmála að ef við létum sjá okkur innan veggja hótelsins aftur yrðum við handteknir fyrir "trespassing."
En það kom vel á vondan áður en ferðin var úti. Ég minntist áðan á fúkkalyf sem ég var á. Það sem ég vissi ekki var að fúkkalyf gera mann ansi hreint viðkvæman fyrir sólarljósi. Og því er það sem ein setning mun alltaf lifa í minni mér. Eina nóttina í þessari ferð, þegar ég var viðþolslaus af sólbruna og fór í 24-hour búð einhversstaðar til að kaupa einhvern áburð, þá sat gamall kúreki við afgreiðsluborðið, og mælti þessi ódauðlegu orð: "You need vinegar, boy!"
Kemur á daginn að edik er það besta sem til er við sólbruna. Svo ég keypti 2ja lítra brúsa af ediki, ók beint heim á mótelið og æddi inn í sturtuklefann. Hellti yfir mig ógeðinu og skreið svo inn í rúm. Vaknaði morguninn eftir, og allur bruni á bak og burt. En lyktin, kaupmaður! Ég hef líka aldrei getað þolað edik eftir þetta.
Ummæli
thessi var nú alveg top of the pops. þú ættir sveimér þá að skrifa einn keruoac,
nóg er af efni ;þ)
Eini ókosturinn var sá að þetta er svo langt blogg að ég þurfti að raka mig eftir að hafa lesið þetta.
Samt..
Immagaddus segir........