Ferðasögur og fleira...

Komiði sæl! Nú er ég búinn að liggja í flensu í tvo sólarhringa, eftir allsvakalega útskriftarferð með 10. bekk sem gekk bara allbærilega. Smá ferðasaga. Við lögðum í hann á mánudagsmorgun eftir dúk og disk. Ég og Þorsteinn að skipuleggja, þannig að það var aldrei von um að það yrði farið á mínútunni, þetta var meira svona: já, þá er held ég allt komið, best að fá sér einn kaffibolla... svo meðan við drukkum kaffið: heyrðu, væri nú ekki gaman að hafa með sér (eitthvað)... og svo var náð í það eitthvað og svo annar kaffibolli... við lögðum samt af stað fyrir hádegi sem mér fannst bara nokkuð vel af sér vikið miðað við tvo moðhausa eins og okkur. Það var byrjað á því að fara að Deildartunguhver. Hann er vatnsmesti hver á Íslandi. Hver? Já. Nei, hver? Já, ég sagði það, hver. Hver er vatnsmestur?... osfrv. þetta er hætt að vera fyndið. En það keyptum við tómata. Sem var ágætt því ég hafði gleymt að taka með mér nesti og torgaði einum 30, eða réttara sagt 29 því ég gaf Þorsteini einn með svakalegum afleiðingum. Þá var haldið áfram og komið við í Reykholti þar sem týpískur íslenskur fræðimaður fræddi okkur um alls konar atriði um sturlungaöld, allt frá undirfatatískunni til lánskjaravísitölunnar. Næsti viðkomustaður var Eiríksstaðir í Haukadal þar sem Leifur heppni var svo óheppinn að fæðast. Það er ekki hægt að kalla neinn heppinn sem hefur komið nálægt Búðardal. Sem var næsta stopp. Við fórum þangað bara til að drepa tímann, en enduðum með að drepast úr leiðindum. Ég sagði börnunum sögur af því þegar ég vann á Búðardal og þurfti að gista nokkrar nætur á elliheimilinu. Það var svo leiðinlegt þar að ég fór í klukkutíma bíltúr einn daginn (þegar ég vann þar, ekki í þessari ferð) til Króksfjarðarness, bara til að sannreyna þá kenningu mína að þar væri ekki jafn leiðinlegt og á Búðardal. Hún reyndist röng, það var mjög leiðinlegt á Króksfjarðarnesi. Gallinn var hinsvegar sá að þegar ég kom aftur á Búðardal var orðið enn leiðinlegra þar. Grasið er alltaf grænna hinumegin. Og ekki átti ég neitt gras ;-p til að vinna á leiðindunum. Hins vegar var horlambaketið sem boðið var uppá í mötuneyti elliheimilisins svo morkið að það lá við að vera skynvilluefni. Það var hinsvegar ekki skynvilla þegar ég sat eina nóttina á BARNUM á Búðardal (eins og það séu fleiri en einn!) og bað um tvöfaldan viskí. Og um leið og ég drakk hann byrjaði jörðin að nötra. Það var suðurlandsskjálftinn 2000, en ég lét nægja að fá mér einfaldan næst.
En þetta var útúrdúr. Eða kannski útúrmoll, því þetta var ekki saga af skemmtilegri lífsreynslu.
Frá Búðardal stímdum við áleiðis að Stykkishólmi, sem Þorsteinn var búinn að lofa okkur að væri meiriháttar partítown. Samt var þetta mánudagur. Við grilluðum og fórum svo í bæinn, og fundum ekkert betra að gera en að fara út í hólminn sjálfan og prófa bergmálið. Hefðum við verið í bæjarfélagi þar sem actually byggi fólk, hefði löggan eflaust komið til að kanna hvaðan neyðarópin bærust, en það var nú ekki. Í félagsheimilinu Skildi, þar sem við gistum (boy he gets around) fórum við svo í hinn alræmda leikhúsleik boltann og stóð sá leikur fram undir morgun. Daginn eftir var svo sigling um Breiðafjarðareyjar, og ég sá haferni í fyrsta sinn og át hráan hörpudisk beint úr sjó. Bragðaðist eins og KFC. En hér byrjaði að halla undan fæti hjá mér hvað heilsuna varðar. Nú, en aftur tók við langur bíltúr fyrir jökul, með stoppum í Ólafsvík, Gufuskálum og Dritvík (þar sem krakkarnir skelltu sér í impromptu sund) áður en við komum að Lýsuhóli þar sem við áttum að gista. Og nú var minns orðinn verulega lasinn, og fann að ég var kominn með mega háan hita. Þannig að ég hélt mig í koju frameftir kvöldi, en var svo plataður aftur út til að fara í boltann og það varð til þess held ég að heilsan fór endanlega. Því tók ég þá ákvörðun daginn eftir að sleppa jöklaferðinni (sem ég sé eftir eftir að hafa séð myndirnar) og sat þess í stað á rassinum niðri við Arnarstapa og þambaði heita drykki til að reyna að ná úr mér flensunni. Þegar liðið kom svo aftur niður af jökli var ekkert eftir annað en að drífa sig heim á leið. Og ég nánast kominn með óráð, og man lítið eftir heimferðinni. Enda var ég kominn með 39,5° hita um kvöldið þegar ég var kominn heim, og er ekki enn laus við þann hita. Fór til læknis í morgun og alles.

Svo verð ég að láta fylgja með eina ferðasögu frá mínum yngri árum, sem ég sagði Þorsteini í ferðinni okkar, því hann er nú að spóka sig í París. Allir eru alltaf að tala um hvað París sé æðisleg. Það finnst mér ekki. Jújú, ókei, það eru til flottar byggingar og allt, en ef ég vil láta okra á mér fyrir bjórinn og fá dónaskap í kaupbæti í stað þjónustu, þá kýs ég frekar New York, þar sem ég get amk. skilið dónaskapinn. Nú eða Reykjavík, þar sem ég get labbað heim. Anyways:

Sumarið 1986 var ég svo heppinn að vinna mér inn utanlandsferð í spurningakeppni framhaldsskólanna um tónlist. Svona eins konar Popppunktur með skárri verðlaunum semsagt. Ferðin var til Juan-le-pins sem er á milli Cannes og Nice á suðurströnd Frakklands, en ég ákvað að bæta við þetta viku í París á leiðinni út. Tók með mér þáverandi kærustu (mistök nr. 1) og við flugum af stað. Höfðum engar upplýsingar um hvað maður ætti að skoða í París (mistök nr. 2) nema eina gamla guidebók og gamalt kort af borginni. Þannig að vikan fór meira og minna í að leita uppi staði sem hétu nöfnum sem mér fannst ég kannast við. Þannig sáum við Eiffelturninn, Notre Dame, Louve, Sigurbogann, Champs Elýsses (sp?) og ýmislegt fleira. En þessa dagana var einhverskonar terror threat í gangi í París, sem þýddi að það var allt morandi í löggum. Alltaf 3 saman: karl, kona og negri. Og ég fór að spá í hvernig stæði á því. Svo einn daginn sitjum við á bekk á neðanjarðarlestarstöð og ég sé 3 löggur hinumegin við teinana. Og ég lít yfir til þeirra forvitnisaugum, því ég er enn að spá í afhverju það er alltaf karl, kona og negri. (Mistök nr. 3) Og þau sjá mig horfa á sig, og taka strikið beint yfir til okkar. Ekki beint, auðvitað, þá hefðu þau drepist á teinunum, en stystu leið. Við sátum þarna, gersamlega allslaus. Klædd í stuttbuxur, bol og sandala, og ég með dálítið af peningum í vasanum (þetta var fyrir daga debetkortanna, og ferðatékkana og kreditkortið hafði ég skilið eftir heima á hóteli). Og þau koma, og fara að hella yfir okkur spurningum á frönsku. Sem ég er ekki sérstakur í núna, en gat þó eitthvað stautað mig í þá daga, enda í frönskutíma uppá næstum því hvern einasta dag alla mína menntaskóladaga. Hver erum við? Hvert erum við að fara? Hvað erum við að gera í París? Hvar eru vegabréfin okkar? (Heima á hóteli - mistök nr. 4) Hvað meina ég að ég skilji ekki frönsku? Og fleiri svoleiðis spurningar. Og svo er okkur tilkynnt að það þurfi að leita á okkur, til að ganga úr skugga um að við séum ekki með kjarnavopn falin í sandölunum. Og þá sá ég loksins hversvegna samsetning löggæslutríósins var svona. Karlinn leitaði á mér. Konan leitaði á Gunnu. Og negrinn leitaði í ruslatunnunni.
Okkur var síðan sleppt, og löggurnar höfðu sig á brott. En rétt þegar þær voru að hverfa fyrir horn, varð mér á í messunni. Ég horfði á eftir þeim og rak út úr mér tunguna. (Mistök nr. 5) Karl-löggan leit við á sama augnabliki. Dró kylfuna úr slíðrum og gekk að mér. Þannig að ég gat ekki annað gert en að biðjast afsökunar. Á ensku. Samt fór hann án þess að drepa mig. Enn ein sönnun þess að ég er ódrepandi.

Ummæli

Immagaddus sagði…
Mikið svakalega var þetta langt blogg... Ekki eins langt og skaptáreldar eða skaftáreldar en samt langt.

( Fer eftir hvaða Tinnabók þú lest).
Ætlaði að kommenta á það en er löngu búinn að tína þræðinum.

PS: Er Tína með ypsilon,ufsilon eða einföldu?
Og þá einföldu hvað.

Og var hún virkilega lamin?

Immagaddus spyr..........
Nafnlaus sagði…
Mikið var þetta skemmtileg ferðasaga, nei ferðasögur .... og ferðasögur inní ferðasögunum ....
;o))

Gleðilegan sjómannadag !! Heyrumst :o))

Vertu svo duglegur að kommenta á minni síðu :o))

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2021

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2022

Feitibjörn tekur pásu