Færslur

Sýnir færslur frá apríl, 2009

Páskaungi

Anna og Jói eru komin á steypirinn. Akkúrat núna er ég algerlega sannfærður um að þau verði léttari á morgun, enda á litla svínið þá eins árs afmæli. Watch this space!

Viva la libertad!

Þetta voru næstum því stórslysalausar kosningar. Maður á bágt með að skilja ýmsa hluti samt: 1. Hvernig getur staðið á því að yfir þriðjungur kjósenda er enn að kjósa annað hvort framsókn eða sjálfstæðisflokkinn? Hvað þarf til að fólk fatti að þetta eru glæpasamtök en ekki stjórnmálaflokkar? 2. Hverjir eru þessir 1.107 kjósendur sem töldu skynsamlegt að kjósa hinn viti firrta Ástþór? 3. Það voru fleiri sem skiluðu auðu en kusu Frjálslynda flokkinn, þess vegna á að leggja Frjálslynda flokkinn niður. Enda var Guðjón Arnar fullur í sjónvarpinu alveg frá því þremur dögum fyrir kosningar og fram á gærkvöldið. 4. Hvort á ég að gleðjast yfir því að Kolbrún Halldórsdóttir sé fallin af þingi eða harma það að með því að stytta sér pólitískan aldur þá kom hún nasistabarninu Birgi Ármannssyni inn í sinn stað? 5. Af þeim 13.519 sem kusu Borgarahreyfinguna (eins og ég) - hve margir gerðu það vegna flottrar framgöngu Þórs Saari í sjónvarpinu kvöldið fyrir kjördag, án þess að hafa minnstu hugmynd um s...

Segi og skrifa skepna, ég segi það satt!

Mér til mikillar furðu er nú verið að kjósa um bestu íslensku smáskífu allra tíma á blogginu hjá Jens Guð www.jensgud.blog.is og einhvern veginn komst lagið mitt Katla Kalda með Mosa Frænda í hóp þeirra níu laga sem flestir tilnefndu. Og ekki nóg með það, þegar þetta er ritað hefur lagið fengið flest atkvæði, fleiri en samstarfsverkfni Jóns Múla og Sigurrósar úr Englum Alheimsins, fleiri en bæði Dimmar Rósir, Gvendur á Eyrinni og Glugginn - meira að segja fleiri en sjálfur Megas með Spáðu í mig. Spáum í því! Nú verða allir að kjósa og sjá til þess að þetta frábæra lag haldi toppsætinu. Svolítið skrítið samt að vera að smala atkvæðum núna, árið 2009 því aldrei þurftum við að smala neinum atkvæðum þegar lagið tröllreið feitum hesti á útvarpsstöðvunum sumarið 1988. En skítt með það, allir að kjósa!

Þreyttust!

Fórum í sund í morgun með litla svínið sem skemmti sér konunglega þótt hún hafi verið nett stressuð fyrst. Svo tók við bíltúr í nokkrar verslanir að skoða heita potta og því næst kaffi hjá afa hennar. Á leiðinni niður úr Breiðholti ákváðum við að næra okkur aðeins á KFC en þegar þangað var komið svaf sú stutta allfast í bílstólnum. Við áttum von á að hún myndi vakna um leið og hún kæmi inn á veitingastaðinn en svo var ekki. Meðan við borðuðum lá hún í sætinu við hliðina á mér og hraut. Mega sætt bara.

Er ég farinn að vinna í fiski?

Vaknaði klukkan fimm í morgun, kveikti á tölvunni og fór að vinna. Mætti í vinnuna klukkan sjö og vann aleinn í sjoppunni í klukkutíma áður en nokkur hræða önnur kom á svæðið. Yfirgaf vinnustaðinn klukkan að verða hálfsex. Kvusslags vinnudagur er þetta?

Þetta snýst ekki um það hvað manni finnst gott, þetta snýst um það hverju maður hefur efni á!

Gullin setning úr Álperu eftir Jón Benjamín. Fór á frums í gær. Skemmti mér vel, á köflum jafnvel frábærlega. Samt sorglegt hvað ógæfuhjónunum tekst alltaf að eyðileggja fyrir þessu leikfélagi.

Yfir mér hvílir bölvun

Helgarbíltúr dagsins var martröð. Nei, við höfum ekki eignast bíl en kerlingaruglan hún móðir mín er erlendis og lét mig passa bílinn fyrir sig á meðan - aðallega til að geta heimtað að ég næði í sig um miðja nótt en það er önnur saga. Tilgangur ferðarinnar var þríþættur: að kaupa inn fyrir páskaboðið á morgun, skoða heita potta og fara með 60 myndir af litla svíninu í framköllun. Byrjuðum á því, fórum í Fuji í Skipholti. Lokað. Þá var stímt í Skeifuna í Pixla. Lokað. Fokkit, tökum Hagkaup fyrst við erum hérna. Það tók hálftíma ef skottúr í Ríkið Skeifunni er talinn með. Litla svínið aðeins tekið að ókyrrast. Næst Húsasmiðjan þar sem við sáum gullfallegan pott. Stóðum og skoðuðum hann í tuttugu mínútur án þess að einn einasti starfsmaður virti okkur viðlits. Reyndum að hóa og kalla, jafnvel leita uppi menn í álitlegum rauðum flíspeysum en án árangurs. Enginn vildi selja okkur potthelvítið. Ákváðum að gefa skít í Húsasmiðjuna og fara í Arctic Spas á Kleppsvegi. Lokað en miði á dyrinni s...

Fallinn!

Ég sem ætlaði aldrei á feisbúkk....

Er einhver hissa?

Svo að fasistageðsjúklingarnir í Sjálfstæðisflokknum létu múta sér til að reyna að færa götustrákunum Jóni og Hannesi REI á silfurfati. Menn sem Davíð bar sjúklega fæð á. Reyndu að rökstyðja andstöðu sína við að slík fjárframlög til flokka yrðu gerð opinber með einhverjum frösum upp úr Friedman. Kemur svo á daginn að þeir voru til í allt (án Villa) til að laga einhverja nokkurra tugmilljóna skuldastöðu. Reyna svo að fórna manninum sem fékk illt í kokið, láta hann taka á sig sökina, hann er hvort sem er hættur. Plís!

Leyndardómar Snæfellsness

Skelltum okkur á hótel Búðir yfir nótt með litla svínið. Frábær afslöppun, góður fimmréttaður matseðill og svo fáir gestir á hótelinu að við fengum nánast einkaþjón í líki Árna Glóbó allan tímann. Óborganleg sjón að sjá hann stika yfir matsalinn með viskustykki yfir handlegginn og krukku af Gerber barnamat á postulínsdiski með silfurskeið. 30 ára gamla viskíið var ekki slæmt en verðið soldið skrítið. Hvernig getur verð á lúxusviskíi verið eitthvað hundruð og sjötíu krónur?

Keila

Liðið í vinnunni hélt uppá páskafrísbyrjun með því að skella sér í keilu í gær. Djöfull er ég ógeðslega lélegur í keilu. Svo lélegur að ég náði ekki einu sinni neðsta sætinu, sem gaf verðlaun. Semsagt næst neðstur. Nemandi okkar var á svæðinu. Það var pínlegt að sjá alla fullu kennarana reyna að láta eins og hann væri ekki þarna. Sjálfur fór ég og skoraði á hann í púl. Og vann með nokkrum yfirburðum. Rósa þurrkaði svo gólfið með mér í púl á eftir, bara svo ég héldi ekki að ég væri eitthvað. Búinn að vera gersamlega óþolandi síðan ég var kosinn besti kennarinn á árshátíð nemenda á fimmtudagskvöldið. Fór svo á tónleika í gær. Hélt að ég væri að sjá Valla fræbbbl og félaga spila gamla pönkslagara. Borgaði þúskall inn og allt. Kom upp á efri hæð Grand og þar var þá eðalproggsveitin bob í góðum gír. Keypti diskinn og er einmitt að hlusta á hann núna. Eðal. Talandi um að kaupa diska. Allir að hlaupa í Smekkleysu plötubúð á Laugavegi og kaupa diskinn með Blóði. Koma svo! Drífa sig!

Stockholm, här kommer vi!

Vorum að bóka okkur far til Svíþjóðar við hjónin, ætlum að skreppa út í tilefni af 5 ára brúðkaupsafmælinu okkar. Fljúgum út á föstudagsmorgni og erum komin heim seinni part sunnudags. Litla svínið fær að vera hjá ömmu á meðan. Hótel í Gamla Stan. Gerist varla betra. Hvað skyldi íslenska krónan kosta þegar hótelið gjaldfærir kortið í ágúst...?

Jón Ásgeir, Hannes Smára og Björgólfur Thor koma færandi hendi

Þeir eru mættir, karlarnir, með nokkur þúsund milljarða sem þeir voru að taka út af sparisjóðsbókunum sínum á Tortóla og ætla að redda okkur öllum út úr kreppunni. Hvaða dagur er annars í dag?