18 apríl 2009

Þreyttust!

Fórum í sund í morgun með litla svínið sem skemmti sér konunglega þótt hún hafi verið nett stressuð fyrst. Svo tók við bíltúr í nokkrar verslanir að skoða heita potta og því næst kaffi hjá afa hennar. Á leiðinni niður úr Breiðholti ákváðum við að næra okkur aðeins á KFC en þegar þangað var komið svaf sú stutta allfast í bílstólnum. Við áttum von á að hún myndi vakna um leið og hún kæmi inn á veitingastaðinn en svo var ekki. Meðan við borðuðum lá hún í sætinu við hliðina á mér og hraut. Mega sætt bara.

Engin ummæli: