27 apríl 2009

Viva la libertad!

Þetta voru næstum því stórslysalausar kosningar. Maður á bágt með að skilja ýmsa hluti samt:

1. Hvernig getur staðið á því að yfir þriðjungur kjósenda er enn að kjósa annað hvort framsókn eða sjálfstæðisflokkinn? Hvað þarf til að fólk fatti að þetta eru glæpasamtök en ekki stjórnmálaflokkar?

2. Hverjir eru þessir 1.107 kjósendur sem töldu skynsamlegt að kjósa hinn viti firrta Ástþór?

3. Það voru fleiri sem skiluðu auðu en kusu Frjálslynda flokkinn, þess vegna á að leggja Frjálslynda flokkinn niður. Enda var Guðjón Arnar fullur í sjónvarpinu alveg frá því þremur dögum fyrir kosningar og fram á gærkvöldið.

4. Hvort á ég að gleðjast yfir því að Kolbrún Halldórsdóttir sé fallin af þingi eða harma það að með því að stytta sér pólitískan aldur þá kom hún nasistabarninu Birgi Ármannssyni inn í sinn stað?

5. Af þeim 13.519 sem kusu Borgarahreyfinguna (eins og ég) - hve margir gerðu það vegna flottrar framgöngu Þórs Saari í sjónvarpinu kvöldið fyrir kjördag, án þess að hafa minnstu hugmynd um stefnuskrá þessa "flokks" (eins og ég) ???

6. Ég veit að ég er að endurtaka mig aðeins, en hvernig má það vera að 72.068 manns hafi talið að besta leiðin út úr kreppunni væri að láta stjórnartaumana aftur í hendurnar á D og B? Ég meina, hvað er málið?

Engin ummæli: