Keila

Liðið í vinnunni hélt uppá páskafrísbyrjun með því að skella sér í keilu í gær.

Djöfull er ég ógeðslega lélegur í keilu. Svo lélegur að ég náði ekki einu sinni neðsta sætinu, sem gaf verðlaun. Semsagt næst neðstur.

Nemandi okkar var á svæðinu. Það var pínlegt að sjá alla fullu kennarana reyna að láta eins og hann væri ekki þarna. Sjálfur fór ég og skoraði á hann í púl. Og vann með nokkrum yfirburðum. Rósa þurrkaði svo gólfið með mér í púl á eftir, bara svo ég héldi ekki að ég væri eitthvað.

Búinn að vera gersamlega óþolandi síðan ég var kosinn besti kennarinn á árshátíð nemenda á fimmtudagskvöldið.

Fór svo á tónleika í gær. Hélt að ég væri að sjá Valla fræbbbl og félaga spila gamla pönkslagara. Borgaði þúskall inn og allt. Kom upp á efri hæð Grand og þar var þá eðalproggsveitin bob í góðum gír. Keypti diskinn og er einmitt að hlusta á hann núna. Eðal.

Talandi um að kaupa diska. Allir að hlaupa í Smekkleysu plötubúð á Laugavegi og kaupa diskinn með Blóði. Koma svo! Drífa sig!

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2021

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2022

Feitibjörn tekur pásu