Leyndardómar Snæfellsness

Skelltum okkur á hótel Búðir yfir nótt með litla svínið. Frábær afslöppun, góður fimmréttaður matseðill og svo fáir gestir á hótelinu að við fengum nánast einkaþjón í líki Árna Glóbó allan tímann.

Óborganleg sjón að sjá hann stika yfir matsalinn með viskustykki yfir handlegginn og krukku af Gerber barnamat á postulínsdiski með silfurskeið.

30 ára gamla viskíið var ekki slæmt en verðið soldið skrítið. Hvernig getur verð á lúxusviskíi verið eitthvað hundruð og sjötíu krónur?

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2021

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2022

Feitibjörn tekur pásu