Færslur

Sýnir færslur frá febrúar, 2008

Kauptilboð samþykkt

Jæja, þetta heppnaðist. Við buðum í eignina í fyrradag, vorum svo ósvífin að gefa tveggja daga frest til að svara en setja inn að ef tilboð yrði samþykkt yrði fólkið að flytja út á tveim vikum. Vorum svo grátbeðin að seinka því og þegar við samþykktum það þá var eftirleikurinn auðveldur. Við fáum afhent 11. apríl næstkomandi, þannig að það má gera ráð fyrir innflutningspartíi þann átjánda.

Tölvan mín er stundum hægvirk...

Mynd
... en ekki svona svakalega!

Gott að ég gifti mig ekki í Þýskalandi maður

Einhvers staðar grætur lítið barn

Mynd
Því Keli köttur fór og sótti björg í bú í kvöld. Í öðrum fréttum er það helst að við lögðum inn tilboð á Miðbraut 17 í kvöld. Smáatriðin eru viðkvæm svo það verður að bíða með þau en við vonum það besta.

Þoli ekki svona!!!!

Mynd
Fjandans krakkabjálfar sem halda að þeir séu eitthvað. Wannabe gangsterar halda að það sé eitthvað hardcore að krota á skilti á strætóstoppistöðvum. Svo kemur heiðarlegt fólk eins og ég og getur ekki séð hvenær er von á strætó. Fokking óþolandi!!!! (ps drengurinn á myndinni er nemandi minn, tengist hann málinu eitthvað? tja......)

Nýtt stöff frá Mjöög

Nýja hljómsveitin mín Mjöög, sem var stofnuð til þess að tapa í pönklagakeppni þjóðleikhússins, hefur nú sett tvö ný lög á myspace-síðuna (linkur hér til hægri) en þetta er að þessu sinni ekki frumsamin lög. Annað er eftir dr. Gunna en hitt er eftir Megas. Tjekk it.

Mosi Frændi á Rás 2

Vildi bara benda á að tímamótalistaverk okkar félaganna úr menntó verða tekin fyrir í þætti dr. Gunna á Rás 2 kl. 2 á sunnudaginn. Maður veit auðvitað ekki hvað hann velur til að fjalla um en ég get nánast alveg lofað því að það verður skrýtnara en margt annað sem þið hafið heyrt. Hlustið og kommentið!

Heyrt á Grand Rokk

Dr. Bjarni: Simmi, hvort finnst þér betra að vera þunnur eða vera fullur? Simmi: (hugsar sig lengi um) Það er jafngott!

En hvað með þessa hér?

Mynd
Má ég kynna Miðbraut 17, 170 Seltjarnarnesi. Hér er það jarðhæðin, innganginn má sjá hægra megin á myndinni og tveir gluggar á sömu hlið eru í eldhúsinu. Gluggarnir tveir á hinni hlið hússins, sem snúa til vinstri á myndinni eru í stofunni en hana má sjá hér: Eldhúsið er semsagt bakvið vegginn sem sjónvarpið stendur við, en það besta er að öll svefnálman er aðskilin frá þessum hluta hússins, og engir svefnherbergisgluggar snúa út að götu heldur allir út í garð. Þess má geta að úr hjónaherberginu er gengið út í garð sem er með sólpalli. Og sá sólpallur er stærri en íbúðin okkar á Mánagötu, eða alls sextíu fokking fermetrar. Speak your mind, please!

Allt að verða vitlaust

Jæja, nú slást fasteignasalarnir um holuna okkar. Tvær þeirra auglýstu hana til sölu í dag - ein í fasteignablaðinu og hin á netinu - en hvorug hefur í höndunum undirritað umboð frá okkur. Mjög dúbíus allt saman. Við förum á morgun að skoða tvær aðrar eignir sem eru dálítið dýrari en við sjáum hvort þær standa undir því verði. Fylgist með fréttum! Já, það má skoða myndir af Mánagötunni hérna! Vill einhver kaupa?

Gaman gaman!

Mynd

Tjekkitátskoohhh

Mynd
Það er semsagt jarðhæðin á þessu húsi. Inngangurinn er þarna hægra megin á myndinni, undir svölunum hjá hinu fólkinu, en vinstra megin eru líka dyr inn í eldhús og þar er leyfi til að byggja pall. Við fórum þangað með honum Kidda vini mínum í fyrradag og það vill svo skemmtilega til að hann ólst upp nákvæmlega í þessari íbúð. Hann þekkir kofann því út og inn og er bráðklár í því að taka út húseignir þar að auki. Í stuttu máli sagt fann hann íbúðinni allt til foráttu og það var kostulegt að fylgjast með fasteignasalanum sem er glæsileg hávaxin kona - hún bókstaflega minnkaði á meðan Kiddi var að. Það sem helst er að er að baðherbergið er ónýtt. Það þarf bókstaflega að moka öllu út úr því og byrja upp á nýtt. Milljón þar. Svo eru gluggarnir að koma á tíma og þarf að skipta þeim út á næstu árum, bæði karma innan og utan, rúður og sólbekki. Að minnsta kosti milljón þar. Þvottahúsið er frekar ljótt, allavega innréttingin, og þyrfti að taka það til rækilegrar endurskoðunar. Hurðarhúnar eru ...

Stjörnur í augum

Vorum að skoða fyrstu íbúðina eftir að hafa ákveðið að flytja. Hún var... GEÐVEIK! ...ógisslega flott skohh. Förum aftur á morgun að skoða með iðnaðarmann í bandi. Watch this space.

For your eyes only

Mynd
Það er auðvitað merki um að maður hafi of lítið að gera þegar maður er á bar að spjalla um James Bond og áður en maður veit af er maður farinn á netið að leita að myndum af Sheenu Easton. Komst að því að einhversstaðar á netinu er skoðanakönnun um það hvort það eigi að grýta hana til bana. Sem betur fer er naumur meirihluti fyrir því að hún haldi lífi, 56% á móti 44% sem vilja að hún hljóti Sádíarabískan dauðdaga. Veit ekki alveg hvers vegna.

Blessaður karlinn

Samstarfsmennirnir sem ætluðu að sitja við hliðina á honum á blaðamannafundinum stungu af út um kjallaradyrnar. Árni Johnsen hefur lýst yfir stuðningi við hann. Dóttir hans meikar ekki að vinna í Kastljósinu lengur og hefur sagt upp - hefur semsagt erft sómatilfinninguna frá mömmu sinni. Blaðamenn skemmta sér við að grafa upp ummæli hans um Þórólf, afsögn og ábyrgð. Já, aumingja gamli góði Villi. En eitt gott er þó í þessu. Það eru ekki allir sem fá lag um sig frá dr. Gunna:

Til sölu

Kjallaraholan okkar er komin á sölu. (Búhú! okkur þykir svo vænt um hana....) Fasteignasalinn kemur á morgun með myndavél og það ætti að vera komin auglýsing á netið fljótlega eftir það. Samt ekkert víst að við flytjum strax, maður þarf að gera þetta af yfirvegun og ró.

Borgmester

Mig dreymdi í nótt að gamli góði Villi kæmi fram í Kastljósinu og tilkynnti að hann væri búinn að ákveða að gera hið eina rétta og segja af sér. Svo kom í ljós að hann var að ljúga.

Seltjarnarnesið er lítið og lágt...

Ég er alinn upp á Nesinu. Fjölskyldan flutti þangað þegar ég var þriggja eða fjögurra ára og ég átti heima á Bakkavör 5 þangað til ég lauk við menntó og fór að búa, þá nítján ára gamall. Svo kom tímabil um það leyti sem pabbi veiktist og eitthvað fram yfir andlát hans sem ég flutti aftur þangað. Bræðurnir sem urðu milljarðamæringar með fyrirtækið sitt - Bakkavör - bjuggu á hæðinni fyrir neðan. Þegar ég flutti á Nesið voru þar miklu færri hús en núna. Gatan var ekki enn malbikuð og ég man eftir því að daglega kom vörubíll frá Ísbirninum - jú, þeim sama og Bubbi söng um en er nú loksins búið að rífa þótt þar hafi reyndar ekki verið fiskvinnsla í háa herrans tíð - en allavega, það kom vörubíll og keyrði niður Bakkavörina og á pallinum stóðu menn með kústa eða skóflur og mokuðu slori á veginn. Mölin drakk slorið í sig. Mig rámar í hátíðahöld á planinu við Mýrarhúsaskóla 17. júní 1974 - í tilefni af 1100 ára afmæli Íslands. Strætó gekk niður Bakkavör því Suðurströndin var ekki orðin til. Hi...

Enskukennsla

Tveir vinir mínir eru farnir að blogga á ensku. Eða réttara sagt. Einn vinur minn sem er enskur er farinn að blogga. Annar vinur minn sem hefur bloggað lengi á íslensku er farinn að blogga líka á ensku. Var að skoða bloggin þeirra - linkar hér til hægri. Fór að spá í hvort ég gæti notað þetta í vinnunni. Því ég er enskukennari. Gæti látið nemendur leiðrétta málvillurnar hjá þeim. Samt ekki. Margt af því sem þessir menn láta út úr sér dags daglega er bannað innan sextán.

Buhu! Svindl!

39

Þrjátíu og níu í dag, og er við hestaheilsu, fyrir utan minn gamla veikleika, og andlega hef ég ekki ástæðu til að ætla annað en ég sé ... á öldutoppnum eða þar um bil. Minntist þessara skelfilegu tímamóta án viðhafnar á Vínbarnum, eins og á undanförnum árum. Ekki sála. Sat fyrir framan arininn með lokuð augu og greindi kjarnann frá hisminu. Hripaði nokkur minnisatriði aftan á umslag. Gott að vera aftur heima, í gömlu druslunum. Var að enda við, því miður, að éta þrjá banana og varð að beita mig hörðu til að hætta við þann fjórða. Lífshættulegir hlutir fyrir mann með mína heilsu. Sleppa þeim! Nýja ljósið fyrir ofan borðið mitt er til mikilla bóta. Með allt þetta myrkur í kringum mig finnst mér ég síður einn. Á vissan hátt. Mér þykir gott að standa upp og ganga um gólf í því og síðan aftur hingað ... til mín. Krapps. Kjarninn, hvað skyldi ég nú annars hafa meint með því, ég meina ... ég býst við ég meini þá hluti sem einhvers virði eru þegar allt hismið - þegar allt mitt hismi er falli...