Seltjarnarnesið er lítið og lágt...
Ég er alinn upp á Nesinu. Fjölskyldan flutti þangað þegar ég var þriggja eða fjögurra ára og ég átti heima á Bakkavör 5 þangað til ég lauk við menntó og fór að búa, þá nítján ára gamall. Svo kom tímabil um það leyti sem pabbi veiktist og eitthvað fram yfir andlát hans sem ég flutti aftur þangað. Bræðurnir sem urðu milljarðamæringar með fyrirtækið sitt - Bakkavör - bjuggu á hæðinni fyrir neðan. Þegar ég flutti á Nesið voru þar miklu færri hús en núna. Gatan var ekki enn malbikuð og ég man eftir því að daglega kom vörubíll frá Ísbirninum - jú, þeim sama og Bubbi söng um en er nú loksins búið að rífa þótt þar hafi reyndar ekki verið fiskvinnsla í háa herrans tíð - en allavega, það kom vörubíll og keyrði niður Bakkavörina og á pallinum stóðu menn með kústa eða skóflur og mokuðu slori á veginn. Mölin drakk slorið í sig. Mig rámar í hátíðahöld á planinu við Mýrarhúsaskóla 17. júní 1974 - í tilefni af 1100 ára afmæli Íslands. Strætó gekk niður Bakkavör því Suðurströndin var ekki orðin til. Hinumegin við götuna eru nú raðhús og villur en í þá daga var óbyggður mói, hestar á beit, heysáta. Man að Gulli bróðir og vinir hans kveiktu í heysátunni eitt sumarið. Löggan kom heim til okkar alveg brjáluð - gott ef það var ekki Sæmi rokk - en gat ekkert sannað.
Áður en við fluttum á Bakkavör bjuggum við í blokk við Reynimel. Ein af mínum fyrstu minningum eru samræður við Össa sem bjó í næsta stigagangi, en við gátum talað saman úti á svölum sem voru samliggjandi. Þegar við fluttum út á Nes komst ég að því að Össi bjó nú í næsta húsi, á Unnarbrautinni. Það var hægt að stytta sér leið gegnum garðinn okkar, framhjá húsinu hans og upp á Melabraut þar sem Nesval stendur enn. Gott ef að það var ekki mjólkurbúð í einum enda hússins en svo var hún sameinuð kjörbúðinni. Held að það sem líka vídeóleiga þar núna en þær heyra víst brátt sögunni til.
Fótboltavöllur var við húsið en þegar Bakkavör 3 var byggð var hann fluttur yfir götuna, í móann. Þar eyddi ég þúsundum klukkustunda, oft með Mumma bróður Þóru. Við höfðum mjög gaman af því að spila fótbolta og ég var alltaf með háværa lýsingu á því sem fram fór. Man að orðið "æsispennandi" var dálítið ofnotað.
Ég var í Melaskólanum þannig að flestir vinir mínir bjuggu í Vesturbænum. Þó átti ég nokkra vini sem flestir bjuggu við Bakkavör, Unnarbraut eða Miðbraut. Það var ekki fyrr en ég kom í Valhúsaskóla, 12 ára gamall, sem ég áttaði mig á því að það bjó fólk norðanmegin á Nesinu. Krakkarnir þar voru kallaðir Strandaklíkan - göturnar þar heita Barðaströnd, Látraströnd, Fornaströnd og svo framvegis - og sú klíka gengur nú undir heitinu Baugur Group. Jón Ásgeir reddaði öllum vinum sínum fínum djobbum sem framkvæmdastjórar 10-11 og svoleiðis.
Núna er Nesið að verða svo þéttbýlt að það nær engri átt. Prjónastofan Iðunn stendur ekki lengur, það er verið að rífa hana. Ísbjörninn er farinn og Bónus verður líka rifið á næstunni. Iðnaðarhúsnæðið yst á Nesinu, rétt hjá Gróttu, er líka dauðadæmt. Nýtt íbúðarhúsnæði kemur í staðinn. Jonni vinur minn er duglegur að byggja upp, enda lífsnauðsynlegt að fá fleiri skattborgara í bæinn. Jonni bjó á Unnarbraut 17 ef ég man rétt, en er núna orðinn bæjarstjóri.
Af hverju er ég að rifja allt þetta upp? Jú því það lítur út fyrir að við Rósa munum flytja út á Nes einhverntímann á þessu ári. Við skruppum meiraðsegja úteftir áðan og skoðuðum nokkur hús þar sem eru íbúðir til sölu. Og þá var það sem minningarnar hrúguðust yfir mig. Aumingja Rósa þurfti að hlusta á mig fjasa um það hver hefði átt heima í þessu og þessu húsi... greyið.
Meira um þetta þegar eitthvað er að frétta - en ég var að setja Mánagötuna á sölu rétt áðan!
Áður en við fluttum á Bakkavör bjuggum við í blokk við Reynimel. Ein af mínum fyrstu minningum eru samræður við Össa sem bjó í næsta stigagangi, en við gátum talað saman úti á svölum sem voru samliggjandi. Þegar við fluttum út á Nes komst ég að því að Össi bjó nú í næsta húsi, á Unnarbrautinni. Það var hægt að stytta sér leið gegnum garðinn okkar, framhjá húsinu hans og upp á Melabraut þar sem Nesval stendur enn. Gott ef að það var ekki mjólkurbúð í einum enda hússins en svo var hún sameinuð kjörbúðinni. Held að það sem líka vídeóleiga þar núna en þær heyra víst brátt sögunni til.
Fótboltavöllur var við húsið en þegar Bakkavör 3 var byggð var hann fluttur yfir götuna, í móann. Þar eyddi ég þúsundum klukkustunda, oft með Mumma bróður Þóru. Við höfðum mjög gaman af því að spila fótbolta og ég var alltaf með háværa lýsingu á því sem fram fór. Man að orðið "æsispennandi" var dálítið ofnotað.
Ég var í Melaskólanum þannig að flestir vinir mínir bjuggu í Vesturbænum. Þó átti ég nokkra vini sem flestir bjuggu við Bakkavör, Unnarbraut eða Miðbraut. Það var ekki fyrr en ég kom í Valhúsaskóla, 12 ára gamall, sem ég áttaði mig á því að það bjó fólk norðanmegin á Nesinu. Krakkarnir þar voru kallaðir Strandaklíkan - göturnar þar heita Barðaströnd, Látraströnd, Fornaströnd og svo framvegis - og sú klíka gengur nú undir heitinu Baugur Group. Jón Ásgeir reddaði öllum vinum sínum fínum djobbum sem framkvæmdastjórar 10-11 og svoleiðis.
Núna er Nesið að verða svo þéttbýlt að það nær engri átt. Prjónastofan Iðunn stendur ekki lengur, það er verið að rífa hana. Ísbjörninn er farinn og Bónus verður líka rifið á næstunni. Iðnaðarhúsnæðið yst á Nesinu, rétt hjá Gróttu, er líka dauðadæmt. Nýtt íbúðarhúsnæði kemur í staðinn. Jonni vinur minn er duglegur að byggja upp, enda lífsnauðsynlegt að fá fleiri skattborgara í bæinn. Jonni bjó á Unnarbraut 17 ef ég man rétt, en er núna orðinn bæjarstjóri.
Af hverju er ég að rifja allt þetta upp? Jú því það lítur út fyrir að við Rósa munum flytja út á Nes einhverntímann á þessu ári. Við skruppum meiraðsegja úteftir áðan og skoðuðum nokkur hús þar sem eru íbúðir til sölu. Og þá var það sem minningarnar hrúguðust yfir mig. Aumingja Rósa þurfti að hlusta á mig fjasa um það hver hefði átt heima í þessu og þessu húsi... greyið.
Meira um þetta þegar eitthvað er að frétta - en ég var að setja Mánagötuna á sölu rétt áðan!
Ummæli