12 febrúar 2008

For your eyes only


Það er auðvitað merki um að maður hafi of lítið að gera þegar maður er á bar að spjalla um James Bond og áður en maður veit af er maður farinn á netið að leita að myndum af Sheenu Easton.
Komst að því að einhversstaðar á netinu er skoðanakönnun um það hvort það eigi að grýta hana til bana. Sem betur fer er naumur meirihluti fyrir því að hún haldi lífi, 56% á móti 44% sem vilja að hún hljóti Sádíarabískan dauðdaga. Veit ekki alveg hvers vegna.

1 ummæli:

Hildur Gísladóttir sagði...

Það er vegna þess að hún sá alltaf sóma sinn í að vera í nærbuxum þegar hún fór út á lífið - og gerir enn (þökk sé þessari útkomu skoðanakönnunar). Annað en þessar Jezebelian söngkonur í dag. Fussum svei!