21 febrúar 2008

En hvað með þessa hér?

Má ég kynna Miðbraut 17, 170 Seltjarnarnesi. Hér er það jarðhæðin, innganginn má sjá hægra megin á myndinni og tveir gluggar á sömu hlið eru í eldhúsinu. Gluggarnir tveir á hinni hlið hússins, sem snúa til vinstri á myndinni eru í stofunni en hana má sjá hér:


Eldhúsið er semsagt bakvið vegginn sem sjónvarpið stendur við, en það besta er að öll svefnálman er aðskilin frá þessum hluta hússins, og engir svefnherbergisgluggar snúa út að götu heldur allir út í garð.


Þess má geta að úr hjónaherberginu er gengið út í garð sem er með sólpalli. Og sá sólpallur er stærri en íbúðin okkar á Mánagötu, eða alls sextíu fokking fermetrar.

Speak your mind, please!

2 ummæli:

Hildur Gísladóttir sagði...

Þetta eru allt glæsilegar íbúðir af myndundum að dæma, það vantar ekki. More important er hins vegar hvernig þið eruð að fíla þessar íbúðir. Þið vitið, ekki horfa endilega bara á glæsileikann heldur fílinginn, getið þið hugsað ykkur að vera þarna og hvernig andrúmsloftið er. Ekki verra að finna fyrir góðum anda þegar maður kemur svona inn í fyrsta sinn.
Hey, þar sem það eru ekki margir sem taka þessu kommenti þínu með að segja álit sitt ákvað ég hafa mitt þeim mun lengra....

Þóra sagði...

Sammála Hildi, það skiptir meira máli hvort maður finnur sig heima í íbúðinni en hvort hún er glæsileg. Maður getur alltaf tekið til hendinni og gert íbúðina sína glæsilega.
Gangi ykkur vel í leitinni og með söluna....