Bitur lúser?
Það er erfitt að koma þessari sögu frá sér án þess að virka fullur af kulda og heift út í fyrrverandi vini sína, en ég ætla nú samt að reyna. Áðan þegar ég beið eftir strætó á Hlemmi sá ég tvær konur standa fyrir utan sviðsdyrnar á Möguleikhúsinu og spjalla saman. Þetta voru þær Ágústa Skúladóttir og Vala Þórsdóttir. Til að móðga hvoruga skal tekið fram að ég nefni þær í stafrófsröð en ekki af því að ég telji aðra framar hinni eða neitt svoleiðis. Ég gerði nú ekki meira en að vinka og brosa þótt ég sé nú aftur farinn að mega tala við þessar tvær listakonur. Það kastaðist nefnilega í kekki milli okkar á fylleríi (reyndar bara mínu fylleríi svo fyllst sanngirni sé gætt) fyrir nokkrum árum og lengi vel frusu þær og störðu á veggi ef ég var í sama húsi, til þess að þurfa ekki að viðurkenna að ég sé til. Þær stóðu fyrir stand-up kvöldi í Kaffileikhúsinu fyrir nokkrum árum. Við höfðum unnið saman í London í gamla daga (og hér verð ég að passa mig að nefna nafn Önnu Hildar Hildibrandsdóttur, ...