Smá um Eurovision

Vísa líka á Immagaddus, sem er með smá pælingar.

Síðast vann Birgitta Botnleðju með 10 þús atkvæðum gegn 5 þús. Glætan að við séum orðin svona geðveik, að tíu sinnum fleiri kjósi. Fyrir hundraðkall í hvert skipti.

Ómar Ragnarsson var að kvarta yfir því að þegar hann sendi sms á lagið sitt, þá kom "message not sent" -- heldurðu að þú hafir kannski verið búinn með inneignina gamli?

Guðrún Árný er geðveik. Sorrý, en hún er það bara. Bjartmar (sem var ekki með nógu gott lag) var að djóka með að lagið hennar héti "Skjaldbaka", en ég er með betra:

Ég fæ húúúúðkrabba þegar ég hooooooooorfi íííí auuuuguuuun þííííín....

Silvía er flottari en Madonna. Nuff said.

Hvað fékk Birgitta mörg atkvæði?

Fjögur.

Hinir gæjarnir í Írafári kusu hana, vildu heldur að hún færi til Aþenu en að hún yrði áfram með þeim.

Ardís, Regína, Friðrikómar, Dísella, Magni... Must try harder.

Þá eru komin tíu lög. Ég man ekki fleiri.

Í nítjánda sinn (af nítján mögulegum) erum við búin að vinna Eurovision löngu áður en keppnin nokkurntímann byrjar. Kannski átján. Daníel Ágúst átti aldrei séns.

Evrópa þarf að framkvæma kraftaverk til að finna upp á einhverju til að vinna Silvíu. Þetta er búið. Slökkvið á sjónvörpunum ykkar þegar hún er búin, og haldið partíinu gangandi með því að hlusta á almennilegt Eurovision: Nínu, Selmu, Palla, Siggubeinteinsskiluru?, og ef partíið fer endanlega til fjandans, þá Önnu Mjöll.

En sáuði Mannakorn? Þeir gersamlega rústuðu kvöldinu með hrikalega flottri útgáfu af Gleðibankanum. Það er enn hægt að hlusta og horfa á það á www.ruv.is og þar að auki hægt að sækja aðra mjög flotta útgáfu frá 25 ára afmælistónleikum Mannakorna á www.tonlist.is

Þegar Silvía er búin að vinna, þá sendum við Gleðibankann inn aftur, og eigum á hættu að sitja uppi með keppnina til eilífðarnóns, því Gleðibankinn mun alltaf vinna.

Ummæli

Immagaddus sagði…
Ætlaði að segja eitthvað clever.

En þar sem word verifacationið er
sknaps.
Er ég farinn á barinn.

Immagaddus segir.....

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2021

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2022

Feitibjörn tekur pásu