10 febrúar 2006

Hnignandi menning

Í dag þurfti ég að fara í ríkið fyrir litla frænda minn. Hann er eldri sonur stórabróður míns, bráðum sextán ára. Í fyrsta lagi hafði ég áhyggjur af því hvað hann vildi að ég keypti fyrir sig. Flösku af Passoa, kippu af Lite bjór og eina kippu líka af Thule í litlum flöskum.

Annað hvort er drengurinn hommi, eða hann hefur stolið kippu af mömmu sinni í neyð (LITE!!!!) og á von á tveimur stelpum í heimsókn (Passoa!).

En hitt var svona; hann hringir í mig og segist vera á leiðinni í miðbæinn að sækja draslið. Ekkert mál segi ég, ég er að labba upp Hverfisgötuna, hittu mig þar?

Jájá, hvar á Hverfisgötunni?

- Veistu hvar Þjóðleikhúsið er?

öÖÖÖööööö, NEI!

- Nei, ég er nebbla að fara á bar sem er þar rétt hjá, hann heitir Grand Rokk.

JáÁJAÁÁ!!! Grand Rokk, ég veit hvar það er, verð kominn eftir smástund.

***

Hann á bágt drengurinn, Immagaddus var að tala um feitar konur og fylgitungl um daginn, en ég get vottað það að mamma hans Benna er svo feit, að þegar hún var í grunnskóla þurfti Ríkisútgáfa Námsbóka að endurskoða alla sína stefnu í eðlisfræðikennslu.

Engin ummæli: