If you don't like the weather, just wait a minute

Sko, í gær var svo gott veður að manni fannst eins og vorið væri komið. Að vísu beilaði Nikki aumingi á mig, við vorum búnir að ákveða að fara saman út að skokka, en honum fannst of kalt. Í staðinn kom Rósa með út og við skokkuðum upp allan hitaveitustokkinn sem liggur upp Öskjuhlíð upp að Perlunni. Og ég fór alla leið upp án þess að stoppa! Greinilega í betra formi en ég hélt.

Fyndið að þegar ég sagði Chris frá því í símann seinna sama dag að ég hefði farið út að skokka, þá kom alveg hjúdjs löng þögn, og svo spurði hann: Jogging?? eins og ég hlyti að hafa verið að segja eitthvað annað. Svo þegar ég sagði já, þá byrjaði hann að velta fyrir sér ýmsum mögulegum merkingum sem hægt væri að setja í orðið jogging sem myndu þýða eitthvað annað en að fara út að hlaupa. Hann var mjög hneykslaður á mér.

Svo í morgun er komið frost og þegar ég var kominn upp í Mosó þá fékk ég að vita að það væri ófært uppá Kjalarnes og Strætó myndi ekki fara þangað í bráð. Þannig að ég hringdi í Steina vin minn sem vinnur með mér og bað hann að pikka mig upp (hann býr í Mosó). Hringdi í millitíðinni í skólastjórnendur sem sögðu mér að við yrðum að mæta. Hins vegar þegar ég sagði að tveir nemendur væru líka staddir á stoppustöðini, þá var okkur skipað að skilja þær eftir. Enginn í skólanum vildi taka ábyrgðina á þeim ef eitthvað kæmi upp á. En þeim var alveg sama um okkur Steina.

Svo vildi mér það til happs að ég átti pantaðan tíma hjá lækni seinnipartinn, þannig að strax eftir hádegismatinn hringdi ég í Strætó og spurði hvort væri farið að keyra, en svo var ekki. Einn skólabílstjórinn var samt á leið til Reykjavíkur og ég fékk far með honum. Þá var vindhraðinn kominn upp í 50m/s í verstu hviðunum, og Ártúnsbrekkan var lokuð í báðar áttir þegar við komum þangað, löggur og sjúkrabílar og alles. En ég komst klakklaust heim. Það var enginn klakkur á mér semsagt. Hvað þýðir svona bull anyway??

Fyndnar stelpurnar í 9. bekk samt. Grenjuðu í frekjukasti um að fá að fara heim, það væri allt of vont veður til að vera í skólanum. Svo komu frímínútur og þá fóru þær út að reykja. Komu svo inn aftur og héldu áfram að kvarta yfir veðrinu.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2021

Feitibjörn tekur pásu

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2022