Færslur

Sýnir færslur frá apríl, 2006

Nick Cave and the Bad Seeds

Ímyndið ykkur nýtt lag með meistaranum og lærisveinum hans. Textinn fylgir hér á eftir: The rainbow connection: Why are there so many songs about rainbows? And what's on the other side? Rainbows are visions but only illusions. Rainbows have nothing to hide. So we've been told and some choose to believe it. I know they're wrong, wait and see. Someday we'll find it, the rainbow connection, The lovers, the dreamers and me. Who said that every wish would be heard and answered When wished on the morning star? Somebody thought of that and someone believed him, And look what it's done so far. What's so amazing that keeps us stargazing? And what do we think we might see? Someday we'll find it, the rainbow connection, The lovers, the dreamers and me. All of us under its spell, We know that it's probably magic. Have you been half asleep, and have you heard voices? I've heard them calling my name. Is this the sweet sound that calls the young sailors? The v...

Að hneyskla ungviðið

Einhver brandarakarl í skólanum mínum kom með heil ósköp af Betty Crocker súkkulaðikökukremi að heiman og "skreytti" klósettið með því. Við fyrstu sýn leit út eins og um allsvakalegt tilfelli af "explosive diarrhea" væri að ræða. Reynir húsvörður kallaði í mig og sýndi mér, og við bárum kennsl á efnið. Svo kallaði ég í nokkra unglinga og sýndi þeim inn á klósettið. Þau örguðu af hryllingi. En ekki eins mikið og þegar ég ákvað að smakka kremið. Þá fyrst varð þeim óglatt.

Topp tíu

Mér hefur ekki oft verið sýnd mikil óvirðing um ævina. Og alls ekki oft þannig að það gleymist ekki. En þó gat ég búið til lista yfir þau tíu skipti sem ég hef verið sárlegast lítilsvitrtur. 1. GLERAUGNAGÁMUR Ég hef aldrei séð vel. Ég fékk mín fyrstu gleraugu níu mánaða gamall. Hef farið í nokkrar skurðaðgerðir sem áttu að laga þetta en er að mestu leyti blindur á vinstra og sé skakkt með því að auki. Hægra er samt ókei. Og auðvitað hefur það verið kveikja að uppnefnum. En þau særðu nú aldrei sérstaklega mikið því ég var aldrei kallaður Gleraugnaglámur. Jafnvel þótt hálf þjóðin hafi lesið Grettis sögu og hinn helmingurinn horft á Glám og Skrám. Ellið datt alltaf út, árum saman, og ég var aldrei kallaður annað en gleraugna-gámur. Sem kom mér alltaf til að hlæja að ofsækjendum mínum. 2. FORSTJÓRI BAUGS Fyrsta daginn minn í nýjum skóla á fermingarárinu gerði ég mig sekan um að sitja á gólfinu fyrir framan kennslustofu í frímínútum meðan ég beið eftir að kennarinn mætti. Opnaði bók og var ...

Liverpool komu í heimsókn á Old Trafford í gær

Mynd
...og voru greinilega svona ljómandi ánægðir með að hafa unnið rússnesku hórurnar Það var víst eitthvað um krot á veggi og sæti, spakmæli á borð við "Die Manc Twats", "Munich '58" og "5 times" en það hefði getað verið mun verra. Aðeins áttundi hver scouser kann að skrifa. Immi hlýtur að vera stoltur.

Smá viðbót á kronikunni miklu.

Ég var að setja inn mjög svo táknræna mynd á kronikunni miklu sem gefur góða heildarmynd af þessari óheillasögu allri saman... Og nú er ég endanlega hættur með hana.

Hvers á ég að gjalda???

Frá því ég fór að vinna í Ferskum Kjötvörum í seinna sinn snemma árs 2003 hef ég verið fastakúnni á Ölveri í Glæsibæ. Ekki mest glamorous búllan í bænum, en það hefur svosem aldrei háð mér mikið. Helstu ástæður þess að ég fór að stunda þann stað voru: 1. Beggi og Chris vinir mínir og samstarfsmenn í Ferskum voru vanir að drekka þar enda... 2. staðurinn nálægt vinnustaðnum auk þess sem þar er boðið upp á áhugamál okkar... 3. fótbolta. Eftir að ég hætti þarna í Ferskum hélt ég áfram að koma á Ölver, ekki síst vegna þess hagræðis sem felst í: 1. Mánaðarlegum reikningi og... 2. Fyrsti bar á leið frá Kjalarnesi til Reykjavíkur. Þetta seinna er að vísu ekki alveg satt því ég hef átt það til að kaupa eina kalda dós í Draumakaffi í Mosó til að sötra í strætó á leið í bæinn. Nú. Á Ölveri eru seldar fjórar tegundir af bjór. And I use the term loosely. Þær eru: 1. Thule 2. Murphy's Stout (var áður Beamish) 3. Carlsberg 4. Viking Þetta tvennt síðasttalda er að vísu hvorugt bjór samkvæmt mínum ...

Vorið er komið og grundirnar gróa (aftur)

Mynd

Í fremstu röð.

Pælið í þessu.

Gargandi snilld???

Horfði á þessa mynd í RÚVsjónvarpinu í gær. Mossmann var búinn að gefa henni frekar slaka einkunn og ég verð að vera sammála. Mér er bara soldið meira niðri fyrir en honum. Lykilsetning myndarinnar að mínu mati kemur frá svari íslensks tónlistarlífs við Peter Crouch, honum Barða Bang Gang. Flottur gæi, skemmtilegur fýr þegar maður hittir hann (datt einhverntíma inn í einkapartí í London þar sem ég var staddur) og fyrsta platan með BG er fín. En hann hafði þetta að segja um íslenska tónlist: Íslensk tónlist er... léleg. Alltaf verið að flýta sér, og ekkert budget. Og þar er komin í hnotskurn fýlan sem ég er í útí þessa mynd. Því hún líður alveg svakalega fyrir það að það er enginn að flýta sér, og allir með rosa budget. Eins og í öllum myndum eða þáttum um íslenska tónlist þá er fengið að láni fullt af efni úr Rokk í Reykjavík. Og því miður fyrir útrásaróskabörnin okkar þá eru það bestu kaflar myndarinnar. Þeyr, Jonee Jonee, Purrkur Pillnikk, Vonbrigði og Egó hreinlega pissa yfir þessa ...

Og ég þykist geta sagt sögur...

Úr "Lánsamur - sjálfsævisaga George Best": Ég sukkaði af mikilli áfergju og eftir enn eitt heiftarlegt rifrildi við Angie hélt ég af stað til Blushes á King's Road. Það hefði verið lítið mál fyrir mig að rölta þangað en einhverra hluta vegna ákvað ég að fara á bílnum en lofaði sjálfum mér að keyra ekki heim. Eftir að ég hafði sturtað vel í mig á Blushes fór ég yfir götuna á diskótek og fékk mér nokkra í viðbót. Klukkan hefur svo verið um hálfeitt þegar ég ákvað að fara á Tramp. Ég gekk út á King's Road til að ná mér í leigubíl en það hellirigndi og allir Lundúnabúar vita að vonlaust er að fá leigubíl þegar rignir. Ég stóð þarna á götunni í um tíu mínútur áður en ég hugsaði með sjálfum mér, andskotinn hafi það - það er bara fimm mínútna akstur til Tramp. Ég var ekki í ástandi til að aka svo mikið sem 5 metra og var hirtur af lögreglunni beint fyrir utan Buckingham Palace. Þeir hefðu ekki einu sinni þurft að láta mig blása í blöðru því að það var engin von til þess að é...

Ekki veikur, en þunnur. Does that count?

Ég fékk gagnrýni í gær. Skammaður af Immagaddusi fyrir að vera hættur að blogga. Greinilega við hestaheilsu semsagt. En það er nú reyndar búið að vera soldið að gera í vinnunni og soleis. En nú er ég kominn í páskafrí. Sem þýðir að ég má ekki tala við Önnu næstu 10 daga. Annars er ég búinn að vera mjög duglegur (eða dúlegur eins og Valdís segir) að vera í góðum félagsskap undanfarna daga. Á föstudaginn vorum við Nikki í spurningakeppninni á Grand Rokk. Gekk frekar illa og við höfum rætt um að taka okkur smá frí frá þessari keppni. Það endist sennilega fram á næsta föstudag. En Nikka tókst að ljúga út matarboð í framhaldi af þess á föstudaginn þannig að við vorum með hann og Dóró í mat. Hún var ágæt en Nikki frekar seigur undir tönn. Á laugardaginn vakti Nikki mig svo og dró mig út að skokka. Grínlaust! Og ég fór í hnénu og þurfti að labba heim (með viðkomu hjá Chris sem gaf mér ekki einu sinni bjór) en Nikki hélt áfram að skokka alveg fram á kvöld en þá sótti hann mig enn og aftur og n...

It's a small world after all...

Eins og sumir vita var ég í gamla daga í svakalegri hljómsveit sem hét Mosi Frændi. Enn í dag er ég í occasional kontakt við meðlimi þeirrar sveitar, amk. þá sem voru í hinni endanlegu mynd bandsins, en eins og Spinal Tap áttum við það til að skipta um meðlimi og þá oftast trommara. Nema í gær fékk ég tölvupóst frá Ástralíu. Skeytið var stutt og laggott: "Er þetta Bjössi sem var í Mosa Frænda?" Það kom á daginn að þarna var kominn hann Geiri, sem var okkar trymbill nr. 2 (á eftir mér) en fluttist til Ástralíu fyrir mörgum árum, næstum 13 árum held ég, og hefur þar verið að vinna við að pródúsera tónlist. Nú er spurningin hvort við strákarnir höldum kökubasar og förum til Ástralíu í stúdíó til að búa til meistaraverk?

Nýtt KR-merki

Mynd