Að hneyskla ungviðið

Einhver brandarakarl í skólanum mínum kom með heil ósköp af Betty Crocker súkkulaðikökukremi að heiman og "skreytti" klósettið með því. Við fyrstu sýn leit út eins og um allsvakalegt tilfelli af "explosive diarrhea" væri að ræða. Reynir húsvörður kallaði í mig og sýndi mér, og við bárum kennsl á efnið. Svo kallaði ég í nokkra unglinga og sýndi þeim inn á klósettið. Þau örguðu af hryllingi. En ekki eins mikið og þegar ég ákvað að smakka kremið. Þá fyrst varð þeim óglatt.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2021

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2022

Feitibjörn tekur pásu