Ekki veikur, en þunnur. Does that count?

Ég fékk gagnrýni í gær. Skammaður af Immagaddusi fyrir að vera hættur að blogga. Greinilega við hestaheilsu semsagt. En það er nú reyndar búið að vera soldið að gera í vinnunni og soleis. En nú er ég kominn í páskafrí.

Sem þýðir að ég má ekki tala við Önnu næstu 10 daga.

Annars er ég búinn að vera mjög duglegur (eða dúlegur eins og Valdís segir) að vera í góðum félagsskap undanfarna daga. Á föstudaginn vorum við Nikki í spurningakeppninni á Grand Rokk. Gekk frekar illa og við höfum rætt um að taka okkur smá frí frá þessari keppni. Það endist sennilega fram á næsta föstudag. En Nikka tókst að ljúga út matarboð í framhaldi af þess á föstudaginn þannig að við vorum með hann og Dóró í mat. Hún var ágæt en Nikki frekar seigur undir tönn.

Á laugardaginn vakti Nikki mig svo og dró mig út að skokka. Grínlaust! Og ég fór í hnénu og þurfti að labba heim (með viðkomu hjá Chris sem gaf mér ekki einu sinni bjór) en Nikki hélt áfram að skokka alveg fram á kvöld en þá sótti hann mig enn og aftur og nú var farið á Oliver að hlusta á Fredo Corleone eða eitthvað álíka. Ítalskur DJ semsagt. Og það var nú bara alveg allt í lagi. Allavega er ég núna afar þunnur að horfa á Liverpool leik. Allir saman nú: Nil all! Ni-i-il all! Liverpool game and I wanna go home.

Sem eyðilagðist reyndar því Hugh Hefner hélt uppá 80 ára afmælið sitt með því að skora fyrir Liverpool.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2021

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2022

Feitibjörn tekur pásu