09 apríl 2006

Ekki veikur, en þunnur. Does that count?

Ég fékk gagnrýni í gær. Skammaður af Immagaddusi fyrir að vera hættur að blogga. Greinilega við hestaheilsu semsagt. En það er nú reyndar búið að vera soldið að gera í vinnunni og soleis. En nú er ég kominn í páskafrí.

Sem þýðir að ég má ekki tala við Önnu næstu 10 daga.

Annars er ég búinn að vera mjög duglegur (eða dúlegur eins og Valdís segir) að vera í góðum félagsskap undanfarna daga. Á föstudaginn vorum við Nikki í spurningakeppninni á Grand Rokk. Gekk frekar illa og við höfum rætt um að taka okkur smá frí frá þessari keppni. Það endist sennilega fram á næsta föstudag. En Nikka tókst að ljúga út matarboð í framhaldi af þess á föstudaginn þannig að við vorum með hann og Dóró í mat. Hún var ágæt en Nikki frekar seigur undir tönn.

Á laugardaginn vakti Nikki mig svo og dró mig út að skokka. Grínlaust! Og ég fór í hnénu og þurfti að labba heim (með viðkomu hjá Chris sem gaf mér ekki einu sinni bjór) en Nikki hélt áfram að skokka alveg fram á kvöld en þá sótti hann mig enn og aftur og nú var farið á Oliver að hlusta á Fredo Corleone eða eitthvað álíka. Ítalskur DJ semsagt. Og það var nú bara alveg allt í lagi. Allavega er ég núna afar þunnur að horfa á Liverpool leik. Allir saman nú: Nil all! Ni-i-il all! Liverpool game and I wanna go home.

Sem eyðilagðist reyndar því Hugh Hefner hélt uppá 80 ára afmælið sitt með því að skora fyrir Liverpool.

Engin ummæli: