Gargandi snilld???

Horfði á þessa mynd í RÚVsjónvarpinu í gær. Mossmann var búinn að gefa henni frekar slaka einkunn og ég verð að vera sammála. Mér er bara soldið meira niðri fyrir en honum.

Lykilsetning myndarinnar að mínu mati kemur frá svari íslensks tónlistarlífs við Peter Crouch, honum Barða Bang Gang. Flottur gæi, skemmtilegur fýr þegar maður hittir hann (datt einhverntíma inn í einkapartí í London þar sem ég var staddur) og fyrsta platan með BG er fín. En hann hafði þetta að segja um íslenska tónlist:

Íslensk tónlist er... léleg. Alltaf verið að flýta sér, og ekkert budget.

Og þar er komin í hnotskurn fýlan sem ég er í útí þessa mynd. Því hún líður alveg svakalega fyrir það að það er enginn að flýta sér, og allir með rosa budget. Eins og í öllum myndum eða þáttum um íslenska tónlist þá er fengið að láni fullt af efni úr Rokk í Reykjavík. Og því miður fyrir útrásaróskabörnin okkar þá eru það bestu kaflar myndarinnar. Þeyr, Jonee Jonee, Purrkur Pillnikk, Vonbrigði og Egó hreinlega pissa yfir þessa tónlistarskólahomma sem er verið að reyna að koma á framfæri sem alvarlegu innleggi í alþjóðlega tónlistarmenningu.

Á milli tónlistaratriðanna koma svo landslagmyndir sem ættu einna helst heima í 100 milljón króna auglýsingu frá KB Banka. Sem passar ágætlega því að ég er viss um að hver einasti "listamaður" sem kemur fram í myndinni er sponsoraður af honum, eða Glitni, eða Sparisjóði Hafnarfjarðar, ef afi "listamannsins" vann einu sinni við uppskipun þar.

Tónlistarmennirnir í Rokk í Reykjavík áttu ekkert en bjuggu til úr því eitthvað. Þá voru ekki til alvöru hljóðkerfi, né alvöru hljóðmenn -- Ingvar og Kjartan gera GS hinsvegar að svo slick production að það ætti einna helst heima í... tja, auglýsingu frá KB Banka.

"Listamennirnir" í Gargandi Snilld geta hins vegar ekki komið með eina einustu frumlega hugsun. Hver einasti þeirra er búinn að lesa viðtalið sem Chris Roberts tók við Sykurmolana í Melody Maker 1987 og fatta að útlendingar elska það hvað Íslendingar eru artífartíogallirípartí. Þannig að hver einasta hljómsveit verður tilraun til að búa til "séríslenska" útgáfu af einhverju sem þegar er til erlendis.

Dæmi:
Singapore Sling - blanda af Bad Seeds og Cramps.
Sigur Rós - eiga of margar Radiohead plötur, og eru hættir að hlusta á þær og byrjaðir á Pink Floyd. Post-Syd Barrett, nota bene.
Steindór Andersen - Sveinbjörn Beinteinsson.
Slowblow - Mazzy Star með dash af Cocteau Twins.
Anima (eða Amina, eða Anina, eða Amima, ég man ekki hvað þær heita þessa vikuna) - Laurie Anderson með dash af Elvis Costello plötunni þar sem hann var rosa frumlegur og notaði strengjakvartett. Held það hafi verið um 1987.
Múm - djöfull vildi ég að Örvar Þóreyjarson Lopapeysuson hefði frekar farið að vinna í Nóa Síríus heldur en að stofna þennan ófögnuð. Beta Band með dash af Animu.
Quarashi - ekki láta mig byrja, lélegasta Beastie Boys coverband sögunnar.
Bang Gang - var ágæt en er að breytast í Air-coverband.
Eivör - HÚN ER FÆREYSK FOR FOKK's SEIK! HVAÐ ER HÚN AÐ GERA Í MYND UM ÍSLAND OG ÍSLENDINGA??? FARÐU HEIM TIL ÞÍN!!!!
Mugison - gæti sloppið sem sæmilegasta Tom Waits tribute en klúðrar því með að taka upp plötuna sína í Súðavíkurkirkju -- Cowboy Junkies, anyone?
Björk og Ghostigital - greinilegt að Sykurmolarnir sköpuðu þeim nægar tekjur til þess að þau þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að það sé hægt að hlusta á það sem þau eru að gera núna.
Nilfisk - hljóta að hafa verið að því komnir að hætta, enda allir búnir að ríða öllum þremur stelpunum á Stokkseyri, þegar þeir fengu Lottóvinning í formi Dave Grohl, sem langar voða mikið til að fólk haldi að hann sé í tengslum við manninn á götunni, þó að sú gata heiti Eyrarbraut. Hvar í fjandanum varst þú þegar Mosinn var að æfa á Stokkseyri?
Mínus - létu hafa eftir sér í viðtali að stelpurnar á Vegamótum væru til í að totta þá fyrir línu af kóki. Það fylgdi þó ekki sögunni að sömu stelpur sökkva sér ekki svo djúpt að hlusta á Mínus.

Og eitt enn: hvort sem það er Björk með 46 grænlenskar kellingar eða Sigur Rós með strengjasveit og kór, þá er ekkert sem kemur í staðinn fyrir gott lag. Ef lagið er ekki gott, þá dulbýr enginn það með því að láta Sinfóníuhljómsveitina spila backup. Man einhver eftir Quarashi tónleikunum með Sinfó? Hélt ekki.

Feitibjörn er fúll í dag!

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2021

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2022

Feitibjörn tekur pásu