It's a small world after all...

Eins og sumir vita var ég í gamla daga í svakalegri hljómsveit sem hét Mosi Frændi. Enn í dag er ég í occasional kontakt við meðlimi þeirrar sveitar, amk. þá sem voru í hinni endanlegu mynd bandsins, en eins og Spinal Tap áttum við það til að skipta um meðlimi og þá oftast trommara.

Nema í gær fékk ég tölvupóst frá Ástralíu. Skeytið var stutt og laggott: "Er þetta Bjössi sem var í Mosa Frænda?"

Það kom á daginn að þarna var kominn hann Geiri, sem var okkar trymbill nr. 2 (á eftir mér) en fluttist til Ástralíu fyrir mörgum árum, næstum 13 árum held ég, og hefur þar verið að vinna við að pródúsera tónlist.

Nú er spurningin hvort við strákarnir höldum kökubasar og förum til Ástralíu í stúdíó til að búa til meistaraverk?

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2021

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2022

Feitibjörn tekur pásu