Hvers á ég að gjalda???
Frá því ég fór að vinna í Ferskum Kjötvörum í seinna sinn snemma árs 2003 hef ég verið fastakúnni á Ölveri í Glæsibæ. Ekki mest glamorous búllan í bænum, en það hefur svosem aldrei háð mér mikið. Helstu ástæður þess að ég fór að stunda þann stað voru:
1. Beggi og Chris vinir mínir og samstarfsmenn í Ferskum voru vanir að drekka þar enda...
2. staðurinn nálægt vinnustaðnum auk þess sem þar er boðið upp á áhugamál okkar...
3. fótbolta.
Eftir að ég hætti þarna í Ferskum hélt ég áfram að koma á Ölver, ekki síst vegna þess hagræðis sem felst í:
1. Mánaðarlegum reikningi og...
2. Fyrsti bar á leið frá Kjalarnesi til Reykjavíkur.
Þetta seinna er að vísu ekki alveg satt því ég hef átt það til að kaupa eina kalda dós í Draumakaffi í Mosó til að sötra í strætó á leið í bæinn.
Nú.
Á Ölveri eru seldar fjórar tegundir af bjór. And I use the term loosely. Þær eru:
1. Thule
2. Murphy's Stout (var áður Beamish)
3. Carlsberg
4. Viking
Þetta tvennt síðasttalda er að vísu hvorugt bjór samkvæmt mínum skilningi, frekar eins og að hafa samfarir í eintrjánungi = FUCKING CLOSE TO WATER.
Fyrir nokkrum mánuðum, rétt áður en Steini vinur minn tók við rekstrinum á Grand Rokk sagði mér eigandi Ölvers að ég hefði nú verið laglega plataður helgina á undan. Þá hafði ég semsagt komið að horfa á fótboltaleik, farið margar ferðir á litla barinn til að sækja mér Thule, en þar sem Thule var uppseldur fékk ég Viking. Án þess að vera látinn vita.
Svo nú drekk ég ekki lengur þar.
Annar vinsæll staður hjá mér (þú manst, Maggi!) er Hressó. Þar hef ég drukkið árum saman, nema auðvitað þegar þetta hét McDonald's. Þegar skyndibitaógeðið lokaði og Hressó í sinni núverandi mynd opnaði, kom það mér skemmtilega á óvart að þar fékkst Kronenbourg á krana. Og var helvíti góður. Seinna bættist við Lapin Kulta á krana, líka fínn. Nema um daginn kom ég þangað og á öllum dælunum stóð það sama: Viking.
Eyrún, ertu hætt að selja bjór? spurði ég.
Hvað meinarðu? Viking er fínn bjór.
Nei, mér finnst hann vondur, svaraði ég.
Nú, samt drakkstu hann um síðustu helgi og hélst að það væri Kronenbourg, hahaha!
Svo nú drekk ég helst ekki þar lengur.
Guði sé lof fyrir Grand Rokk. Þar fæst, fyrir utan margar flöskutegundir:
1. Murphy's Stout.
2. Heineken.
3. Tékkneskur Bödvar.
4. Murphy's Red.
Þessi síðasttaldi er í miklu uppáhaldi hjá mér, og reyndar allflestar tegundir af rauðum bjór. Þær hafa komið og farið á íslenskum börum: John Smith's, Kilkenny, Caffrey's, Boddington...
En í dag er Murphy's sá eini sem fæst í Reykjavík á krana.
Og ég fékk að vita í gær að Rolf Johansen finnst hann ekki standa undir kostnaði og ætlar að hætta að flytja hann inn.
Mér þætti samt gaman að sjá Steina reyna að plata Viking í glasið mitt í staðinn fyrir þann rauða.
Feitibjörn er sár í dag.
1. Beggi og Chris vinir mínir og samstarfsmenn í Ferskum voru vanir að drekka þar enda...
2. staðurinn nálægt vinnustaðnum auk þess sem þar er boðið upp á áhugamál okkar...
3. fótbolta.
Eftir að ég hætti þarna í Ferskum hélt ég áfram að koma á Ölver, ekki síst vegna þess hagræðis sem felst í:
1. Mánaðarlegum reikningi og...
2. Fyrsti bar á leið frá Kjalarnesi til Reykjavíkur.
Þetta seinna er að vísu ekki alveg satt því ég hef átt það til að kaupa eina kalda dós í Draumakaffi í Mosó til að sötra í strætó á leið í bæinn.
Nú.
Á Ölveri eru seldar fjórar tegundir af bjór. And I use the term loosely. Þær eru:
1. Thule
2. Murphy's Stout (var áður Beamish)
3. Carlsberg
4. Viking
Þetta tvennt síðasttalda er að vísu hvorugt bjór samkvæmt mínum skilningi, frekar eins og að hafa samfarir í eintrjánungi = FUCKING CLOSE TO WATER.
Fyrir nokkrum mánuðum, rétt áður en Steini vinur minn tók við rekstrinum á Grand Rokk sagði mér eigandi Ölvers að ég hefði nú verið laglega plataður helgina á undan. Þá hafði ég semsagt komið að horfa á fótboltaleik, farið margar ferðir á litla barinn til að sækja mér Thule, en þar sem Thule var uppseldur fékk ég Viking. Án þess að vera látinn vita.
Svo nú drekk ég ekki lengur þar.
Annar vinsæll staður hjá mér (þú manst, Maggi!) er Hressó. Þar hef ég drukkið árum saman, nema auðvitað þegar þetta hét McDonald's. Þegar skyndibitaógeðið lokaði og Hressó í sinni núverandi mynd opnaði, kom það mér skemmtilega á óvart að þar fékkst Kronenbourg á krana. Og var helvíti góður. Seinna bættist við Lapin Kulta á krana, líka fínn. Nema um daginn kom ég þangað og á öllum dælunum stóð það sama: Viking.
Eyrún, ertu hætt að selja bjór? spurði ég.
Hvað meinarðu? Viking er fínn bjór.
Nei, mér finnst hann vondur, svaraði ég.
Nú, samt drakkstu hann um síðustu helgi og hélst að það væri Kronenbourg, hahaha!
Svo nú drekk ég helst ekki þar lengur.
Guði sé lof fyrir Grand Rokk. Þar fæst, fyrir utan margar flöskutegundir:
1. Murphy's Stout.
2. Heineken.
3. Tékkneskur Bödvar.
4. Murphy's Red.
Þessi síðasttaldi er í miklu uppáhaldi hjá mér, og reyndar allflestar tegundir af rauðum bjór. Þær hafa komið og farið á íslenskum börum: John Smith's, Kilkenny, Caffrey's, Boddington...
En í dag er Murphy's sá eini sem fæst í Reykjavík á krana.
Og ég fékk að vita í gær að Rolf Johansen finnst hann ekki standa undir kostnaði og ætlar að hætta að flytja hann inn.
Mér þætti samt gaman að sjá Steina reyna að plata Viking í glasið mitt í staðinn fyrir þann rauða.
Feitibjörn er sár í dag.
Ummæli