Færslur

Sýnir færslur frá maí, 2005

Hope I die before I get old...

Læknar hafa uppgötvað hugsanlega tengingu milli Viagra-neyslu og blindu. Eins og allir vita þá er ég mjög mótfallinn kynlífi, aðallega af hreinlætisástæðum, og ég verð bara að vona að það breytist ekkert þegar ég kemst á Viagra-aldurinn. Samt spurning hvort maður verði ekki bara viljandi blindur á þeim aldri, konan manns getur varla verið mikið augnayndi eftir sjötugsaldurinn. Svona psychpsomatic dæmi. Eða þá að menn fatti ekki að það sama gildir um gamla karla, og blindan orsakast bara af því að kerlingin notar tækifærið meðan kallinn gleypir pilluna, og SLEKKUR LJÓSIÐ ... Ég var eitthvað að röfla um fótbolta hér um daginn, eða Gin og Tonic ef þér finnst það betra. En svo hafa gulu englabossarnir mínir bara unnið alla sína leiki nema einn. Sem þýðir að þeir hafa unnið tvo. Húrrei! Sagt var frá í fréttum að 20% allra vinnufærra manna í Liverpool hefði tilkynnt sig veika á fimmtudaginn var. Fyrst var talið að það væri vegna timburmanna eftir sigur þeirra rauðu í Quality Street-bi...

Ætli það sé kominn tími á að haga sér eins og fullorðinn?

Það virðist nebbla vera að sumir nemendur mínir líti á mig sem einn af sínum jafnöldrum. Tvær gelgjur hringdu til dæmis í mig á laugardagskvöldið, peðfullar. Sem er ekki í frásögur færandi þegar þær tvær eiga í hlut, en ég hafði samt mjög takmarkað gaman af því að vera böggaður meðan ég var að reyna að horfa á Júgravisjón. Fyrr um daginn höfðu líka einhverjir krakkar séð mig labba út úr Kringlunni með kippu af bjór í hendinni. Og réðust á mig í skólanum í morgun eins og þau væru komin með eitthvað svaka dirt á mig. Héldu greinilega að ég þyrfti (eins og þau) að fela það að stundum bragði ég áfengi þegar ég er ekki í vinnunni. Skildu ekkert í því þegar ég talaði um það eins og sjálfsagðan hlut að ég hefði verið með partí og ætlað að skvetta aðeins í mig einum eða 8 bjórum. Æskan nútildags! Annars var helgin með þeim betri í langan tíma. Óvissuferð starfsmanna Klébbaskóla var á föstudag, og heppnaðist með ólíkindum vel. Mér tókst að sigra í Karaoke-keppninni (með Eye of the Tige...

Fyrir þá sem ekki hafa áhuga á fótbolta...

...þá er til einföld lausn svo fólki leiðist ekki ef ég fer að fjalla um þetta hugðarefni mitt. Málið er að það er afar einfalt að láta bara eins og ég sé að fjasa um eitthvað allt annað, til dæmis Gin og tónik. Svona gæti það virkað: Eftir rövlið í mér síðast um það hversu léleg bæði liðin sem ég held með eru, þá auðvitað unnu þau bæði um helgina. United felldi Southampton niður um deild á sunnudaginn, og á mánudag tókst Skagamönnum að sigra í fyrsta leik sumarsins í fyrsta skipti í mörg ár, sem óneitanlega lofar góðu fyrir komandi tíð. Það voru mínir uppáhaldsmenn, Ruud van Nistelrooy og Hjörtur Júlíus Hjartarson sem skoruðu sigurmörkin. Þó ég hafi verið frekar þunnur síðast þegar ég bloggaði, þá auðvitað leið mér strax betur þegar helgin kom og ég datt í það tvisvar um helgina. Á sunnudaginn skellti ég í mig Gin og tónik og kýldi sjómann sem datt í gólfið, og á mánudaginn fékk ég mér fyrsta virka-dags-drykk sumarsins, sem óneitanlega lofar góðu fyrir komandi tíð. Það voru mín...

Vonbrigði

Þá er enski boltinn að fara að hætta að rúla. Og liðið sem ég held með þar er hætt að rúla. Sem betur fer tókst þeim að vinna síðasta deildarleikinn á árinu, gegn lélegasta liðinu, áður en gengið verður frá því að flytja klúbbinn til Malaysíu og láta alla leikmennina vinna fyrir sér í Nike-verksmiðjunni. Það er semsagt einhver bandarískur geðsjúklingur búinn að kaupa félagið, út á yfirdráttarheimild. AF HVERJU DATT MÉR ÞAÐ EKKI Í HUG??? Enn er einn tapleikur eftir hjá þessu fyrrverandi liði, úrslit um eina dollu, gegn franska landsliðinu undir stjórn Kermits. Og þegar hann hefur tapast get ég hætt að hugsa um enska boltann, nema stundum mun maður rifja upp gamla tíma: Manstu eftir United? En það kemur bolti í bolta stað. Nú fæ ég 18 tækifæri til að horfa á Skagamenn tapa. Jibbí!

Ofbeldi í Reykjavík - part 2

Ég á kunningja, sem hefur stundum komist upp á kant. Við lögin, eins og þegar hann var viðriðinn stóra munntóbaksmálið. Og líka oft við fólk. Við skulum ekki nafngreina, en hann fær hér viðurnefnið Snúlli. Og Snúlli fór á bar um daginn. Eins og stundum, þegar Snúlli fer á bar, þá þarf hann að taka meðulin sín. Og hann er soldið feiminn þegar hann tekur meðulin sín, þannig að hann gerir það inni á klói. Hann er samt ekki eins feiminn og margir, og það vita margir að hann þarf að taka meðulin sín. Nema hvað. Eitthvað varð Snúlli uppstökkur af meðulunum sínum í þetta skiptið, því þegar bareigandanum fannst ekkert sniðugt hvað Snúlli var duglegur að taka meðulin sín, og tók í rassgatið á honum og henti honum, ja ekki út á götu, því barinn stendur ekki við götu. Heldur henti honum út á gangstétt, nálægt þeim stað þar sem Yaris dó. Þá fauk í Snúlla. Og Snúlli hótaði öllu illu. Og Snúlli sagðist taka upp símann og sjá til þess að bareigandinn yrði "buffaður", eins og Sn...

The Hitchhiker's Guide to the Galaxy

Ég fór á þessa mynd í gær. Spennan var gífurleg, ég varð ær. Þannig að nú ætla ég að jarma soldið um þessa bíómynd. Don't worry (eða réttara sagt, don't panic), ég gef ekkert upp. Fyrsta klisjan sem verður að koma: Mér fannst nú bókin betri. Enda var bókin annað og meira en bók. Hún var sýn á raunveruleikann sem olli því að maður var ekki samur maður eftir að hafa lesið hana. Örugglega svipuð áhrif og þegar Galileo kíkti í sjónaukann sinn í fyrsta skipti. Ég bjóst ekki við þessu! En allavega. Myndin. Ef þú ert búin(n) að sjá hana þarftu ekki að lesa lengra. Ef ekki, þá ertu væntanlega farin(n) að spyrja hvað mér fannst um myndina. Og svarið er... 42.
Mynd
Þessi kemur frá vini mínum Immagaddusi (nei, veit ekki heldur hvað það þýðir) og er snilld. 

Eru allir tónlistarkennarar fávitar?

Pælí þessu. Ég labbaði fram hjá tónmenntastofunni áðan. Þar inni voru þrír krakkar að glamra á hljóðfæri, reyndar af frekar takmarkaðri kunnáttu og list, en þeim mun meiri ánægju. Það var semsagt gegt gaman hjá þeim. Svo kom tónlistarkennarinn inn. Og trompaðist. Það mátti ekki fikta í hljóðfærunum án leyfis. Minnti mig á gamla myndlistarkennarann minn sem henti vatnslitamynd eftir mig í ruslið af því henni fannst hún ljót. Sem hún reyndar var. En ég hef lítið gaman haft af því að teikna síðan. Og auðvitað vilja tónlistarkennarar ekki að neinn hafi gaman af tónlist, neinei. Gulli bróðir á ammæli í dag, til hamingju gamle brormand!

Vinaballi aflýst

Nú á föstudaginn var átti að vera "vinaball" í Klébergsskóla, en því var aflýst því enginn á neina vini. Ekkert skrýtið við það í skóla þar sem allt hefur logað í slagsmálum alla vikuna. Það er mjög fyndið að sjá litla fermingarstráka, varla komna með punghár, haga sér eins og eitthvað sem þeir sjá á MTV eða á forsíðu DV. Extra fyndið þegar þeir segjast bara þurfa eitt símtal til að fá fullt af vinum sínum frá Kópavogi sem backup. Svo fer maður að pæla, hvað þarf margar ferðir með strætóinum til að koma þeim mannskap hingað upp á Kjalarnes? Vagninn er svona minibus, ég held að það séu 9 sæti í honum. Og hann gengur á klukkutíma fresti. Þannig að fyrsti bílfarmur af 14 ára gangsterum með moldarköggla að vopni, yrði laminn í klessu áður en liðsstyrkur bærist. Svo er líka gaman þegar sá sem þykist vera aðal ofbeldismaðurinn kemur til manns eftir ein slagsmálin og biður um aðstoð við að finna úrið sitt og gleraugun. Ég er skíthræddur við svona börn.