Eru allir tónlistarkennarar fávitar?

Pælí þessu. Ég labbaði fram hjá tónmenntastofunni áðan. Þar inni voru þrír krakkar að glamra á hljóðfæri, reyndar af frekar takmarkaðri kunnáttu og list, en þeim mun meiri ánægju. Það var semsagt gegt gaman hjá þeim. Svo kom tónlistarkennarinn inn. Og trompaðist. Það mátti ekki fikta í hljóðfærunum án leyfis. Minnti mig á gamla myndlistarkennarann minn sem henti vatnslitamynd eftir mig í ruslið af því henni fannst hún ljót. Sem hún reyndar var. En ég hef lítið gaman haft af því að teikna síðan. Og auðvitað vilja tónlistarkennarar ekki að neinn hafi gaman af tónlist, neinei.

Gulli bróðir á ammæli í dag, til hamingju gamle brormand!

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Gæti hugsast að þetta minni mig á þegar maður fór inn í Paul Bernburg/Rín þegar mar var yngri og fór að fitla við hljóðfæri sem þar voru uppstillt.
Og Maggi í Mannakorni kom og gargaði. " Ekki snerta þetta er rafmagns!! "

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2021

Feitibjörn tekur pásu

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2022