Vinaballi aflýst

Nú á föstudaginn var átti að vera "vinaball" í Klébergsskóla, en því var aflýst því enginn á neina vini. Ekkert skrýtið við það í skóla þar sem allt hefur logað í slagsmálum alla vikuna. Það er mjög fyndið að sjá litla fermingarstráka, varla komna með punghár, haga sér eins og eitthvað sem þeir sjá á MTV eða á forsíðu DV. Extra fyndið þegar þeir segjast bara þurfa eitt símtal til að fá fullt af vinum sínum frá Kópavogi sem backup. Svo fer maður að pæla, hvað þarf margar ferðir með strætóinum til að koma þeim mannskap hingað upp á Kjalarnes? Vagninn er svona minibus, ég held að það séu 9 sæti í honum. Og hann gengur á klukkutíma fresti. Þannig að fyrsti bílfarmur af 14 ára gangsterum með moldarköggla að vopni, yrði laminn í klessu áður en liðsstyrkur bærist.
Svo er líka gaman þegar sá sem þykist vera aðal ofbeldismaðurinn kemur til manns eftir ein slagsmálin og biður um aðstoð við að finna úrið sitt og gleraugun. Ég er skíthræddur við svona börn.

Ummæli

Immagaddus sagði…
Manstu þennann litla strák?

REDRUM!!!!!!
REDRUM!!!!!!!
REDRUM!!!!!!!!!

Immagaddus segir.....

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2021

Feitibjörn tekur pásu

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2022