Ætli það sé kominn tími á að haga sér eins og fullorðinn?

Það virðist nebbla vera að sumir nemendur mínir líti á mig sem einn af sínum jafnöldrum. Tvær gelgjur hringdu til dæmis í mig á laugardagskvöldið, peðfullar. Sem er ekki í frásögur færandi þegar þær tvær eiga í hlut, en ég hafði samt mjög takmarkað gaman af því að vera böggaður meðan ég var að reyna að horfa á Júgravisjón. Fyrr um daginn höfðu líka einhverjir krakkar séð mig labba út úr Kringlunni með kippu af bjór í hendinni. Og réðust á mig í skólanum í morgun eins og þau væru komin með eitthvað svaka dirt á mig. Héldu greinilega að ég þyrfti (eins og þau) að fela það að stundum bragði ég áfengi þegar ég er ekki í vinnunni. Skildu ekkert í því þegar ég talaði um það eins og sjálfsagðan hlut að ég hefði verið með partí og ætlað að skvetta aðeins í mig einum eða 8 bjórum. Æskan nútildags!

Annars var helgin með þeim betri í langan tíma. Óvissuferð starfsmanna Klébbaskóla var á föstudag, og heppnaðist með ólíkindum vel. Mér tókst að sigra í Karaoke-keppninni (með Eye of the Tiger, no less!) og tapaði aðeins mjög naumlega fyrir íþróttakennaranum í armbeygjukeppni. Er líka með harðsperrur frá helvíti síðan þá. Eitt það frumlegasta sem ég hef líka gert í langan tíma var að taka allan hópinn í kínverska hugleiðslu á miðju hringtorgi í austurbænum. Mjög fyndið að sjá svipinn á bílstjórum sem keyrðu framhjá, sumir reyndu meiraðsegja að hrópa að okkur ókvæðisorð. Ég hló og hló.

Og á laugardaginn var auðvitað fyrst úrslitaleikurinn í bikarkeppninni, milli Gin United og Tonic Football Club. Gin átti leikinn en Tónik vann í vítakeppni. Djöfull varð ég súr. Svo var kíkt á djammið um kvöldið, fyrst horft á Euro heima hjá mér, svo Nasa þar sem Páll Óskar hélt uppi drullufjöri, sem ég missti reyndar af að mestu leyti þar sem frúin ákvað að yfirgefa staðinn eftir mjög skamma viðdvöl (sérstaklega ef maður tekur með í reikninginn að það kostaði 1500 kall inn) og lét mig elta sig yfir á Cozy þar sem enginn annar en Georg var sofnaður í stólnum sínum. Litla skinnið. Reyndar var einn hápunktur kvöldsins þegar við hittum Villa vin minn á Thorvaldsen og hann splæsti á okkur drykkjum útí eitt. Takk Villi!

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2021

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2022

Feitibjörn tekur pásu