Fyrir þá sem ekki hafa áhuga á fótbolta...

...þá er til einföld lausn svo fólki leiðist ekki ef ég fer að fjalla um þetta hugðarefni mitt. Málið er að það er afar einfalt að láta bara eins og ég sé að fjasa um eitthvað allt annað, til dæmis Gin og tónik. Svona gæti það virkað:

Eftir rövlið í mér síðast um það hversu léleg bæði liðin sem ég held með eru, þá auðvitað unnu þau bæði um helgina. United felldi Southampton niður um deild á sunnudaginn, og á mánudag tókst Skagamönnum að sigra í fyrsta leik sumarsins í fyrsta skipti í mörg ár, sem óneitanlega lofar góðu fyrir komandi tíð. Það voru mínir uppáhaldsmenn, Ruud van Nistelrooy og Hjörtur Júlíus Hjartarson sem skoruðu sigurmörkin.

Þó ég hafi verið frekar þunnur síðast þegar ég bloggaði, þá auðvitað leið mér strax betur þegar helgin kom og ég datt í það tvisvar um helgina. Á sunnudaginn skellti ég í mig Gin og tónik og kýldi sjómann sem datt í gólfið, og á mánudaginn fékk ég mér fyrsta virka-dags-drykk sumarsins, sem óneitanlega lofar góðu fyrir komandi tíð. Það voru mínar uppáhaldsgintegundir, Tanqueray og Dillon sem björguðu helginni.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2021

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2022

Feitibjörn tekur pásu