Vonbrigði
Þá er enski boltinn að fara að hætta að rúla. Og liðið sem ég held með þar er hætt að rúla. Sem betur fer tókst þeim að vinna síðasta deildarleikinn á árinu, gegn lélegasta liðinu, áður en gengið verður frá því að flytja klúbbinn til Malaysíu og láta alla leikmennina vinna fyrir sér í Nike-verksmiðjunni. Það er semsagt einhver bandarískur geðsjúklingur búinn að kaupa félagið, út á yfirdráttarheimild. AF HVERJU DATT MÉR ÞAÐ EKKI Í HUG???
Enn er einn tapleikur eftir hjá þessu fyrrverandi liði, úrslit um eina dollu, gegn franska landsliðinu undir stjórn Kermits. Og þegar hann hefur tapast get ég hætt að hugsa um enska boltann, nema stundum mun maður rifja upp gamla tíma: Manstu eftir United?
En það kemur bolti í bolta stað. Nú fæ ég 18 tækifæri til að horfa á Skagamenn tapa. Jibbí!
Enn er einn tapleikur eftir hjá þessu fyrrverandi liði, úrslit um eina dollu, gegn franska landsliðinu undir stjórn Kermits. Og þegar hann hefur tapast get ég hætt að hugsa um enska boltann, nema stundum mun maður rifja upp gamla tíma: Manstu eftir United?
En það kemur bolti í bolta stað. Nú fæ ég 18 tækifæri til að horfa á Skagamenn tapa. Jibbí!
Ummæli