Ofbeldi í Reykjavík - part 2

Ég á kunningja, sem hefur stundum komist upp á kant. Við lögin, eins og þegar hann var viðriðinn stóra munntóbaksmálið. Og líka oft við fólk. Við skulum ekki nafngreina, en hann fær hér viðurnefnið Snúlli. Og Snúlli fór á bar um daginn. Eins og stundum, þegar Snúlli fer á bar, þá þarf hann að taka meðulin sín. Og hann er soldið feiminn þegar hann tekur meðulin sín, þannig að hann gerir það inni á klói. Hann er samt ekki eins feiminn og margir, og það vita margir að hann þarf að taka meðulin sín. Nema hvað. Eitthvað varð Snúlli uppstökkur af meðulunum sínum í þetta skiptið, því þegar bareigandanum fannst ekkert sniðugt hvað Snúlli var duglegur að taka meðulin sín, og tók í rassgatið á honum og henti honum, ja ekki út á götu, því barinn stendur ekki við götu. Heldur henti honum út á gangstétt, nálægt þeim stað þar sem Yaris dó. Þá fauk í Snúlla. Og Snúlli hótaði öllu illu. Og Snúlli sagðist taka upp símann og sjá til þess að bareigandinn yrði "buffaður", eins og Snúlli orðaði það.

En enn hefur bareigandinn ekki verið "buffaður" eins og Snúlli orðaði það gegnum nefrennslið, snöktandi af bræði. Og maður fer að spá í hvort Snúlli hafi nokkuð hringt upp á Kjalarnes, og að "buffararnir" hans standi þar enn og bíði eftir Strætó.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2021

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2022

Feitibjörn tekur pásu