Ferðasaga
Þetta var hin fínasta ferð. Byrjaði að vísu ekki gæfulega - flugrútan lenti í árekstri í Kópavoginum og það var ansi löng bið eftir nýrri rútu og maður var orðinn tæpur á taugum að kannski myndi maður missa af fluginu. En svo kom rútan og allt féll í ljúfa löð. Það var fátt gert á föstudegi annað en fara á hótelið og í bælið en laugardagurinn var svo tekinn snemma og ráðist í verslunarleiðangur. Sá skilaði fínni myndavél í hús sem mun leysa af garminn sem var keyptur í brúðkaupsferðinni forðum daga. United megastore var einnig heimsótt og þar fékk ég hlut sem mér hefði aldrei dottið í hug að væri til - smekkur fyrir litla svínið með United merki! Treyjan sem mig langaði í var ekki til en í staðinn keypti ég hvíta stuttermatreyju með "Vidic 15" á bakinu og var þokkalega sáttur með það. Því næst var farið á pöbb og snæddur týpískur enskur pöbb lönsj meðan horft var á Chelsea leik sem fór því miður ekki nógu vel því þeir unnu Aston Villa. Eftir þann leik var haldið áleiðis á Ol...