Færslur

Sýnir færslur frá febrúar, 2009

Ferðasaga

Þetta var hin fínasta ferð. Byrjaði að vísu ekki gæfulega - flugrútan lenti í árekstri í Kópavoginum og það var ansi löng bið eftir nýrri rútu og maður var orðinn tæpur á taugum að kannski myndi maður missa af fluginu. En svo kom rútan og allt féll í ljúfa löð. Það var fátt gert á föstudegi annað en fara á hótelið og í bælið en laugardagurinn var svo tekinn snemma og ráðist í verslunarleiðangur. Sá skilaði fínni myndavél í hús sem mun leysa af garminn sem var keyptur í brúðkaupsferðinni forðum daga. United megastore var einnig heimsótt og þar fékk ég hlut sem mér hefði aldrei dottið í hug að væri til - smekkur fyrir litla svínið með United merki! Treyjan sem mig langaði í var ekki til en í staðinn keypti ég hvíta stuttermatreyju með "Vidic 15" á bakinu og  var þokkalega sáttur með það. Því næst var farið á pöbb og snæddur týpískur enskur pöbb lönsj meðan horft var á Chelsea leik sem fór því miður ekki nógu vel því þeir unnu Aston Villa. Eftir þann leik var haldið áleiðis á Ol...

Níu tíma múrinn rofinn

Dagurinn í dag, frá sólarupprás til sólseturs, er 9 klst. og 6 mínútur í Reykjavík. Betri tíð með blóm í haga. 58 kennsludagar eftir þangað til ég fer í sumarfrí. Um svipað leyti fer frúin að vinna og ég mun eyða sumrinu heima með litla svíninu. Hlakka til. Er annars að fara til UK á morgun, nánar tiltekið Manchester, þar sem ég hyggst þamba bjór, slappa af og horfa á fótbolta... nei, bíddu, það er það sem ég geri hérna heima um hverja helgi! Hvert er þá pointið með ferðinni? Annars er kreppan lítið að bögga mann. Mánagatan seld (afsal eftir 8 daga...), engin myntkarfa. enginn yfirdráttur, enginn bíll, engin hætta á atvinnumissi (nema kannski hjá Rósu...) - og maður er eiginlega steinhættur að nenna að lesa þessar kreppufréttir. Fullt af fávitum dró ennþá fleiri fávita á asnaeyrunum þangað til allt fór til fjandans. Klíkuskapur og fávitaháttur munu koma í veg fyrir að nokkur gjaldi fyrir það nema Ljúdmíla sem skúrar á geðdeild. Ef þú lést plata þig í myntkörfu áttu ekkert betra skilið....

Bindindismánuður

Vinur minn tók upp á því að fara í janúarbindindi. Þegar hann sagði mér frá því datt mér í hug að sniðugt gæti verið að gera eitthvað þessu svipað. Janúar var að vísu langt liðinn þannig að ég fór að hugsa um að taka einhvern annan mánuð ársins í þetta. Febrúar kom sterklega til greina enda stysti mánður ársins en þar sem ég átti fertugsafmæli í byrjun hans og er að fara erlendis í lokin kom það ekki til greina. Þannig að nú spyr maður sig (eins og hér til hliðar, endilega hjálpið mér að taka ákvörðun) - hvenær verður þetta hægt?

Er Mánagatan að seljast? - 16. kafli

Fengum bréf frá kappaflingfling á föstudaginn. Opnuðum það og út datt skuldabréf. Það er búið að greiða upp lánin sem hvíldu á íbúðinni. Afsal í lok febrúar. Watch this space!

Gott partí

Úff, ég er enn að jafna mig eftir afmælið í fyrradag. Átti reyndar afmæli á þriðjudag en það er ekki hægt að halda upp á fertugs í miðri viku, það bara gengur ekki. Kvöldið er frekar móðukennt undir lokin, svo ég hef ákveðið að svara öllum fyrirspurnum eins og annað stórmenni í klípu: Ég er Saddam Hussein, og ég er tilbúinn að semja.

Ammæli

Síðasti Mosinn til að komast yfir barneignahjallann. Fyrstur yfir fertugshjallann. Rokkið lifir.

Vinnan mín

Eftir að hafa verið vinnandi maður í nokkrar vikur er það að renna upp fyrir mér... ... hve djöfulli gaman það er að vinna á svona geðveikum vinnustað þar sem fokking groundbreaking hlutir er að gerast reglulega. Gerði mér enga grein fyrir því í barneignarleyfinu auðvitað, en ég hef saknað vinnunnar.

Manchester England England

Klúðrið með fótboltaferðina er að leysast. Fer í staðinn út viku fyrr. Fæ frí í vinnunni einn mánudag (jess!) og get verið heima með fjölskyldunni í góðu yfirlæti í vetrarfríinu.

Er Mánagatan að seljast? - 15. kafli

Leigjendurnir fluttir út. Rósa er á staðnum að þrífa. Þegar hún er búin að því hringjum við í kaupandann og segjum honum að hann megi flytja inn. Watch this space!

Er Mánagatan að seljast? - 14. kafli

Fékk tölvupóst frá leigjendunum í dag. Þeir segjast ekki ná að flytja út fyrir fimmtudag, sem átti að vera afhendingardagur. Þetta þýðir að hlutir eins og skipting á fasteignagjöldum, hússjóði og rafmagnsreikningi þurfa að reiknast út uppá nýtt. Það er að segja ef kaupandi samþykkir yfirhöfuð þessa seinkun. Getur verið að þetta falli um sjálft sig? Watch this space!