08 febrúar 2009

Gott partí

Úff, ég er enn að jafna mig eftir afmælið í fyrradag. Átti reyndar afmæli á þriðjudag en það er ekki hægt að halda upp á fertugs í miðri viku, það bara gengur ekki.

Kvöldið er frekar móðukennt undir lokin, svo ég hef ákveðið að svara öllum fyrirspurnum eins og annað stórmenni í klípu:

Ég er Saddam Hussein, og ég er tilbúinn að semja.

Engin ummæli: