Níu tíma múrinn rofinn

Dagurinn í dag, frá sólarupprás til sólseturs, er 9 klst. og 6 mínútur í Reykjavík.

Betri tíð með blóm í haga. 58 kennsludagar eftir þangað til ég fer í sumarfrí.

Um svipað leyti fer frúin að vinna og ég mun eyða sumrinu heima með litla svíninu. Hlakka til.

Er annars að fara til UK á morgun, nánar tiltekið Manchester, þar sem ég hyggst þamba bjór, slappa af og horfa á fótbolta... nei, bíddu, það er það sem ég geri hérna heima um hverja helgi! Hvert er þá pointið með ferðinni?

Annars er kreppan lítið að bögga mann. Mánagatan seld (afsal eftir 8 daga...), engin myntkarfa. enginn yfirdráttur, enginn bíll, engin hætta á atvinnumissi (nema kannski hjá Rósu...) - og maður er eiginlega steinhættur að nenna að lesa þessar kreppufréttir. Fullt af fávitum dró ennþá fleiri fávita á asnaeyrunum þangað til allt fór til fjandans. Klíkuskapur og fávitaháttur munu koma í veg fyrir að nokkur gjaldi fyrir það nema Ljúdmíla sem skúrar á geðdeild.

Ef þú lést plata þig í myntkörfu áttu ekkert betra skilið.

Ef þú lést plata þig í viðbótarlífeyrissparnað ertu fáviti. Það stóð alltaf í smáa letrinu að þessir peningar væru ekki teknir af laununum þínum til að þú fengir þá þegar þú ferð á eftirlaun. Það stóð (ef þú nenntir að lesa eða hafðir vit á að spyrja) að jakkafatakókfíkillinn sem lét þig skrifa undir samninginn (og starfaði ekki hjá bankanum þínum þótt hann segðist gera það) myndi hirða allan sparnaðinn þinn fyrsta árið - PERSÓNULEGA - svo myndi fyrirtækið hans nota sparnaðinn þinn næstu 30 árin til að gambla í spilakössum á netinu og EF það gengi vel þá yrði x mikið til handa þér þegar þú ferð á eftirlaun.

Svona er þetta. Maður heyrir það sem maður vill heyra. Allir eru að kaupa í DeCode, drífðu þig áður en hlutabréfin klárast.

Fávitar.

Ummæli

Immagaddus sagði…
Ég rauf níu tíma múrinn í desember þegar ég náði kattagráðu í svefni.

Staðfestingarorðið er: ingesser sem er það sem enginn sér.

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2021

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2022

Feitibjörn tekur pásu